Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1958, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1958, Blaðsíða 8
ÆSKAN Hvat eiga Jteir hexma? Hér sjáið þið f jóra menn og þeirra heimili. Getið þið fundið út, í hvaða liúsi hver þeirra á heima. Mennirnir eru merktir með tölunum 1—2—3—4 og húsin líka. Rað- ið monnunum nú í rétt hús. — Rétt svör eru að finna á blaðsíðu 14. aði niður eftir minni allt, sem hún hafði séð og heyrt hjá mönnunum. En með kvöldinu flaug hún út í skóg- inn og fór þá fram hjá rjóðrinu, sem hún var vön að boða dýrunum lög þau, sem hún hafði samið eða eitthvað, sem hún hafði uppgötvað nýlega. í þessu rjóðri sat nú fíllinn. ásamt ráðuneyti sínu, sem voru nokkrir illilegir villigeltir og dýrin hópuðust kring- um þá og hlustuðu á speki þá, sem þeir höfðu að flytja. Þetta augnablikið var umræðuefnið það, hvort mennirn- ir væru ferfættir eða sexfættir. Loks kvað fíllinn upp þá úrlausn, að mennirnir væru sexfættir. Þá glumdi við hátt og snjallt ofan úr trénu: „Þvaður.“ Fíllinn, sem var byrjaður að færa fram næsta verkefni, varð svo mikið um, að honum svelgdist á því, sem hann ætlaði að segja. En í sama bili flaug uglan niður og sett- ist mitt á meðal dýranna. Hún leit rannsakandi á dýr- in og kvaddi sér hljóðs. Var það óðara samþykkt af öll- um nema fílnum, sem öskraði hræðilega ásamt ráðu- neyti sínu. Loks fékkst hljóð og allir mændu á ugluna, sem stóð þarna uppstrokin og íklædd rauðu gullsaum- uðu purpuravesti með svarta flauelishúfu og í himin- bláum ullarsokkum. En bezt var þó lyktin, sem lokkaði dýrin sem næst uglunni. „Félagar“, hóf hún máls. „Ekkert ykkar hefur nokkurn tíma séð mann. Ekkert ykkar veit neitt um, hvernig mað- ur lítur út. En það veit ég. Fíllinn hefur reynt með ágæt- um árangri að troða einhverri lygaþvælu inn hjá ykkur, sem eru ósannindi af versta tagi og vilji eitthvert ykkar fræðast um mennina, þá komi hann til mín. Ég hef ver- ið heila nótt meðal mannanna, og veit vel, hvernig menn líta út. Fíllinn ætti að skammast sín fyrir að láta sjá sig meðal okkar heiðarlegra dýranna.“ Reis nú ljónið á fæt- ur og urraði illilega framan í fílinn og ráðuneyti hans, sem brá undir sig betri fætinum og flúði á harðaspretti. Fíllinn leit víst ekki heldur vingjarnlega á ljónið og lunt- aðist í burtu. Hélt nú allur dýraskarinn heim til uglunn- ar og hélt liún fyrirlestur um mennina. Var síðan gamla húsið skoðað og þótti dýrunum undarlegt til þess að vita, að þarna hefðu búið menn. Var síðan samþykkt eftir til- lögu uglunnar sjálfrar, að þarna skyldi rísa upp rann- sóknarstofa fyrir hana. Sum dýrin vildu byrja strax, en uglan sagði, að slíkt kæmi ekki til mála. En strax í fyrramálið, sagði hún, byrjum við að gera rannsóknar- stofu, en það verður í fyrramálið, en ekki í kvöld. Litlu síðar voru öll dýrin sofnuð fyrir utan holumunnana, r.ema uglan, sem sat á trjágrein fyrir ofan holuna sína. Hún ætlaði ekki að sofna. Nóttinn var hennar tími. Baðmullarsýning í tæknibekk í barnaskóla. San Antonio i Texas. — Fjögur bekkjarsystkini i bekk, þar sem kenndar eru tœkniframfarir, sýna bekkjarsyst- kinum sinum þau stig, sem baðmullin gengur í gegnum, dður en hún verður að klœði. Texas, sem er stcerst hinna 48 riltja Bandarikjanna, framleiðir meira en fjórðung allrar baðmullarframleiðslu Bandarikjanna. í Texas, sem er eitt suðurríkjanna, er búið að skiþa sameiginlega skóla- göngu svartra og hvítra barna i i/s af skólum fylkisins, samkvæmt úrskurði Hœstaréttar Bandarikjanna. í borg- inni San Antonio, sem hefur haft sameigmlega skóla- sókn i þrjú ár, eru skráðir um 53.000 nemendur og 4400 þeirra eru blökkubörn. 6

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.