Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 10

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 10
ÆSKAN /.V.VAV.V.VViV.VbV.V.VV/.V Ungi maðurinn með gítarinn. Fyrir 6 árum lagði 15 ára unglingur á stað í siglingar frá heimili sínu í Est End, fátækrahverfi Lundúnarborgar. Starf haus á skipinu var að lijálpa til í eldhúsinu. Skipið sigldi víða um heim, meðal annars til Hawaii. Þar var liinn ungi sjómaður gagntekinn af gítarspili iiinna innfæddu, og keypti sér gítar. í fristundum sínum fór hann að spila og syngja, og vakti strax undrun skipsfélaga sinna. Eltki auðnaðist honum að stunda sjóinn nema í tvö ár. Þá veiktist hann og dvaldi á sjúkrahúsi. Er liann fór að hressast aftur, lék gítarinn alltaf í höndum hans, og er hann hvarf af sjúkrahúsinu, þrammaði hann atvinnulaus um götur i Est End. En j)á gerðist ævintýrið — og l>að var sannkallað ævintýri. Ungi sjómaðurinn hét Tommy Steele, sem í dag er einn dáð- asti dægurlagasöngvari heimsins. Tommy Steele hafði aldrei lært að syngja né spila á gítar, en fór samt að kyrja nýjuslu dæg- urlögin í ósjálegri veitingastofu í einu mesta skuggahverfi Lundúna. Þar tókst lionum strax að hrífa áheyrendur sína, og ekki leið á löngu að liann kom fram í brezka sjóvarpinu, og var það að þakka manni, sem hafði áhrif, og hafði af til- viljun hlustað á liann á knæpunni. Þar með var teningnum kastað. Daginn eftir sjónvarpsþáttinn fékk Tommy hvorki Tommy Steele í eldhúsinu. Tommy Steele með gítarinn. meira né minna en 700 hréf og ])ótti þá sýnt, að hann var að leggja út á frama- braut. Nú eru rúm 2 ár síðan Tommy Steele vann fyrstu sigra sína og vegur hans og vinsældir virðast síður en svo fara þverr- andi eins og titt um dægurlagasöngvara. Á siðasta ári hafa tekjur Tommy verið sem svarar um þrjár milljónir íslenzkra króna, en hann hefur svo til viðstöðulaust leikið á gítarinn sinn og sungið í útvarp og á skemmtistöðum. Unglingarnir kunna sér eklii læti, þegar þetla eftirlætisgoð þeirra sýnir sig og lætur til sín heyra. Nú hefur Tommy heilan ])er starfsfólks 1 kringum sig, umboðsmenn og auglýsinga- menn. Á hverjum degi fær hann fullan póstpoka af bréfum. Veitt hafa verið leyfi til framleiðslu 'i'ommy Steele-buxna, Tommy Steele-vasa- klúta, Tommy Steele-póstkorta og ævisögu Tommy Steele. Ennfremur hefur kvikmynd verið gerð af ævi lians, og er sú kvikmynd sýnd víða um heim við mikla aðdáun jafnaidra hans. Tommy Steele er einbeittur unglingur, og frægðin hefur ekki stígið honum til höfuðs. Hann er sparsamur og fer vel moð efni sin. Bíl hefur hann keypt sér og nýja íbúð handa foreldrum sinum. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að Tommy Steele komi hingað til lands í vor og lialdi hér hljómleika, en ekki vituin við mcira um þá för. 26 Hver verður sá Leppni? Framhald af síðu 25. Frúarkirkjan og Grundtvigskirkjan, landsins stærsta kirkja. Allir, sem koma til Kaupmanna- hafnar, heimsækja Tívolígarðinn, en hann er einn með fegurstu skemmti- görðum í heimi. Fyrir þann, sem kem- ur þar í fyrsta sinn að kvöldi til, er hann sem ævintýraheimur úr Þúsund og einni nótt. Þar er allt umvafið gróðri og fögrum blómum, og þar er margt til skemmtunar, svo sem úti- leikhús. Þangað kemur fjöllistafólk frá öllum heiminum og sýnir listir sínar á þar til gerðu leiksviði undir berum himni. Þar er tónlistarhöll, danshallir, veitingastaðir og óteljandi skemmti- tæki, sem of langt yrði upp að telja. Garðurinn hefur sérstaka drengja- hljómsveit, sem fræg er víða um heim. Drengirnir eru klæddir í samskonar búning og lífvörður konungs, með stórar bjarnarhúfur, rauða jakka og bláar buxur. Um helgar eru stórkost- legar flugeldasýningar, og þá eru gest- ir Tívolí oft yfir 50 þúsundir. Þá er Dýragarðurinn, sem óhætt er að segja að allir skoði í fyrsta sinn, er þeir koma til Kaupmannahafnar. Garðurinn er mjög f/igur, og þar er hægt að sjá sýnishorn af flestum dýr- um jarðarinnar. Við eina aðalgötu borgarinnar, er nefnist Vesturbrúgata, andspænis aðal- járnbrautarstöðinni, hefur Flugfélag íslands h.f. skrifstofur sfnar í mjög glæsilegu húsnæði. Þar starfa nú 6 starfsmenn undir stjórn Birgis Þór- hallssonar. Má segja að skrifstofan sé aðal miðstöð fyrir íslendinga, er heim- sækja Danmörku, og upplýsingastöð fyrir hundruð útlendinga, er leita upplýsinga um íslahd. Kastrup heitir flugvöllur borgar- innar, og þar er margt að sjá, því þar hafa viðkomu daglega flugvélar frá stærstu flugfélögum heimsins, og þar mun væntanlegur sigurvegari ritgerð- arsamkeppninnar stíga fæti sínum fyrst á danska grund.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.