Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1958, Blaðsíða 4

Æskan - 01.01.1958, Blaðsíða 4
ÆSKAN ÍSLENDINGA SÖGUR II. Gxmnar oé Hall^erður. — Hversu munt þú svara, ef ek bið þín? segir Gunnarr. Þat mun þér ekki í hug, segir hon. Eigi er þat, segir hann. Ef þér er nokkvarr hugr á, segir hon, þá finn þú föður minn. Siðan skildu þau talið. Njáls saga. Ekki vandsvarað. Kennari nokkur spurði dreng: „Hvað er rétt og hvað er rangt?“ „Það veit ég ekki,“ sagði drengurinn. „Ef hún móðir þin gefur lionum bróður þínum epli og þú hrifsar það af honum, hvað gerirðu þá?“ „Ég ét það,“ sagði drengurinn. Talið er, að um 300 tegundir af skjald- hökum séu til. Þær skiptast aðallega í þrjá flokka, landskjaldbökur, vatnaskjaldbök- ur og sæskjaldbökur. Skjaldbaka dregur nafn sitt af því, að hún er með skel á bak- inu og getur skriðið inn i hana og falið sig þar, ef hún verður fyrir árás. Á kviðn- um er önnur skel, sem fellur alveg að hinni, þcgar skjaldbakan hefur dregið inn fætur og haus. Bakskelin er samsett af 13 skeljum og mörgum randskeljum, sem allar vaxa með aldrinum og má á þeim sjá, livað skjald- bakan er gömul. Skeljar af mörgum slcjald- bökum eru cftirsóttar og eru smíðaðir úr þeim alls konar gripir. Huunæli Reykj avíkurblaðanna. Hér koma nokkur ummæli Reykja- vikurblaðanna um jólablað Æskunnar: Alþýðublaðið, 15. des. — Barnablaðið Æskan og Flugfélag íslands efna til mynd- arlegrar ritgerðasamkeppni barna og unglinga undir 15 ára aldri. Ritgerðaefn- ið er: Hvaða þýðingu hafa flugsamgöng- ur fyrir íslendinga? — Jólablað Æskunn- ar er vandað, fjölbreytt og skemmtilegt.. Margar greinar eru í ritinu, jólaleikir, myndir og annað gott lesefni fyrir yngri lesendurira. Morgunblaðið, 15. des. — Jólablað Æsk- unnar er nú komið út — og er eitt lrið fjölbreyttasta barnablað á Norðurlöndum. — Æskan efnir nú meðal annars til skemmtilegrar ritgerðasamkeppni fyrir börn. — Veitir Flugfélag ísiands nrjög góð verðlaun, meðal annars flugfar til Kaup- mannahafnar og heim aftur. Óhætt er að i'ullyrða, að margan unglinginn mun fýsa að freista gæfunnar og reyna rithæfileik- ana. Blaðið er hið vandaðasta að öllum frágangi og er ritstjórum til liins mesta sónra. Tíminn, 20. des. — Jólablað Æsltunnar er nýlega komið út, skemmtilegt og fjöl- breytt að vanda. Á forsíðu er litprentuð mynd af frægu málverki eftir málaranu Gitto di Bondone, sem uppi var fyrir sex hundruð árum. Efni blaðsins hefst á jóla- hugvekju eftir séra Jón M. Guðjónsson. Þá eru fjölmargar þýddar og frumsamdar sögur, smágreinar til skemmtunar, leikir, getraunir og fleira, sem hér yrði of langt upp að telja. En það, sem einna mesta athygli mun vekja í blaðinu, er, að Æskan og Flugfélag íslands efna til ritgerðasam- keppni fyrir börn. Vísir, 17. dcs. — Jólablað Æskunnar er nýkomið út, vandað og fjölbreytt að cfni að venju. Þjóðviljinn, 13. des. — Barnablaðið Æskan og Flugfélag íslands efna til glæsi- legrar ritgerðasamkeppni barna að 15 ára Minnsta bók heimsins. Minnsta bók hejmsins, — blaðsíðurnar eru ekki stærri en brennisteinn á eldspýtu —, þarf þolinmóðan lesanda. Hún er 4x3.75 millimetrar á stærð og á opnu blaðsíðunni cr hægt að lesa: Faðir vor. Lánaðu mér 100 krónur. Dóri flakkari mætti einu sinni Jóni kaup- manni á götu, og áttu þcir þá saman eftir- farandi samtal. Dóri: Reykir þú? Jón: Nei. Dóri: Drekkur þú? Jón: Nei. Dóri: Spilar þú peningaspil? Jón: Nei. Dóri: Ferðu oft i bíó, leikhús eða dans- leiki? Jón: Nei. Dóri: Ágætt er nú að heyra þetta. Þú getur þá lánað mér 100 krónur. aldri. Ekki er að efast um að börnin muni fagna þessu skemmtilega tækifæri og ekki láta standa á samkeppnisritgerðum. Jóla- blað Æskunnar er injög fjölbreytt og skemmtilegt. Auk stærri greina blaðsins cru margar síður, er flytja jólaleiki, mynrl- ir og ýmis viðfangsefni. Mjög skemmtilegt lesefni fyrir fólk á þeim aldri, sem Æskan er skrifuð fyrir. Skjaldbökur eiga langan feril að baki sér. Af þeim hafa fundist steingjörvingar, sem eru að minnsta kosti 175 ára gamlir. Versti óvinur landskjaldbökunnar er kuld- inn eins og allra skriðdýra. Hún er með „köldu blóði“ og liggur allan veturinn í dvala svo langt niðri i jörðinni, að frost ná henni ekki. Engar tennur hefur lrún og getur því ekki tuggið. En brúnirnar á skoltum hennar eru úr hörðu bcini og hár- hvassar, og neðri skolturinn fellur ná- kvæmlega upp í efri skoltinn. Skoltarnir eru því eins og skæri og þannig klippir lrún matinn ofan í sig og gleypir irvern bita. Skjaldbökurnar verða stærstar og fjölbreyttastar í Iiitabeltinu, en á íslandi, og í löndum með svipaðri veðráttu og kaldari, get þær alls ekki þrifizt. 2 J

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.