Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1958, Blaðsíða 3

Æskan - 01.04.1958, Blaðsíða 3
Reykjavík, apríl 1958. ☆ 4. tölublað. • MlMllilMaiiai 'UPPNAr &ÓSTSTOFNUNAR '1 ÍSlANOf 1776 ~ 1951 ÍBawnBi í±±±±^^^±±±$±é^±±!& PÓSTURINN. Bréfberinn, sem hafði það hlutverk að annast dreif- lngu bréfa og boða, er talinn hér um bil jafngamall sJalfri mannkynssögunni. í assýriskum bréfum frá forn- úld má sjá, að þar er oít getið bréfbera. Bréfberar þess- ara tíma höfðu einnig það hlutverk að birta mönnum fréttir, bæði almenns eðlis og ákvarðanir stjórnarvalda. í Bestum Austurlöndum var starfsemi þessi skipulögð, en a hæst stig komst hún í rómverska ríkinu á dögum hinna v°ldugu keisara. Það mun hafa verið á miðöldum, að almennir póstflutningar hófust í Evrópu. Banska ríkið mun hafa verið eitt þeirra ríkja í Evrópu, seni komu póstgöngum sínum í skipulegt horf. Það mun hafa verið verk Kristjáns konungs fjórða, sem fann fljótt, Bvað póstferðirnar voru arðbærar fyrir fjárhirzlur ríkisins. Póststofnun á íslandi liefst hinn 13. dag maímánaðar anð 1776 með þeirn liætti, að þá er gefin út af Kristjáni konungi VII. konungleg tilskipun um, að komið skuli á i'inanlands póstferðum á íslandi. Árið 1778 byrjaði reglu- legí póstskip að sigla milli íslands og Danmerkur. Fyrst Var farin ein ferð á ári, en síðar fjölgaði þeim upp í tvær á ári, — vor og haust. Árið 1782 hóf fyrsti land- pósturinn á íslandi göngu sína. Starf landpóstanna var mikilvægt og áhættusamt fyrr á árum. í mörgum sveit- um voru póstarnir tengiliðirnir við umheiminn léngstan tíma ársins. Fólkið var orðið því vant, að póstarnir kæmu samkvæmt áætlun, og hugsaði sjaldnar út í, hve mikið þeir lögðu stundum á sig til þess að standa í stöðu sinni. En til þess þurfti oft mikið þrek og útsjónarsemi, þegar tíðarfar var misjafnt. Þá var það jaínan mikill hátíðis- dagur, þegar pósturinn kom. Allt heimilisfólkið var rnætt til að taka á móti póstinum, og mikil var eftirvæntingin, þegar taskan hans opnaðist. Hér koma nokkrar tölur, sem sýna þróun póstmálanna á íslandi fram á okkar dag. Árið 1873 voru gel’in út fyrstu íslenzku frímerkin, skildingafrímerkin. 1900 var byrjað að nota hestvagna til póstflutninga. 1916 hófust póst- ílutningar með bifreiðum. 1928 byrjuðu flugpóstflutn- ingar innanlands með tækifærisflugferðum. Sama ár voru gefin út fyrstu flugfrímerkin. 1945 hófust flugpóstssam- band við Evrópu og Ameríku. Start landpóstanna var mikilvægt og áhættusamt fyrr á árum. 51

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.