Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 7
ÆSKAN Herbert vildi fara með honum, en sjómaðurinn sagði: ~~ Nei, þú verður að vera hér, félagi! Við verðum að leita að hentugum stað til næturdvalar og svo verðum við að reyna að finna eitthvað ætilegt á staðnum. Vinir okkar þarfnast bæði hvíldar og máltíðar, er þeir koma aft- ur, kaldir, þreyttir og svangir. í skóginum er nægur við- ur og í hreiðrum sjófuglanna getum við fundið egg til matar. Eina, sem okkur skortir, er þak yfir lröfuðið. — Ég skal leita að helli, sagði Herbert. — Það væri ein- kennilegt, ef við fyndum ekki einhvers staðar hellisskúta, sem við gætum skriðið inn í. — Vel mælt! svaraði Pencroff. — Af stað! Síðan gengu þeir af stað eftir ströndinni undir hlíð- inni. Þeir tóku stefnu í suður, þar sem Pencroff fannst sem hann hefði séð einhvers konar rennu í sandinum langt í burtu. Það gátu verið árósar. Þar myndu þeir ef til vill finna góðan hvíldarstað og vonandi drykkjar- vatn. Granítveggurinn var sléttur og jafn hvert sem þeir fóru og enginn heillisskúti sýnilegur. Stærðar sjófugla- ger sveimaði yfir björgunum. Herbert kom auga á nokkr- ar þangklæddar þústur í sjávarmálinu, er fjaraði. Hann kallaði á Pencroff, sem kom klaupandi. — Halló, hér eru nokkrar bláskeljar, sagði hann. — Þá höfum við eitthvað til að nærast á, þó að við finnum ekki egg- — Nei, þetta eru ekki bláskeljar, svaraði Herbert, er beygði sig yfir fyrirbrigðið og rannsakaði nákvæmlega. — Þetta er kallað Litodomar. —- Er liægt að borða þetta? spurði Pencroff. — Jú, þetta er Ijúfíengt. Pencroff hafði mætur á Herbert. Þótt hann hefði ekki mikla reynslu, var liann vel að sér í náttúrufræðinni. Hann hafði haft bezta kennarann í Boston í þessari merku námsgrein. Pencroff og Herbert tóku nú til óspilltra mál- anna við matinn. Skeljarnar voru svipaðar ostrum á bragð- ið, en þeir urðu þyrstari. Nú reið á að finna drykkjarvatn. Þeir fylltu alla vasa og klúta með þessunr ljúffengu skel- dýrum og liéldu áfram ferð sinni. 'Eftir nokkra stund komu þeir að þeim stað, þar sem Pencroff hafði fullyrt, að þeir hlytu að finna á eða læk. Það leit út fyrir, að mikið fjall liefði klofnað í geysileg- um náttúruhamförum, en djúpt gljúfur lá í gegnum það þvert. Er þeir komu nær, sáu þeir, að á rann um gljúfrin út í víkina. Þetta varð þeim mikill léttir. Áin var næst- um 30 metra breið, lygn og kyrr, er nálgaðist ósinn við víkina. Um það bil kílómetra frá ströndinni var bugða á ánni og livarf liún þar inn í skóglendi. Vatnið var tært og svalandi. Er þeir liöfðu drukkið nægju sína, fór Her- bert að leita að helli. Hann skyggndist lengi um, en sá ekki neitt. Allt í einu kom hann auga á klettaurð við ár- farveginn. Stórir steinar lágu saman þannig, að undir mynduðust einskonar göng. Stormurinn blés í gegnum götin, svo að þaut í. Pencroff sló fram þeirri hugmynd, að troða mold og grjóti upp í annað opið til þess að skjól myndaðist, og þar gætu þeir haldið til um sinn. — En fyrst verðum við að finna eldivið, sagði Pencroff. — Kannski við getum notazt við stórar trjágreinar til að fylla upp í gatið. Herbert og Pencroff gengu upp með ánni. Er þeir höfðu gengið í stundarfjórðung, beygði áin til vesturs. Þeir gengu inn í mikinn skóg, en þar voru bæði furur og barrtré. Þeir gengu yfir þurrar trjágreinarnar, sem lágu eins og hráviði um allt og það marraði í þeim, er þeir gengu áfram. Það var meira af þeim en þá hafði nokkru sinni grunað. En hvernig gátu þeir borið þetta allt sam- an til bækistöðvarinnar? Það gengi seint, ef þeir yrðu að bera allt saman. — Hvernig væri að láta ána hjálpa okkur? sagði Pen- croff. Við skulum smíða fleka. Þeir báru mörg föng niður að árbakkanum, en síðan lögðu þeir saman stórar trjágreinar og hnýttu þær saman með tágum og að klukkustund liðinni var smíðinni lokið. Þeir hlóðu eldi- viðnum upp á flekann, en ])að leit út fyrir, að þeir yrðu að bíða um stund áður en lengra yrði haldið. Er flóð var á, var áin kyrr og þeir urðu að bíða nokkrar klukkustund- ir eftir fjörunni. Eftir nokkra umhugsun ákváðu þeir að klífa fjallið á meðan þeir biðu eftir fjörunni. Þeir klifu snarbratta hlíð- ina og eftir nokkra stund náðu þeir tindinum. í norðri gat að líta sendna strönd, landið virtist vera lægra þar. I vestri tindraði á snævi þakinn fjallstindinn, sem virtist vera í einnar mílu fjarlægð. Á milli þeirra og fjallsins var þéttur skógur, en víðáttumikil grasslétta niður við sjóinn. Til vinstri handar blikaði á ána á milli trjánna. — Mér er nær að halda, að við séum á eyju, muldraði Pencroff. — Ef svo er, hlýtur lnin að vera nokkuð stór, sagði Herbert. — Það er ókleift að fullyrða nokkuð ákveðið um það ennþá, en livort sem þetta er eyja eða meginland er hér íagurt og frjósamt. Er þeir gengu aftur í suðurátt, fældu þeir upp mikla fuglahópa, er flugu af stað með miklu gargi. — Þetta eru ekki máfar! hrópaði Herbert. — Nei, þeir líkjast frekar dúfum, sagði Pencroff. 23

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.