Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 8

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 8
6 Jólabók Æskunnar 1936 „Heldurðu, að þú ratir hér inn úr skerjaklasan- um?“ spurði skipstjóri. Ivar liorfði á skipstjóra stórum augum. Hann skildi þetta ekki. Hann!? „Hugsaðu þér, ef þú kæmir nú heim til mömmu um jólin, alveg að óvöru,“ hélt skipstjóri áfram. Blóðið hljóp fram í kinnar ívars. Nú skildi liann. Skipstjóra var alvara. Öll þreyta hvarf, hann rétti sig upp, bókstaflega stækkaði. „Já,“ svaraði hann. „Ef þér þorið að leggja skipið i hættu, þá skal cg gera það, sem eg get. Eg þekki raunar hvern hólma og sker hérna, en bara að það væri svolitið bjartara . . .“ Skipstjóri klappaði honum á öxlina. „Líklega ert þú yngsti hafnsögumaður, sem nokkurntíma hefir sigll skipi hér inn i slíku veðri. Ein það er ekki um neitt að velja. Við reynum í drottins nafni.“ tvar lók sér stöðu hjá þeim, sem stýrði. Augun tindruðu. Metnað hafði liann erft eftir föður sinn. Hann ætlaði að sýna, hvort hann gæti ekki það, sem honum væri treyst til. Hann hvessti augun út í sæ- rokið og myrkrið, ýmist á stjórnhorða eða hléborða. Bláu og mildu barnsaugun hans urðu hvöss og hörð eins og hann væri gamall sjójálkur. „Eg held, að við eigum að slá svolitið undan,“ sagði hann, hálfhikandi, „þar á leiðin að vera.“ En þegar liann fann að skipið hlýddi aðeins li o n u m , óx honum sjálfstraust. Metnaður, heimþrá og ákafi gripu hann, og hann skipaði fyrir, hált og hvellt og hiklaust, þessi litli hafnsögumaður. Hann fann til þess, þar sem hann stóð uppi á brotnu þilfarsbrún- inni og liélt sér í stögin, að margir menn áttu lif sitl undir honum komið. „Eilt strik meira á hlé! Þar er sundið.“ „Heldurðu að þelta takist, drengur?“ „Já, já. Lina frá Strönd sigldi þessa leið í fyrra. Hún var fullhlaðin og risti dýpra en við. — Sláið undan! Við verðum að sigla í hlé við langa skerið þarna. Bétt hinu megin við það er grunn, en yfir það verðum við að fara, það er ekki um annað að gera. Vona hara að kvikan beri okkur yfir það. Hana nú! Þar fór sjóhatturinn. Belur á stjórnhorð! Við verðum að komast yfir . . .“ Nú var siglt svo, að skipið sat í grænni löðurtótt. Það hvein og söng í liverju handi, og skipið flaug áfram og dansaði á öldunum. Allt í einu hrökk fram- seglstaugin, og seglið flaksaðist fyrir veðrinu eins og risastór vængur. „Höggvið það fyrir borð,“ öskraði skipstjóri. Hásetarnir voru handfljótir að hlýða skipun hans. Seglið flaug eins og skot i rökkrið og hríðina. En það var búið að gera sitt gagn. Það hafði átt sinn þátt í að lyfta skútunni á fjallhárri öldu yfir grunnið. Þegar kvikan reið undir, hjó skútan snöggvast niðri. Hún lók viðbragð og nötraði stafna á milli, en lil allrar hamingju skreið hún þó af grunninu slysa- laust, en borðstokkafull af sjó. „Ætlarðu að sigla skipið i kaf, strákur?" hraut út úr skipstjóra. Hann var fölur á vangann. „O-nei, nú er engin hælta á ferðum,“ sagði ívar hlæjandi. „Nú erum við komnir inn fyrir. Hér er ládauður sjór fyrir innan skerin, ekki alda fremur en á vatnsfötu í eldhúsinu heima. Nú erum við rétt komnir heim.“ Það var ekki furða þó að yrði uþpi fótur og fil i kotinu hjá henni Önnu Maríu í Hólmi, þegar barið var að dyrum í birtingu á sjálfan jóladagsmorgnn. Hún lá í rúminu nývöknuð, með yngstu börnin tvö, silt hvoru megin. Hana hafði verið að dreyma brúna hesta, sællega og Jjónfjöruga. Það veil alltaf á gott. Skipstjóri fvlgdi ívari sjálfur í land og sagði móður hans frá afréksverki hans. „Það er áreiðan- legt, að við lægjum allir á mararbotni núna, ef ívar liefði ekki tekið að sér stjórnina," mælti hann. „Enginn annar um horð rataði inn, og auk þess var kominn leki að skipinu, svo að það hefði ekki l'lotið lengi í þessu veðri.“ „Það var guð, sem bjargaði ykkur,“ sagði Anna María hrærð og rjóð af gleði, og strauk uni kollinn á drengnum sínum. „ívar hefir bara verið verkfæri í hendi hans,“ hælti hún við. „Satl er það,“ ínælli skipstjóri brosandi. „En þó að liraustur og hugprúður drengur sé ekki annað en verkfæri guðs, þá mega bæði mamma hans og ættjörð vera stoltar af honum.“ Viku síðar lagði „Máfurinn" aftur í haf. Var þá húið að gera við mestu skemmdirnar eftir óveðrið. Ivar varð eftir. Skipstjóri liafði komið því lil leiðar, að hann mátti vera heima, það sem eftir var vetrar, og jafna sig. Síðan ætlaði útgerðarmaður „Máfsins“ að kosla liann í sjómannaskóla. Þegar skútan sigldi framlijá Hólminum, stóð Ivar á bryggjunni með systkinum sínum og leikbræðr- um. „Máfurinn“ kvaddi hann með fánanum, og skipsmenn hró]iuðu dynjandi húrra. Þelta var meiri sæmd en litli hafnsögumaðurinn gal risið undir svona óvænt. Þessi kjarkmikli, djarfi drengur fór að hágráta.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.