Alþýðublaðið - 03.04.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1923, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ AlþýðaiiraÐðgerðin framíeiðir að allra dómi beztu toauðln í bænum, Notar að eins bezta mjöl og hveiti frá þektum eilendum mylnum, og aðrar vörur frá iielztu firmum í Ameríku, Englandi, Danmörku og Hollandi. Alt efni til brauð- og köku- gerðar, smátt og stórt, eru beztu vörutegundirnar, sem á heimsmarkaðinum fást. Útsalan á Langaveg 114 er hsett að selja brauð frá Alþýðubrauðgerðinni. Lá við strandi. þeir taka fullorðnum í sömu er- indum. Ég vona, að þeir virði áhuga þeirra og iáti þau ekki að ástæðulausu synjandi frá sér tara eða að minsta kosti særi ekki tilfinningar þeirra í orði eða verki. Börnin muna lengi, hvernig komið er fram við þau. Andbanningar hafa haldið því fram, að templarar hafi unnið gott verk, áður en baimlögin gengu í gildi, og það hefðu allir átt að styrkja. Nú eru bannlög- in að engu orðin í framkvæmd og nauðsyn ekki síður en áður að vinna á móti áfengisnautn (ekki sízt unglinga). Gefst and- banningum þvf tækifæri að sýna í verki, að þeir meintu það, er þeir sögðu, og er ég reiðubúinn að taka á móti styrk frá þeim til st. Unnar og jafnreiðubúinn að sækja hann sjálfur, ef þess er óskað. Ég vona, að starfið fyrir æskulýðinn eigi marga velunn- ara og megi Unnur njóta góðs af. Reykjavík, 29. marz 1923. Magníis V. Jóhannesson, gæzlum. st. Unnar. UmdagmnogveyiDD. Jafnaðarmannaí'élagið heldur fund annað kvöld kl. 8 í húsi U. M. F. R. við Laufásveg: Finnur Jónsson segir fréttir af ísafirði. Guðm. Jónsson frá Narf- eyri segir fréttir úr Stykkishólmi. Rætt verður um trúarbragðá- kenslu í skólunum. Fiskiskipin. Á laugardag komu af veiðum Tryggvi gamli með 50 töt lifrar og Hilmir með 60 föt. Á páskadag komu Apríl með 90 og Geir með 25 föt (var með bilaða vindu). í gær og í nótt komu Skúli fógeti með 50 föt, Leifur heppni með 65 föt, Gulltoppur með 80 föt, Gylfi með 83 föt, Belgaum með 50 íöt og Egill Skallagrímsson með tæp 60 föt. Drnknun. Á ísafirði vildi það sorglega slys til um bænadag- ana, að sjómaður nokkur, Bjarni Elíasson að nafni, hvarf aðfara- nótt skfrdags, en á föstudaginn langa fundu unglingar hann drukknaðan í báti, hálffúllum af sjó. Sagt er, að maðurinn hafi verið ölvaður, er hann hvarf. Mannalát. Látinn er á skírdag. að heimili sfnu Bergstaðastræti 64 Guðbrandur Finnsson sjó- maður roskinn maður, tengda- faðir Þorsteins Sigurðssopar kenn- ára; var hann einn þeirra, er Hákon kom inn með veika um daginn. Á föstud. andaðist Jónas Steinsson trésmíðanemi, efnis- maður nálægt tvítugu, mágur Ingólfs Jónssonar stud. jur. Með Goðafossi kom sægur farþega að norðan og vestan. Meðal þeirra voru Finnur Jóns- son póstmeistari frá ísafirði, Magnús Jónsson múrari og kona hans frá ísafirði í kynnisför til ættingja sinna hér, Karl O. Run- ólfsson prentari, er dvalist hefir á ísafirði í vetur, og margir fleiri. „Yikingarnir á HálogaIandi“ verða leiknir í kvöld. Vérða þeir ekki leiknir oftar f þessari viku sökum burtfarar eins leikaudans Frá Áðalvík er Alþýðublað- inu skrifað: >Vorveðrátta er nú hér. Snjór nærri því horfinn. Annars tíðinda]aust.< Huðmniidnr Jónsson frá Narf- eyri kaupfélagsstjóri í Stykkis- hólmi er staddur hér í bænum. Á annan í páskum kom hing- að enskur togari. Þegar hann kom inn að hafnargarðinum, ætlaði hann, að hafnarmynnið væri þar, sem garðurinn er hrunitin, því að háflóð var. En togarinn Apríl var rétt á eftir honum og' blés stöðugt honum til aðvörunar. Nam enski togar- inn þá staðar, áður en hann rendi á grunn. Það er algerlega óverjandi af hafnarstjórninni að setja ekki upp viðvörunarmerki á garðinn, þar sem hann er hruninn, til viðvörunar ókunnugum skipum. Einn 10 kr. og tveir 5 kr. seðiar töpuðust á laugárdaginn fyrir páska, Skilvís finnandi skili á Lindargötu 34, í kjallarann. Barnakerra til sölu á Vita- stíg 17. Hjálparstöð Hjúkrunarfélags- ins »Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5—6 e. — Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 «■ -- Laugardaga . . — 3—4 e. -- Auglýsið í Alþýðuhlaðinu! Ritstjóri og áhyrgðarmaður: Hallbjörn Halldórssön. Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar, Bergstaðastrasti 19.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.