Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 14

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 14
12 Jólabók Æskunnar 1936 blómvendinum sínum í Hildu, fór að liáskæla og liljóp í burtu. „Krakkaskammirnar! Vonda Hilda, sem tók öll blómin. Vonda mdmma, sem gefur mér enga skó! Allir vondir, vondir!“ Sigga litla fleygði sér niður á milli þúfna, og reif og sleit upp mosann og lyngið og þeytti því í allar áttir. „Óhræsin ykkar! Þið eruð öll vond!“ „Hvérs vegna ertu svona reið?“ spurði glaðleg rödd rétt fyrir aftan Siggu. Sigga litla lirökk við og settist upp kjökrandi. Hún sá frammi fyrir sér pilt og stúlku. Þau voru bæði ung og brosleit, héldust í hendur, horfðu á Siggu, og nú fóru þau að hlægja. „Þú mátt ekki rífa upp allan skóginn,“ sagði unga stúlkan. „Fyrst eg fæ ekki að fara í brúðkaupið, þá skal eg rifa allt,“ sagði Sigga ólundarlega. „Fær þú ekki að fara í brúðkaupið?“ spurði pilt- urinn. „Nei,“ svaraði Sigga, „]iað fæ eg ekki,“ og nú fór hún að hágráta að nýju. „Óhræsið hún Hilda hefir vísað á alla bestu blómastaðina okkar.“ „Hvers vegna fær þú þá ekki að fara?“ spurði stúlkan. „Krakkarnir, sem tína hlómin, fá allir að fara,“ svaraði Sigga. „En við, sem áttum blómin, við fá- um það ekki.“ „Hvernig stendur á því?“ „Það er auðvitað krökkunum að kenna, og svo þeim, sem eiga brúð- kaupið.“ Pilturinn og stúlkan fóru nú hæði að skellihlæja. „Komdu niður að bugðunni á veginum við skógarbrúnina, á morgun fj'rir klukkan eitt, þá skal eg sjá svo um, að þú fá- ir að fara í kirkjuna,“ sagði nú stúlkan. „Þekkir ]jú brúðina?“ spurði Sigga. Nú hlógu þau bæði aftur, og pilturinn tók utan um stúlkuna. „Eg þekki hana ennþá hetur,“ sagði hann sposkur. „En liafið þið nú mikið af hlómum, þvi að þá verður hrúðurin glöð.“ Þau hlógu hæði og leiddust síð- an niður veginn. En frá því i bíti morguninn eftir, sátu tvær litlar telpur niður við vegarhugðuna. Þær sátu á steinum i sólskininu með fangið fullt af hálfvisnuðum fjól- um og allskonar hlómum. Þær sátu þegjandi og störðu stórum augum niður á veginn, sem lá heim að Holti, þar sem brúðurin átli heima. Og nákvæmlega klukkan eitt, eins og unga stúlk- an hafði sagt, komu margir vagnar alcandi, og fremstur var stór, dökkur vagn, húinn blómum og skrauti, með hvítum fákum fyrir. Og í vagninum sat hrúðurin hvítklædd og hrosandi innan um alla hlómadýrðina. Brúðarvagninn staðnæmdist við stein- inn, sem litlu stúlkurnar frá Skógarkoti sátu á, og Emil, vinnumaður í Holti, veifaði til þeirra og lyfti þeim því næst upp og lét þær setjast í sætið við hliðina á sér. „Nú ökuiri við til hrúðkaups," sagði hann. Og áður en telpurnar gátu áttað sig, fór vagninn aftur af stað. Sigriður og Hilda vissu siðan varla, livað gerðist. En Emil dró þær með sér í gegnum mannþröngina og setti þær á bekk, innarlega i kirkjunni, þar sem þær sáu allt og heyrðu. Organtónarnir ómuðu, líkast því og þegar vindur þaut í skóginum heima hjá þeim, og fólkið söng og söng. Brúðurin gekk á snjóhvítu klæði, sem allt var hlómum skreytt. En þegar brúðguminn kraup við hlið hennar við gráturnar, þá hnippti Sigríður allt i einu í Hildu, því þá þekkti hún, að þetta voru pilturinn og stúlkan, sem liún hafði hitt í skóginum, daginn áður.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.