Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 10

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 10
8 ]ólabók Æskunnar 1936 Jackie Cooper sem knattspyrnumaður Öll kannist þið sjálfsagt við Jackie Gooper, leikarann litla. t’arna sjáið þið mynd af honum, og er hún tekin úr kvik- mynd einni. Hann leikur þar ameriskan knattspyrnumann. Én amerísk knattspyrna er frábrugðin þeirri, er við þekkjum. Er hún eins- konar sambland af fótbolta, handbolta og glimu. Einkennilegt er að sjá flokkana krjúpa hvorn á móti öðrum. Áhorfendur sjá þá aðeins ofan á bökki, hvítklædd með stórum númerum á. Knattspyrnumennirnir bera þykka leðurhjálma á iiöfði, og leð- urhlifar nota þeir til að hlífa hnjám og oinbogum. Og svo hefst Ieikurinn, og allt kemst, að þvi er virðist, á mestu ringul- reið, og brátt sjá áhorfendur piltana kútveltast á jörðunnj, hvern um annan þveran. — En ef til vill kannast sum ykkar við þennan leik og hafa séð liann i Bió. Jane With ers Jane Witiiers er nýtt undrabarn i heimi kvikmyndanna — en fyrir- hafnarláust hefir hún ekki lilotið frægð sina. Þrátt fyrir ótvíræða og á- gæta hæfileika, varð hún að berjast við mikla erfiðleika, uns hún að lok- um fékk að ieika í kvikmynd. Jane er 9 ára gömul. Hún er frá bænum Atlanta i fylkinu Georgia í Bandarikjum Norður-Ameriku. Sex ára gömul lék hún opinberlega og las upp í útvar]) i Atlanta, og þótti gjöra hvorttveggja afburða vel. En það er langt frá Atlanta til Hollyvood, kvikmyndabæjarins fræga á Kyrrahafs- strönd. Og þegar Jane kom þangað, sex ára gömul, hafði frægð hennar ekki farið jafn hratt yfir og hún sjálf. Nú byrjaði nærri því vonlaus bar- átta hjá litlu telpunni, að fá að leika, þó ekki væri nema eitthvað ofur- lítið í einhverri kvikmynd. Jane söng Ijómandi vel og dansaði ágætlega, auk þess var hún allra mesta herinikráka, og gat hermt svo vel eftir ýmsum frægum leikkonum, að fólk veltist um af hlátri, og er það mjög sjaldgæft um barn á hennar aldri, að geta hermt svo yel eftir. En ekkert dugði. Enginn þurfti á lcik liennar að iialda. Hún missti samt ekki kjarkinn. David Buttler, liinn frægi leikkennari, var i þahn veginn að gera kvikmynd. í þeirri mynd átti Shirley Temple að leika aðalhlutverkið. Nú fóru þær Jane og móöir lienriar, livað eftir annað á fund Buttlers, en hann vildi livorki sjá þær né lieyra. Loks voj-u þær svo heppnar að hitta mann nokkurn, Byan að nafni. Vann hann þarna i skrifstofu Buttlers og átti að velja ýmsa leikara i nýju kvikmyndina. Hann gaf sér tima til að setjast niður og horfa litla stund á Jane, eftir- hermur liennar og allar hinar skringilegu fettur hennar og brettur. lín ekki var stundin löng. Hann hljóp út úr herberginu á í'und Buttlers. Hann hafði uppgötvað Jane Withers, og nú leiö ekki á löngu, þar til hún fekk að leika í kvikmynd. Ifún lék ókurteisu og óþægu stelpuna í )>Hrokkinhærð«, sem sum ykkar, er búa hér í Reykjavík, muna vafalaust vel eftir. Erægð Jane Withers barst nú út um lieiminn. l'ólk i Banda- rikjunum og víðsvegar að skrifaði henni og dáðist að leik hennar. Og siðan liafa verið gerðar kvikmyndir fyrir liana eingöngu, þar sem hún leikur sjálf aðalhlutverkin. M. J.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.