Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 3

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 3
Gleéileg jól um foi'ðum, hina fyrstu jólanótt, þegar Jesú- barnið fæddist í heiminn. Jólin eru hátíð ljóss- ins; þá fer daginn aftur að lengja, en myi'krið fer þverrandi, og með Jesii Kristi kemur ný hii'ta inn í heiminn, hann er sól heimsins í andlegum skilningi. „Sjá, eg flyt yðui'. nxikinn fögnuð,“ sagði engillinn. En við sjálf? Ef við gæturn nú glaðst svo inni- lega við komu jólanna, að okkur niætti takast að varpa birtu umhverfis okkur. Enn er myrkrið svo geigvænlegt í heiminum, og svo langt frá því, að boðskapur Jesú Krists’ hafi náð tökum á mönnunum í þeim löndum, sem kristin kallást. En hver og' einn, sem yfirvinnur myrkrið í sjálf- um sér og lætur hið góða í sál sinni ráða, hann hjálpar til að breiða út birtu hinnar sönnu jóla- gleði. Að gleðja þann, sem grætur, er göfgast starf á jörð, að bæta úr neyð og höli er besta messugjörð, að lífga ljós í húmi og lýsa uþp* myrkraból, það er með helgum hætti að halda kristin jól. M. ). Tvær litlar telpur eru að leika sér í fjörunni, um hásumar. Þær leita að fallegum skeljum, hörpudiskum og kuðungiun, og tína vasa sína fulla. Síðan hlaupa þær til mönnnu sinnar: „Líttu á, mamma," segja þær, sigri hrósandi og sýna henni allar gersemarnar. „Þetta ættu þið að geyma,“ svaraði móðirin. „Við gætunx gyllt þær og hengt þær á jólatréð í vetur.“ „Ó, já,“ kalla þær upp yfir sig, einmn rómi, og frá þeirri stundu liefir hugsunin um jólatréð sest að í hugum þeirra. Auðvilað byi’ja ekki allir svo fljótt að bixa und- ir jólin og hugsa um jólatréð. En það er þó dá- samlegt að sjá eftirvæntinguna á andlituxn flestra xiíanna, er líður að jólum. Við húum okkur undir jólin löngu fyrirfram, til þess að allt geti orðið sem hátíðlegast, og jólili og jólatréð geti varpað senx mestri birtu yfir skammdegismyrkrið og inn í hixgskot og hjarta okkar sjálfra og allra þeirra, sem okkur þykir vænt um. C)g svo jxegar jólatréð ljómar með öllu skraut- inu og ljósunum, livað skyldi jxað þá eiga að tákna? Ef lil vill á jxað að tákna hirtuna, sem Ijómaði umhverfis fjárhirðana á Betlehemsvöll-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.