Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 13

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 13
1936 ]ólabók Æskunnar n Kirkjuferðin Norsk saga „Hér eru niörg! Hérna er heil ijreiða. Lítið þið bara á fjólurnar og blágresið.“ Það var liópur af krökkum að tina blóm i skógar- rjóðrinu. Telpurnar tíndu helst blágresi og fjólur, en drengirnir vildu beldur ná i mjaðarjurt og brafna- klukkur, af því að stilkarnir voru haldbetri. En annars máttu börnin tína allar blómategundir, sem þau fundu. Það veitti ekki al' að fá sem mest. Það þurfti mikið af blómum, til þess að þekja allt kirkju- gólfið, frá dyrum og alla leið inn að altari. En á morgun ællaði Elsa María að gifta sig, og það var þess vegna að kirkjan átli að verða blómuin skreytt. „Hér er nóg af þeim,“ sögðu telpurnar. „Og allir, sem tina blóm, fá að fara til kirkjunnar og liorfa á,“ lirópaði Hlíf frá Lundi fagnandi. Komum við til kirkju klædd í silkifötin blá, gullsaumuðum skónum göngum við á. Brúðurin er fögur og fín, fannhvítt ber hún brúðarlín, og brúðarmeyjar bjartar, tólf, hlómum skreytt er kirkjugólf. Komum við til kirkju. Einu börnin, sem ekki tóku undir sönginn, voru tvær litlar telpur frá Skógarkoti. Þær voru bæði fölar og magrar og fátæklega búnar, og gengu berfættar. Móðir þeirra var ekkja og álli fyrir þrem börnum að sjá, svo að það var ekki mikið banda liverjum, að minnsta kosti ekki til fata. En telpurnar frá Skógarkoti voru kunnugastar í skóginum og gátu vís- að hinum börnunum á bestu blóma- staðina, þar sem mest é>x af fögrum blómjurtum. Og þess vegna eltu bin börnin berfættu telpurnar. „Eg vil líka fá að fara til kirkjunn- ar á morgun og sjá brúðlijónin,“ liróp- aði Sigriður litla frá Skógarkoti. „Ef albr fá að fara, sem tína blómin, þá vil eg fara líka.“ „Uss,“ sagðieldrisystirin. „Yiðeigum enga skó, svo að við getum ekki farið.“ „Við þurfum enga skó, því það er sumar,“ sagði Sigga. Allur barnabópurinn leit upp og borfði forviða á Siggu litlu. „Heldurðu, að það þurfi ekki skó til kirkjunnar ?“ lirópuðu þau, hvert í kapp við annað. „Það er beldur ekki víst, að rúm verði fyrir alla,“ sagði Þrúða frá Gunnarsstöðum þóttalega. „Ættingj- arnir verða látnir ganga fyrir öðrum. Pabbi Þrúðu var fjórmenningur við brúðgumann. „Maður getur ekki farið í brúðkaup, ef manni er ekki boðið,“ sagði Gerða frá Dal. „En þeir, sem tína blómin, eiga að koma, og við Hilda böfum tínt mest og visað á þau,“ sag'ði Sigga. „Þegiðu, Sigga,“ sagði Hilda, bálfsneypt. „Við skulum ekki vera að telja eftir, þó að við böfum hjálpað krökkunum." Hilda litla var lirædd um ,að börnin mundu reið- ast og lilaupa brott, en það var svo undur gaman að vera með svona mörgum kátum krökkum, úti i skóginum, enda þótt maður fengi ekki að fara í neitt brúðkaup. En nú var Sigga litla orðin l)álreið. Hún fleygði

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.