Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 6
ÆSKAN Gráa kanínan. Það var Dóra litla, sem sagði mér þessa sögu: Við vorum saman á skemmtifundi. Þar áttum við öll að leggja eittlivað tiJ, og hlutvcrk Dóru varð það að hera fram kvæði. Ég hef aldrei heyrt nokkurt baru, sex ára gamalt, bera betur fram. Ég hef nú gleymt kveðskapnum, en efnið man ég. Það var skemmtileg saga, bæði fyrir smáa og stóra, og Dóra sagði, að mér væri velkomið að segja liana öllum min- um atdavinum. Einu sinni var lianina, sem bjó í sliógi nokkrum, og skinnið á henni var livítt eins og silfrið, þegar sólin skín á það. Engar af nágrannakanínunum voru hvit- ar eins og Jiún. Þær voru gráar, brún- litar, svartar eða bröndóttar, og ])eim ÍSLENDINGA SÖQUR III. Hesía at. „Nú rennast á hestarnir, ok hlaupa þeir Þorgeirr ok Kolur á lend hesti sinum ok hrinda sem mest þeir megu. Gunnar hrindr nú ok sinum hesti í móti ok verður þar skjótur at- burður,sá at þeir Þorgeirr féllu báðir á bak aftr ok hestrinn á þá ofan." Njáls saga. —1 varð jafan starsýnt á hvítu kanínuna, þegar hún tók sérspretti í tunglsljósinu. Og sífellt ól hún með sér þessa liugsun: „Ég er hvít, af því að ég er svo góð.“ Þá var það eitt kvöld, þegar livita kanínan sat að kvöldverði, að lítil mold- varpa barði að dyrum og mælti: „Æ, blessuð, fyrirgefðu! En svo er mál með vexti, að dálitill álfur hefur dottið ofan í gryfju nálægt gamla eikitrénu, og gryfjan er full af vatni og ólulikans leðju. Og álfurinn hefur meitt sig, svo að hann getur ekki bjargað sér upp úr. Ég hef gert allt mitt itrasta til þess að reyna að draga liann upp úr. Ég reyndi að ná taki í gullnu liárlokkunum hans. En liandleggirnir á mér eru svo stuttir, að ég náði ekki til hans. Hann situr enn þá á kafi í leðjunni. Komdu nú fljótt og hjálpaðu mér. Handleggirnir á þér eru langir og sterkir, og þú crt svo dæmalaust góð. Komdu nú fjjótt og lcggðu ])ig alla fram.“ „Hamingjan lijálpi mér!“ mælti livíta kanínan. „Hvernig fór hann að detta ofan í gryfjuna? Þetta er frámunalega leiðin- legt. Hann hefði ekki átt að fara svona nálægt gryfjunni. Ég er bara lirædd um, að lionum liafi verið þetta sjálfum að kenna. Mér skyldi svo sem þykja vænt um að geta hjálpað; en ég get það ekki. Eg verð að hugsa um hvita sliinnið mitl. Ég yrði öll útötuð í leðju.“ „Ó, komdu, blessuð, komdu fljótt!“ lirópaði litla moldvarpan. „Þarna er læli- ur rétt lijá. Þú getur svo vel þvegið þér þar eftir á.“ „Nei, méi' mundi alltaf finnast ólirein- indin loða við mig,“ mælti kanínan. „Eða þá blcssað regnið!“ lirópaði mold- varpan, „það mun brátt gera þig hvíta aftur.“ „Gerðu svo vel að hypja þig burtu,“ mælti kanínan. „Vill þá enginn lijálpa?" æpti moldvarp- an. „Vill enginn hjálpa álfinum upp úr gryfjunni, sem er full af vatni og óhrein- indum?“ Allt i einu rak grá kanína liöfuðið út um dyrnar lijá sér, og mælti: „Hvað er að? Er nokkur i liáska staddur?" „Já, álfur licfur dottið ofan i gryfju nálægt gamla eikitrénu," mælti moldvarp- an. „Það verður að draga liann upp úr,“ mælti gráa kanínan. „Komið þið með, ég held ég geti það.“ „Gryfjan er full að leðju,“ mælti litla moldvarpan. „Og ég hcld það sjái ckki á mér,“ mælti gráa kaníuan og liló við. Siðan bljóp gráa kanínan af stað að gryfjunni og öslaði út í forarleðjuna. Vatnið, eins og það var nú líka þokkalegt, tólt lienni í liöku, og alls konar illyrmi var i leðj- unni, Að lokum náði liún i hendina A vesalings álfinum, rykti fast í og kom lionum heilu og iiöldnu upp á grasflöt- ina, og síðan gaf liún hoiium liendingu um, hvar væri styzta leiðin til álfheima. En áður en álfurinn legði af stað, ltyssti hann gráu ltaninuna; hann kyssti forugt nefið á henni, og hann ltyssti forugar tærnar á henni. Og um leið og liann Ityssti Iiana, breyttist grái liturinn í mjallahvítan lit. „Jæja, ég vcrð að flýta mér lieim aftur,“ mælti kanínan við moldvörpuna. „En eltki ætla ég að taka í löppina á ])ér, min er svo forug. „Ég sé enga for,“ mælti moldvarpan. „Það er eitllivað undarlegt við þetta. Þú ert mjallahvit.“ Kaninan hló við og mælti: „Ætli það séu ekki missýningar." Snjórinn er freistandi til leika. Börnin sýna það, að aldrei er leikgleði þeirra meiri en þegar snjórinn kemur. 22

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.