Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1958, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1958, Blaðsíða 6
ÆSKAN Það var í s Kaupmanna- höfn, sem þau ]■ Sören og Anna áttn heima. ]] því að annars komizt þið hvorki út úr Danmörku né inn í önnur lönd. Svo þurfum við að athuga, hvernig bezt muni vera að ferðast, Bezt er sennilega að fljúga rnestan hluta leið- arinnar." „Fljúga!“ hrópuðu bæði Sören og Anna í einu, og svo litu þau til mömmu. Hvað ætli hún segi við því? En mamma brosti bara og kinkaði kolli. Jú, það var í lagi. „Það eru aðeins þrjár vikur, þar til við leggjum af stað, svo að við þurf- um að fara að undirbúa okkur,“ sagði pabbi. Loksins rann upp hinn mikli dagur. Sören og Anna voru búin að fá sum- arfrí. Ferðatöskurnar stóðu þegar til- búnar inni í herberginu þeirra. En það var erfitt að sofna kvöldið fyrir hinn mikla dag, því að þau hlökkuðu svo mikið til ferðarinnar. Næsta morgun þurfti mamma þeirra ekki að vekja þau. Þau voru komin á fætur kl. sex og komin í ferðafötin, sem mamma hafði lagt fram fyrir þau. Þau höfðu varla tíma til að borða morgunmatinn. En loksins komust þau þó af stað. Þau stigu upp í hinn stóra vagn flugfélagsins á Ráðhústorginu og svo lá leiðin út á Amager til flugvallar Kaupmannahafnar. Börnin kipptust við, þegar þau sáu fyrstu flugvélarn- ar á flugvellinum. Furðulegt. Brátt mundu þau svífa hátt uppi í loftinu í einni þessara véla. Inni í hinum stóra afgreiðslusal flugstöðvarinnar var fjöldi fólks. En Sören og Anna eltu pabba og mömmu. Þau gengu að borði, sem á stóð Hels- ingfors og þar stóð tollvörður með borðalagða húfu á höfðinu. Hann spurði þau, hvað þau hefðu í ferða- töskunum og Anna byrjaði að romsa upp: „Þrjá sumarkjóla, eina götuskó, tvö pör af ilskóm, fjórar blússur... “ „Já, vina mín,“ sagði tollvörðurinn, „ég ætlaði bara að fá að vita, hvort þú hefðir nokkuð, sem ekki má fara með út úr Danmörku." En nú kom pabbi henni til hjálpar og þá gekk það fljótt. Allt í einu sagði rödd í hátalara: „Farþegar til Stokkhólms og Helsing- fors með SAS-vél á leið 494 eru beðnir að fara inn í vegabréfaskoðunina.“ Þá fóru þau að kveðja mömmu. Lögreglu- maðurinn setti fyrsta stimpilinn í nýju vegabréfin þeirra Sörens og Önnu, svo að nú fannst þeim ferð þeirra í rauninni vera hafin. Síðan gengu þau út um dyrnar — dyrnar, sem lágu út í víða veröld. Þegar þau gengu upp stigann, sem lá upp í vélina, fengu þau tíma til að veifa til mömmu. Ferðin var hafin. Flugfreyjan, stewardessen (frb. stjú- ardessen) eins og hún var kölluð, tók yfirhafnir þeirra og þau fengu sæti við glugga. Að innan líktist vélin einna helzt langferðabíl, en þetta voru djúpir hægindastólar, sem maður sat í. Nú var hurðinni lokað, hreyflarnir voru settir af stað og svo ók flugvélin hægt af stað eftir flugbrautinni. Langt úti á velli stanzaði vélin og hreyflarn- ir drundu. „Hvers vegna fljúgum við ekki, pabbi?“ spurði Sören. „Það er af því, að flugmaðurinn þarf að reyna hreyflana, áður en við förum af stað. Hann þarf að líta á 200 mismunandi tæki til þess að vera viss um, að allt sé í lagi.“ Allt í einu fór vélin af stað, og hraðara og lirað- ara þaut hún eftir flugbrautinni, og án þess að þau tækju eftir því, var vélin komin á loft. „Sjáðu, Sören, við fljúgum," hróp- aði Anna hrifin. Þau horfðu út um gluggann og sáu Kaupmannahöfn langt fyrir neðan sig, en Jjau gátu auðveldlega fundið bæði Ráðhústorgið og Marmarakirkjuna.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.