Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1958, Blaðsíða 4

Æskan - 01.04.1958, Blaðsíða 4
ÆSKAN Að launa illt með góðu. Amma las biblíuna á alveg sérstakan hátt. Hún las aðeins ofurlitla grein daglega, en þessa grein flutti hún með sér inn í hið daglega líf, og reyndi að breyta eftir því þann daginn. Það var alltaf eitthvað nýtt og heill- andi við þetta, alltaf eitthvað að læra, alltaf eitthvað einfalt og hentugt, einmitt fyrir þann daginn. Og að gera guðs orð svona lifandi hafði djúp áhrif á aðra, svo að Magga litla, sem var á tólfta ári, hafði beðið ömmu sína að fá að taka þátt í þessu. Og nú reyndu þær sam- eiginlega að skilja ritningargreinarnar, sem þær daglega lásu saman. Þær vissu báðar, að það fylgdi því blessun að hlusta á eða lesa guðs orð, og reyndu að lifa eftir því. Og í dag höfðu þær lesið greinina: „Láttu ekki það illa sigra þig, en sigra það illa með góðu“, og eins og venjulega reyndu þær að finna blessun guðs og vísbend- ingu hans í því. „Hvaða orð heldurðu að sé mikilvægast í þessari grein?“ spurði amma. Litli liuiuluriim. Hvað sér litli hundurinn? Ef ykkur langar til að sjá það, þá getið þið dregið blýantsstryk milli talnanna, byrjið við 1 og endið á 26. 52 „Það illa,“ svaraði Magga strax, „því að það stendur tvisvar." „En ég gæti heldur trúað því, að það væri heldur orð- ið áð sigra,“ sagði amma hógværlega, „og það stendur víst líka tvisvar," bætti hún við brosandi. „Að sigra! Já, auðvitað er það aðalatriðið," sagði Magga íullorðinslega. „Og það er víst eriitt verk að sigra það illa, en ekki get ég séð, að í því felist nokkur blessun." „Ó, jú, barnið mitt, það fylgir því einmitt mikil bless- un að sigrast á því illa, og sú blessun heitir gleði,“ sagði amma alvarlega. „En erfitt hlýtur það að vera,“ sagði Magga. „Já, en nú skulum við reyna í dag sitt í hvoru lagi, og svo skulum við sjá í kvöld, hvernig það hefur gengið," sagði amma brosandi, um leið og Magga var að fara í skólann. „Og sú blessun lieitir gleði,“ hljómaði fyrir eyrunum á ömmu, þegar hún byrjaði á störfum dagsins. Hún annáðjst innanhúss-störfin, því að pabbi Möggu var dá- inn, en mamma hennar vann í verzlun. — Það var ánægju- legt lieimilislíf hjá þeim. Amma var að hnoða deig, þegar dyrabjallan hringdi. Það var frú Berta, sem bjó á neðri hæðinni. „Hvað gekk annars á fyrir ykkur í gærkveldi? ÞiÖ hömruðuð og börðuð, svo að það var alveg hræðilegt," sagði hún. „Og ekki eruð þið búnar að taka þvottinn af þurrkloftinu, og þó átti ég að fá það í dag,“ bætti hún við reiðilega. „Þú verður að afsaka, kæra Berta“, svaraði amma hóg- værlega. „Við negldum ofurlitla dúkpjötlu við vaskinn í gærkveldi, af því að við fengum hann ekki fyrr heim- Og mér þykir mjög leitt, að ég skuli hafa gleymt þvott- inum á loftinu, en nú skal ég taka hann undir eins. Þú verður að fyrirgefa mér að þessu sinni,“ bætti hún bros- andi við. „Já, já, þetta er svo sem ekkert hættulegt," sagði Berta ofurlítið sneypuleg; „mér hættir nú stundum við að fara óþarflega geyst.“ Og sú blessun heitir gleði, söng stöðugt í sál ömmu, meðan hún sótti þvottinn. Hún fann, að reiði Bertu bafði horfið vegna þess, hvernig hún svaraði henni. Magga var á leiðinni í skólann og þá hitti hún Elsu. „Hefurðu heyrt, að nú hefur pabba Ellu verið vikiÖ úr embætti vegna ofdrykkju?" sagði Gunna ánægjulega. Hún og Ella voru engir vinir. Möggu mislíkaði: „Slúður- sögur eru ljótar. Þær ætti enginn að bera á milli,“ svar- aði hún reiðilega, „það las amma í biblíunni í morgun." „Oj, bara,“ sagði Gunna háðslega. „Þó að amma þíu lesi í biblíunni, þarft þú líklega ekki að vera grútmont- in“ — og hljóp frá Möggu samstundis.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.