Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 16

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 16
14 Jóiabók Æskunnar 1936 vinnu við sjálfa yirkjunina. Og þegar henni er lokið, opnast nýir möguleikar, við iðnað o. fl. Áður en byrjað var á sjálfri virkjuninni, þurfti að vinna mikið og vandasamt undirbúningsverk. íslenskir og útlendir verkfræðingar mældu og reikn- uðu, áætluðu og teiknuðu, margar vikur og marga mánuði. Þeir þurflu að rannsaka, livar heppilegast væri að virkja, hvernig best yrði að liaga virkjun- inni, livað hún mundi kosta og hve mikil raforka gæti íengist. Ilvert atriði, sem að verkinu lýtur, smátt og stórt, var nákvæmlega athugað og áætlað. — Þá þurfti að afla peninga til framkvæmdarinnar, fá þá að láni, því að íslendingar eiga ekki miljónir á takteinum að leggja í stórfyrirtæki. Sogsvirkjunin á öll að kosta um s j ö miljónir lc r ó n a. Borg- arstjóri Reykjavíkur fékk þessar miljónir að láni í Svíþjóð, og þaðan eru keyplar helstu vélarnar í risa- stöðina við Ljósafoss. Hann samdi einnig við danskt verkfræðingafirma, Höjgaard & Schultz, er tók að sér að framkvæma sjálfa virkjunina fyrir ákvæðis- verð. Jafnframt því, sem unnið var að þessum undir- búningi, var lagður breiður og vandaður akvegur að Ljósafossi. Frá Reykjavík liggur þjóðvegur aust- ur yfir Hellisheiði, yfir brú á Soginu rélt ofan við þar sem það mætir Hvílá, upp í Grímsnes og Bisk- upstungur. Ljósafossvegurinn liggur út af þeim vegi rétt ofan við Sogshrú, upp með Soginu að austan. Síðar á að lengja hann, svo að hann nái upp á Þing- völl. Hengibrú var sett á Sogið 1904. Hún þótti ekki nógu sterk til að bera þungann, sem flytja þarf að Ljósafossi. Yar hún þvi tekin Jjurt, flutt upp í ó- hyggðir og sett á Hvítá skammt frá Hvítárvatni. En ný og sterk steinbrú var sett á Sogið. I fyrra vor (1935) var svo Jjyrjað að vinna að sjálfri virkjun Sogsins. Margir tugir manna unnu við liana i allt fyrra sumar. Þar var unnið í allan fyrra vetur og allt síðastliðið sumar. Ennþá vantar mikið á að verkinu sé lokið. Verður lialdið áfram í vetur og næsta sumar, en að liausti er gert ráð fyrir, að lokið verði þessari stórfelldustu framkvæmd, sem enn hefir verið ráðist í á Islandi. Þarna eru unn- in mörg Jiandtök og mikið vélastarf, áður en öllu er lokið og afli Sogsins veitt eftir vírþráðum til Rcykja- vikur. Nú vil eg leitast við að gera ykkur ljóst, i Jiverju þessi mikla vinna liggur, eftir þvi sem það er hægt i stuttu máli og með tómum orðum. I fyrra sumar var unnið að þrennu jafnhliða: Að flytja efni og áhöld austur að Ljósafossi, að vinna þar að sjálfri virkjuninni, og að leggjá liáspennu- linuna, sem rafstraumurinn á að fara eftir frá Ljósa- fossi að Elliðaárstöðinni við Reykjavík. Vörubílastöðin Þróttur í Reykjavílc tók að sér áð sjá um alla flutninga austur fyrir ákvæðisverð. Er flutt á sterkmn vörubílum, og sumir Joílarnir draga auk þess vöruvagna. Háspennulínan austur er 45 km. löng. Hún livílir á tréstólpum, sem eru Jjæði miklu liærri og meiri um sig en símastaurar. Stólpar þessir standa tveir og tveir saman, en sumstaðar fjórir, og er járngálgi á milli þeirra. Sjálfir leiðsluvírarnir lianga i postu- línseinangrurum neðan í gálgunum. Þetta eru afar- gildir koparvirar, 9 mm. eða hér um bil 1 cm. i þver- mál, og í þá hafa farið ein 63 tonn af kopar. Þessi lína var fullgerð sumarið 1935, og siðan hefir hún verið notuð til þess að flytja rafstraum öfuga leið við það, sem henni er ætlað að gera i framtíðinni. Með öðrum orðum: hún flytur straum frá Elliðaár- stöðinni til Ijósa og vinnuvélaorku við Ljósafoss, meðail á virkjuninni stendur. En í framtíðinni á þessi lína að flytja orkuna úr Ljósafossi til Reykjavíkul■, með 60 þúsund volla spennu, cn það er tíföld sú spenna, sem er á aðallínunni frá Elliðaánum til Reykjavíkur núna. Við þá línu getur sannarlega staðið með fullum rökum: „Iláspenna, lifshætta!“ - Þessi lína kostar úm liálfa miljón króna. Austur við Ljósafoss er aðalverkið unnið. í fyrra voru reist þar nokkur bráðabirgðahús handa verka- mönnunum að búa í, en sumir búa i tjöldum á sumrin. Gerð var bráðaljirgðastífla til þess að bægja Soginu frá austurbakkanum, meðan þar er unnið að grefti og sprengingum, byggingu stöðvarhúss o. l'l. Annars skal eg nú geta þess lielsla, sem fram- kvæmt er við fossinn. Sterkur og mikill stíflugarður úr járnbentri stein- steypu er scttur i Sogið, rétt ofan við brúnina á Ljósafossi. Á þeim garði verða þrjár botnlokur, til að hleypa vatninu gegnum, þegar þörf gerist. Hver jieirra fyrir sig er 3,5 m. á hreidd og 4 m. á lengd. Uppi á garðinum verður Iiús fyrir útbúnað til að lireyfa lokurnar, og á það að Jcosta 22 þús. kr. Vcrða lokurnar sumpart hreyfðar með handspili, en sum- part með rafmagnsspili. — Fyrst er Jjyggður eystri heliningur slíflugarðsins, og verður vatninu bægt frá á meðan með bráðabirgðastiflu og látið falla um vesturhluta farvegsins. Síðan er gerð bráðahirgða- stífla að vestan og vatninu Iileypt gegnum botnlok- urnar og pípurnar niður að vatnsvélunum, meðan vesturhehningur garðsins er steyptur. Ofan við stiflugarðinn myndast uppistöðulón mikið, og úr því á vatnið að fara gegnum tvær pipur, sem liggja á austurbakka árinnar, við hliðina á foss- inum, niður í stöðvai'húsið. Þessar pípur verða úr tré, geysilega viðar, eða 3,5 m. í þvermál. Þær verða

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.