Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 17

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 17
1936 ]óiabók Æskunnar 15 70 m. langar, og hver metri í þeim kostar 500 krónur, eða 70 þúsund krónur báðar pípurnar. Fyrir pípumunnunum, þar sem vatnið rennur inn í þær úr lóninu, verða grindur úr járni, til þess að varna þvi, að ís og annað, sem skemmt getur vél- arnar, fari inn i þær. Fyrir innan grindurnar verða lokur fyrir pípunum, svo að liægt verður að loka og opna fyrir vatnsstrauminn eflir þörfum. Sjálft stöðvarhúsið stendur á austurbakka árinnar, neðan við fossinn. Þar eru vélarnar, sem breyta eiga afli fossins í raforku, sem farið gelur eftir virþráð- um til Reykjavíkur og orðið þar að hirtu, hita og starfsorku. — Fpssinn á að geta lagt lil 25 þúsund hestöfl, þegar hann er fullvirkjaður. En fyrsl í stað verða aðeins nytjuð 10 þúsund hestöfl. Þessi orka vcrður tekin með tveimur vatnsvélum, sem vatns- Jnýstingurinn úr pípum þeim, er að framan getur, knýr áfram. Vatnsvélarnar knýja svo sinn rafalinn iivor, en rafall er vélin, sem ijreytir vatnsorkunni i raforku. Auk þessara fjögra stórvéla verða í stöðvarhúsinu tveir vatnslokar og tveir spennar, auk smærri véla. En allar vélarnar í þessu eina stöðvar- húsi kostuðu samtals dálítið meira en eina miljón króna. Spennarnir í stöðvarhúsinu liækka spenmma frá rafalnum í 60 000 volt, og sú spenna verður á lín- unni niður að Elliðaám. Þar er verið að reisa spennu- stöð, sem lækkar spennuna í 6000 volt, og í bæniun verða hér og þar spennistöðvar, sem lækka liana í 220 volt, eins og er á bæjarlínunum. Þetta eru þá í stuttu máli þær framkvæmdir, sem verið er að gera austur við Ljósafoss. En það er ekkert smáræðis umrót, sem gera þarf, áður en þær eru allar komnar í kring. Það þarf að gera skurði og grafa fyrir pípunum og stöðvarhúsinu. Það þarf að sprengja sundur stórar klappir. Eg skal rétt til gamans geta um það, að allt, sem grafa þarf í sam- bandi við virkjunina, er fast að 20 000 teningsmetrar. Og grjótið, scm þarf að sprengja sundur, er rétt um 15 þúsund teningsmetrar. Þá verður framleitt ekki svo litið af stéinsteypu, bæði járnbentri og án járns, eða samtals um 9000 teningsmetrar. Nii legg eg til, að lesendur Æskunnar mæli og geri sér ljóst, hvað einn teningsmetri er stór, og reyni svo að gera sér i hugarlund, hvílík bákn hér er um að ræða. Enn er ekki unnt að segja með vissu, hvað Reykjavikurbær gerir mcð alla þá raforku, sem Ljósafoss leggur lionum til. En nokkuð af henni verður að nota til ljósa i borginni, og til að sjóða við mat bæjarbúa, svo að ekki þurfi að kaupa lit- lend kol til þess. Ef til vill verður horgin lika hituð að einhverju leyli með rafmagni. Þó er fremur ráð- Sólblik á himni Sólblik á himni, helgiblær i lundi. Drcymandi segl út’ á sundi. Lár-blööin grængljá, grenibarrið angar. ■— Lengst inn í skóg-göng mig langar. Furur gnæfa himin hátt, horfi ég á loftið blátt, milli grænna greina. — Gróður-milt er júní-loftið hreina. Gatan min breikkar, bráðum fiiui ég rjööur. Bekkurinn er langþregttum góður. Óuænta gleði! — Ungur sveinn min beið! — Ungur sveinn hjá rós-viðnum beið! ]akobina )ohnson Frú Jakobína Jolinson var á ferð hér á íslandi í fyrra suinar (1935). Er hún islensk skáldkona og á lieima i borginni Seattle i Washingtonfylki í Bandarikjunum. Ungménnafélögin islensku gengust fyrir ]ivi, að frú Jakobinu var boðið heim, og dvaldist lnin hcr sumar- langt. Hafði hún eigi séð ættjörð sina, síðan hún var 7 ára gömul, ]>á fluttist hún vestur um haf, en nú er liún rúmlega fimmtug að aldri. Flestir lesendur Æskunnar niunu hafa heyrt getið um frú Jakobínu. Hún hefir orkt mörg fögur kvæði bæði á íslensku og ensku, ])ar á meðal ýms ágæt barnaljóð. Eitt beirra „Aladdin", birtist i Jóla- bók Æskunnar i fyrra, og munið ])ið sjálfsagt eftir þvi. Jakobina Jolinson er sannur íslendingur, og liefir unn- ið Islandi og íslcnskri tungu állt það gagn, er hún hefir mátt, ])ar vestra. llún hefir ])ýtt mörg islensk leikrit og haldið fjölda fyrirlestra um Island. Gegnir furðu, hve vel hún er að sér í íslensku og islenskum bókmenntum, og véra ])ó barn að aldri, er liún fór til Vesturheims. Frú Jakobína er sjö barna móðir, og er myndin hér að ofan af henni og Stefán, yngsta syni hennar. M .

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.