Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 12

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 12
10 ]ólabók Æskunnar 1936 Til æskunnar (Aður óprentaá) Pú frjálsa, glaða, æskan unga, sem átt þér blóm uið sérhvert spor, þú lífgjar elliþregtta, þunga, þitt óðal heitir tjóssins vor. I>ú léttum vængjum loftið klýfur og lcitar inn i draumaskóg, um undrageima sæl þú svifur, samt fær þin löngun aldrei nóg. livcr meira gleðigulli safnar, hvar glæsilegri vonin rís, liver er sú urt, sem ekki dafnar, i æskulífsins paradís? Olina Andresdóttir Þarna lágu stórir steinar hringinn i kring, og bangsi tók sig nú til og reif ])á upp og rogaðist nieð ])á í fanginu lieim að grenisdyrunum og lirúgaði þeim yfir þær. Nú kom honum í góðar þarfir, livað hann er sterk- ur, enda sparaði liann ekki kraftana. Hann var nú að rogast með síðasla steininn, og brosti út að eyrum af ánægju yfir því, hvernig hann léki nú á tófu- skömmina. En allt i einu heyrðist honum einhver hlægja í hálfum hljóðum á hak við hann. „Hver getur þetta verið,“ luigsaði bangsi, og sneri sér við. Það var tæfa litla og enginn annar. „Góðan daginn, bangsi gamli," sagði liún. „Skelf- ing varstu vænn að lijálpa mér með þetta. Eg þurfti endilega að byrgja |)essar dyr, því að |)að er svoddan ólukku súgur í gegnum þær, og eg er farin að þola hann svo illa, skal eg segja þér.“ Hangsi góndi á læfu alveg steinliissa, og ætlaði hvorki að (rúa augum né eyrum. Svo rumdi hann af vonslui, tók upp heljarstóran slein og lienli í hana, en hún skaust undan og hvarf, eins og jörðin hefði glevpt Inma. En hangsi sá, hvar hún hvarf, og skildi nú, að tvö op mundu vera á greninu. Hann fór nú að leila þar og snuðra, og' fljótlega fann hann opið. En nú var bangsi orðinn svo reiður, að hann gat ekki látið sér nægja að hyrgja tæfu inni, hann vildi ná í hana og lúskra henni til að svala sér. „Fyrst þú gast grafið þig út hér, þá gel eg líklega grafið mig þar inn,“ drundi hann. „Eg hef líklega ekki minni lcrafta i kögglum en þú, óbermið þitt.“ Og svo fór hann að grafa og grafa i vonsku og þeytti upp heilum skafli af mold og grjóti. Og liann urraði og rumdi og tautaði við sjálfan sig um, hvernig liann skyldi nú fara með tæfu, þegar liann næði henni. Auðvitað ætlaði hann að kreisla úr henni liftóruna, en ])að var nú það minnsta. Jarðvegurinn var harður og erfiður að grafa, en hann lét ekki undan. En hvað var nú þetta? Það var einhver úti fyrir aftan hann, sem fór nú að berja liann i rassinn. „Æ, æ, æ,“ veinaði bangsi. „Æ, æ, hættu þessu.“ Og hann ætlaði að rykkja sér út aftur, en það var ekki svo þægilegt, holan var svo þröng. Auðvilað var það tæfa, sem var að lumbra á hon- um. Þegar hún sá, að bangsi mundi vera búinn að grafa sig fastan í greninu ,])á skaust hún út, náði sér i vænan lurk og lét hann nú dansa um bakhlut- ann á bangsa og dró nú ekki af kröftunum. „Eg skal dusta úr ])ér rykið, bjáninn þinn,“ skrækti hún. „Eins og það sé nokkur mynd á að brjótast svona inn lijá skikkanlegu fólki! Eg skal kenna þér að drepa á dvr, grevið mitt!“ „Bim—bam—bam.“ Lurkurinn liamaðist, og bangsatetur ætlaði aldrei að komast aftur á bak út úr hoiunni. Loksins slapp liann út. En það var sjón að sjá liann. Allur úfinn og tættur og leirugur og augun full af mold, svo að hann gat naumasl oj)nað þau. Og svo sárverkjaði hann í afturendann undan öll- uní höggunum. En lúð versta var, að þarna stóð tæfa og veltist um og hló að honum, en hann gat ekki náð i hana til að lumbra á henni. Og svo mundi sagan um þessar ófarir undir eins berast um allan skóginn, og öll dýrin gera gys að honinn fyrir að liafa nú látið tæfu leika á sig einu sinni enn. Bangsi gamli lötraði lieim á leið, stynjandi og vælandi. Hann var sneyptiir í meira lagi. „Alltaf fer þetta á eina leið,“ nöldraði liann. „Það eru nú meiri klókindin i þessari ólukkans tófu. Kraftarnir koma mér að engu lialdi við hana. „Og hverjum gat líka dottið í hug, að lnm liefði tvennar dyr á bænum sínum!“ „O, jæja, ])að er lítið gagn að kröftunum, þegar ekkert vil er í kollinum, bangsi minn,“ gelli læfa á eftir honum. G. Guðjónsson þýddi lausl.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.