Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 18

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 18
126 ÆSKAN Kýrin hennar önnu gömlu eftir Jóli. V. Jensen. Gömul kona stóö meö kusu sína lijá kúastíunni á markaðstorginu. Pær stóðu báðar afsiðis, þar sem minnst bar á, eins og þær vildu helst ekki láta taka eftir sér. Gamla konan var ósköp hæglát að sjá, kollhettan slútti fram yfir ennið til að skýla augunum, og hún prjónaði sokkbol, sem var orðinn svo langur að hún vafði liann upp. Búningur hennar var einfaldur og gamaldags, blátt heimalitað pils og sveipað dökku sjali um grönnu herðarnar og innfallna brjóstið. Höfuðklúturinn var kripplað- ur af pví að liggja í kommóðuskúff- unni, en hann var drifhvitur, og gömlu, slitnu tréskórnir voru gljáandi hreinir. Prjónarnir tifuðu ótt og títt. Hún lagði eyrun við hljóðfæraslættinum, sem óm- aði yfir markaðstorgið, og renndi öðru hvoru augum til mannanna, sem hóp- uðust par saman til að kaupslaga. Allt i kring var ös og hávaði. Pað var ára- glam frá bátunum á ánni, hestarnir hneggjuðu og hvíuðu, trumburnar glumdu og glömruðu, og strákar æplu og göluðu. En hún stóð parna kyrrlát í sólarhitanum og prjónaði og prjónaði. Kusa stóð parna fast við hliðina á lienni og jórtraði. Petta var gömul og góðlátleg kýr, hraustleg og væn að sjá. Hún var raunar dálítið ldunnaleg og ljót á malirnar, en annað var ekki liægt að setja út á hana. Hún stóð parna og starði votum, glampandi aug- um og jórtraði í siíellu. Iíjálkarnir gengu liægt og reglulega, frá vinstri til hægri, og þegar hún var búin að kingja, leit hún í kringum sig, stóð svo graf- kyrr og gúlpaði upp næstu tuggu. Hún hafði nýtt og fallegt tjóðurband um liálsinn. Pað gamla var orðið svo ó- hreint, Anna gamla vildi að hún væri þokkalega lil fara. Af pví að þetta var falleg kýr, þá leið ekki á löngu áður en maður kom til þeirra. Hann skoðaði og þukiaði kusu liátt og lágt. »Hvað kostar kusa pín, gamla mín?« spurði liann. Anna hélt áfratn að prjóna. »Hún er ekki til sölu,« svaraði hún. Maðurinn staldraði ögn við, en fór svo leiðar sinnar. Pað var eins og hann gæti ekki slitið augun af kusu. Rétt á eftir kom feitur og skafinn slátrari og skoðaði kusu í krók og kring og kleip hana í síðurnar. »Hvað kostar kusa?« Anna leit fyrst á kusu, renndi síðan augum út i bláinn og starði eins og hún sæi þar eitthvað merkilegt. »Hún er ekki til sölu.« Slátrarinn fór. A augabragði er kom- inn annar kaupandi. En Anna gamla hristir höfuðið. »Kýrin er ekki til sölu.« Nú kom aítur maður, sem hafði fal- að hana áður, og bauð ríflegt verð. Pað var freistandi boð. Anna gamla neitaði stuttaralega, en maðurinn lét sig' ekki. »Ertu búin að selja hana?« Ónei, víst var hún óseld. »Nú, en því í ósköpunum hangirðu með kúna hérna, ef þú villt ekki selja hana?« Anna gamla varð niðurlút, en prjón- arnir tifuðu áfram. »Ha, af hverju stendurðu hér með kúna? Eða áttu hana kannski ekki?« Ójú, víst átti liún liana. Hún átti liana með öllum rétti. Meira að segja síðan hún var kálfur, bætti Anna við í lágum rómi. »Ertu hér með beljuna til að gera gys að þeim, sem vilja kaupa hana?« Pað er eins og' Anna gamla lækki í loftinu, En prjónarnir ganga hraðar og hraðar. Hún þorir ekki að líta upp, hún er alveg ráðalaus. Og maðurinn heldur áfram að ónotast. »Heyrirðu það, ertu að gera gys að okkur?« Nú hættir Anna gamla að prjóna. Hún tekur i tjóðurbandið á kusu, til þess að snúa henni heim á leið, lítur stórum ásökunaraugum á manninn og segir: »Petta er svo einmana kýr,« segir hún hógvær«, svo osköp einmana. Eg á enga aðra, og hún fær svo sjaldan að finna aðrar kýr. Og svo hugsaði eg með mér., að eg skyldi lofa henni á markaðinn, bara svo að hún fengi að vera með öðrum kúm og skemmta sér svolitið, ójá, eg hugsaði nú svona með mér. Eg gerði þetta í góðri meiningu, mér fannst að það gerði engum til, og þess vegna komum við nú liingað. En við erum ekki til sölu, svo að það er best að við förum heim. Og eg bið yður að fyrirgefa okkur, og verið þér nú sælir. Og þakka yður fyrir«. G. G. þýddi lausl. Þú leikur ekki á mig! Kennari: »Hvað mikið er 3 og 5, Siggi ? Siggi þegir. Kennarinn: »Þú veist þó liklega, að 5 og 3 eru 8. Siggi (brosandi): »0, nei. Pað eru nú 4 og 4, sem eru 8«. Orðsendingar Breyting sú, sem gerð var á »Æsk- unni« um næstsíðustu áramót, hefir því miður orðið dýrari en búist var við i fyrstu. Aukinn kostnaður við breytinguna varð um 5000 krónur, og þó að verð blaðsins væri þá liækkað lítils háttar, þá hefir það komið á dag- inn, að hækkunin var of lítil. Par við bæt- ist, að auglýsingar, sem reiknað var með að rnyndu gefa einhverjar tekjur, liafa brugðist allverulega sökum kreppunnar, svo af þessuni ástæðum varð fjárliags- legur halli á sjálfu blaðinu síðastliðið ár. Ef þessi halli verður ekki rninni á þessu yfirstandandi ári, getur vel farið svo, að útgáfan neyðist til að hækka blaðið frá næstu áramótum, en að sjálf- sögðu verður það ekki gert, nema engar aðrar útgöngudyr finnist. Ef nú allir vinir og velunnarar »Æskunnar« tækju höndum saman og söfnuðu fram að áramótunum 5—600 nýjum skilvísum kaupendum, þá mundi væntanlega elcki koma til hækkunar, og væri sú úrlausn málsins æskilegust fyrir báða aðilja. Að þessu sinni er október og nóv- ember blað »Æskunnar« sent út saman, og þess vegna er þetta síðasta blaðið, sem sent verður skuldugum kaupend- um. Eru því allir, sem skulda yfirstand- andi árgang, vinsamlega minntir á að senda greiðslu nú þegar, svo hægt sé að senda þeim Jólahók blaðsins á rétt- um tíma. N. B. Munið það að Jólabókin verður aðeins send skuldlausum kaupendum, og ef hún ekki kemur með jólapóstin- um, þá er það af því, að borgun hefir ekki verið send til afgreiðslunnar, eða misfarist á leiðinni. Þeir, sein óska eftir forlagsbókum »Æskunnar« til sölu, eru beðnir að láta afgreiðsluna vita um það. Sölulaun 20°/o. Jafnframt áminnast þeir, sem hafa haft litsölu á bókum blaðsins, að gera grein fyrir sölunni og senda'andvirði hinna seldu hóka. Ný.jar hækur. Óli snarfari er kominn út, og Örkin hans Nóa kemur fyrir jólin. Uppsögn á blaðinu er bundin við áramót og að viðkomandi sé skuldlaus. Tilkynnið bústaðaskipti. Tilkynnið vanskil. Ritstjóri: Margrét Jónsdóttir. BÍKISPRENTSMIÐJAN GUTENBEBQ

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.