Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 5

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 5
Beggja megin við stíginn voru mýrar °g dý. Tvisvar ætlaði Sören að kom- ast fram úr pabba, sem gekk á und- an honum, en í bæði skiptin vöknaði hann í fæturna og varð að gera svo vel að halda sig á stígnum. Þegar þau höfðu gengið rúman hálf- dma, komu þau að sumarbústaðnum. Þar hittu þau írú Miettinen, litlu systur drengjanna, sem hét Marja- Leena, og stóru systur þeirra, sem hct Tuula. Stórasystir gat talað sænsku, svo að nú gátu Sören og Anna feng- ið betri hugmynd um það, sem fram fór. Oll börnin voru send til næsta sveitabæjar til þess að sækja mjólk og smjör. „Það er tuttugu mínútna gangur þangað," sagði Tuula. „Þá er það auðveldara lieima," sagði Anna, „þvi að þar hlaupum við bara þvert yfir götuna, þegar við sækjum mjólk fyrir mömmu." „En nú færð þú að sjá finnskan bóndabæ og hann er allt öðruvísi en þeir, sem }rú ert vön að sjá i Dan- mörku,“ sagði Tuula. Og ekki leið á löngu, þangað til þau voru komin alla leið. „Til hvers eru þessir löngu skurð- ir, sem liggja í gegnum akrana?“ spurði Sören. „Þeir eru grafnir til þess að leiða vatnið burtu, svo að akrarnir blotni ekki of mikið,“ svaraði Mara-Leena. „Já, en heima eru lögð leirrör nið- ur í jörðina í staðinn fyrir að grafa skurði, og það köllum við að ræsa fram,“ sagði Sören. „Já, við ræsum líka þannig fram í Finnlandi, en víða eru enn notaðir skurðir," sagði Tuula. Allt í einu kallaði Anna upp: „Nei, sjáið þið, liérna aka þeir sleðum um mitt sumar.“ Og þarna kom raunverulega sleði akandi með heyhlass. „Já, það er vegna þess, að ekki er hægt að aka yfir skurðina í venjuleg- um vögnum með fjórum hjólum," htskýrði Tuula, „hann mundi bara ÁL-LI PE SEE TÁS SÁ Sl NISTÁ NU KEN PU-KUA. VAATTEET ALLI PANEE KUI-VUMAAN. I-SÁ ÁESTÁÁ POL- LELLA PELTO-A. I-SÁ KIITTÁA AL- LI A . O LET OI-KE A PIK KU ÁI TI Ein blaðsíða úr lestrarbókinni. velta. Og taktu eftir, að næstum all- ir vagnarnir uppi í sveit eru aðeins á tveimur hjólum." Nú gátu þau séð sjálfan bæinn. Hann var allur úr timbri. Á akri skammt frá honum sáu þau einhver undarleg spýtnaverk. Þau voru til þess að þurrka á hey. Þau gengu beint inn í eldhúsið og það fyrsta, sem þau sáu, var stór elda- vél og stór hlaðinn ofn. Yfir olninum var hlaði af rúgbrauð- um. En það voru ekki venjuleg fer- hyrnd rúgbrauð, eins og þau, sem við þekkjum. Þau voru kringlótt og með gati í miðjunni, og svo voru þau þrædd upp á grenigrein. Þess konar rúgbrauð kallast reikaleipá. Þegar þau höfðu boðið kurteislega góðan dag, var þeim boðið að borða. Sören var svangur, svo að hann þáði það strax með þökkurn. Þau fengu einhvers konar graut, sem var kallað- ur talkkunagrautur og súrmjólk út á hann. Hann bragðaðist alls ekki eins og aðrir grautar, svo að Sören spurði, úr hverju hann væri búinn til. Grauturinn var búinn til úr ein- hvers konar mjöli, sem blandað var ----------------------- ÆSKAN með rúgmjöli, byggmjöli og steiktum baunum. Þau fengu einnig pönnukökur áður en þau fóru. Það var Önnu að þakka, því að hún horfði svo mikið á stór- an staí'la af þeim, sem stóð á borðinu. Á leiðinni heim reyndi Tuula að kenna Sören og Önnu nokkur finnsk orð, svo að þau gætu komið hinum á óvart, þegar heim kæmi. Nú gátu þau sagt kiitos (takk), olkaa hyvá (gjörðu svo vel), isá (pabbi) og áiti (mamma). En sennilega var það allra skemmti- legast, þegar þau töldu upp að tíu öll í kór. yksi, kaksi, koime, nejá, viisi, kuusi, seitsemán, kahdeksán, yhdeksán og kymmenen. Orðin eru borin fram næsturn því eins og þau eru skrifuð, með áherzlu á fyrsta at- kvæði. Þegar þau komu heim, sýndi Marja- Leena Sören og Önnu lestrarbókina sína. Hún þýddi líka dálítið yfir á sænsku fyrir þau. Á blaðsíðunni, sem þið sjáið hérna, stendur: Aila þvær bláu fötin brúðunnar sinnar. Alla hengir fötin upp til þerris. Pabbi ræktar jörðina með Polla. Pabbi hrós- ar Öllu. Þú ert dugleg, lítil mamma. Framhald. Litla vinnukonan. 21

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.