Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1958, Blaðsíða 8

Æskan - 01.04.1958, Blaðsíða 8
ÆSKAN ÆSKAN sem einkum einkennir úlfaldann, er þol hans til að vera án drykkjarvatns í langan tíma. Sögur eru til frá hinni miklu eyðimörk, Sahara, að úlfaldar hafi ferðazt þar um i átta daga með 180 kg. þunga á baki sér, án þess að drekka vatn. En að lokinni slíkri þrekraun getur dýrið slokrað í sig upp undir hundrað lítrum af vatni i einu. Úlfaldarnir eru ekki matvandir, dýr, sem er orðið svangt, étur bein, fisk, greinar, liúðir, ullarteppi og yfirleitt allt, án þess að verða meint af. Venjulega er því haldið fram, að úlfaldar séu þolinmóð og friðsöm dýr. Þeir eru þvert á móti ákaflega óþolinmóðir og vilja öskra í hvert sinn, sem lagt er á þá. Þeir eru líka þverir og fullir af hrekkj- um. Á mjóum þjóðvegum og mjög þröngum götum fara úlfaldareiðmennirnir sérstaklega gætilega, því að úlfald- arnir hafa þann sið, að snúa við höfðinu og bíta þann, sem næstur ríður, í handlegginn eða öxlina. Úlfaldabit eru mjög hættuleg. Úlfaldinn kemur fljótt auga á ókunnuga. Þá er hann mætir einhverjum óvænt á leið sinni, ælir hann upp úr sér klumpi á stærð við handbolta og spýtir honum af miklu afli á hvern, sem kemur nærri. Svo myndar hann sig til að sparka í þann, er þetta þrifa- bað hefur fengið, ef hann sýnir minnsta grun um að hefna sín á úlfaldanum. En þessi óvinsamlega framkoma dýrsins er ekki ástæðulaus. Eigendurnir hafa ekki farið vel með dýr sín, lagt of þungt á þau og látið þau oft hafa ófullnægjandi fóður, og sjaldan launað þeim með því að sýna þeim vinarhót. Úlfaldarnir eru hættulegir um fengitímann. Karldýr- ið verður þá hættulegt sjálfu sér og umhverfinu. Öðru hverju vanrækir hann að neyta fæðu dögum samn. Þá er hann loks finnur sína útvöldu, eru engin takmörk fyrir kátínu hans. Hér koma að lokum tvær sögur, sem lýsa tveimur liliðum á lífi úlfaldanna. Heind nlfaldans. Úlfaldi nokkur, sem látinn var vinna í olíuverksmiðju, varð eitt sinn fyrir barsmíð af hendi ökumannsins. Þeg- ar ökumaðurinn síðar komst að því, að úlfaldinn hafði ekki gleymt óréttinum, sem hann var beittur, og beið átekta til að hefna sín, hafði ökumaðurinn stöðugt auga með dýrinu. Tíminn leið, og úlfaldinn, sem hafði grun um að eftirlit væri haft með sér, var þægur og góðlynd- ur, svo að ökumaðurinn fór að halda, að hann hefði gleymt barsmíðinni. Nótt eina mörgum mánuðum seinna, lagðist maðurinn til svefns á palli í verksmiðjunni, en úlfaldinn var á þeim stað, sem vant var að láta hann vera, í horni hússins. Allt í einu vaknaði ökumaðurinn; allt var rólegt kringum hann, en í tunglsbirtunni tók hann eftir, að úlfaldinn skimaði gætilega í kring um sig, 56 OOOOOo0«*<M",Og»®o<>°oO»»»o°oo 0°ooo°%OOg!°»°»o 0°V°00SgOOo0oo„oOOoo..<.»oOoo°o°ooOooooooOOooooooO°oooo00oODOO O /^:o0000*oOO.::000°0000:Óo00»000oSo0OOOOOo0000000000.00:.°.0OO^Oo„o0ooOOO:o0o0-.„0,oo°::OOo0oooOO::;o0„0;::ooogoO:° ^ o oo o o o o o o o o oo °°o Krakkarnir kátir hoppa úr koti og höll. Léttfœttu lömbin skoppa um laut og völl. Smalar i hlíðum hóa sitt hvella lag. Kveður í lofti lóa svo léttan brag. 3°C&®<g)°0 Samarið. O c - ?o o o o o o o oo o o o o° Vetrarins fjötur fellur, þá fagnqr geð. Skólahurð aftur skellur og skruddan með. Sóleyjar vaxa í varpa, og vorsól skin. Velkomin vertu, Harpa, með vorblóm þin. Margrét Jónsdóttir. 0o°@®®00 SumariS er yndislegasti tími ársins. All- ir, bæði ungir og gamlir, fagna komu ])ess eftir langan, dimman og kaldan vetur. Með fyrstu geislum vorsólarinnar er eins og allt lifni af dvala. Ekki aðeins gróðurinn, sem keppist við að vaxa upp úr moldinni til að ná í sól og yl, eða smádýr, sem legið hafa í dvaia og skríða nú úr fylgsnum sínum út i sólskinið, heldur líka mennirnir. Þeir verða glaðir I lundu og léttir í spori og fyllast nýjum áhuga og krafti fyrir starfi sinu. Kindurnar eru reknar á fjall, þar sem þær njóta hins langþráða frelsis allt sumarið. Hestar og kýr eru rekin út i grænan liag- ann. Skólahurð aftur skellur og börnin lilaupa heim glöð og ánægð. Sum kaupstaðabörn fara í sveit og njóia vera sem ni‘T‘ ,11, sem evUui. heilbrigði þc’ 5 þau eru , undir það búf ^fiði Vetro ' og skuggum Vetlarins VaigerS^rsdóttir, 12 ;lra Blijnda Á síðast]iðI’l,lar ein œr; ,, háifum mán>> n,ann: Lambið var með lífsmark1' Clkburða, að það lá í dvala að minnsta kosti þrjá sólar- hringa. Þá fór lieldur að færast líf í það. Við urðum fyrst að gefa því úr teskeið, en smáni saman fór það að hressast og drakk úr pela, voða lítið fyrst, en svo smá jókst lystin, eftir því sem lamhið hresstist. Fljótlega tókum við eftir því, að það var alveg hlint. Þegar það var að hoppa og iilaupa um, rak það sig alltaf á. Nú var okkur sagt, að lömb, sem fæddust fyrir tímann, fengju sjónina, þegar þau eltust, svo við ákváðum að lofa þvi að lifa í þeirri von, að það fengi sjónina. Nú er gimba orðin stór og feit og virðist hafa góða sjón. Eyþór Þórarinsson, 12 ára. reis hljóðlega á fætur og læddist til staðar á gólfinu, þar sem fatahrúga var, og leit út eins og þar lægi sofandi maður. Úlfaldinn varpaði sér niður á hrúguna og reif og sleit í fötin með tönnunum. Þá er hann taldi, að hefndin væri framkvæmd, og var á leiðinni aftur í horn- ið sitt, reis ökumaðurinn upp og sagði nokkur orð. Þeg- ar úlfaldinn heyrði það, varð honum ljóst, að hann hefði gert vitleysu, og honum varð svo mikið um að hann skyldi koma þannig upp um sig, að hann barði höfðinu í vegginn svo að hann steinrotaðist. Eyðimerkttrferð. Sænski landkönnuðurinn Sven Hedin, en hann varð heimsfrægur fyrir ferðir sínar í Asíu, hefur ritað margt um úlfaldann í ritum sínum. Hedin lézt fyrir nokkrum árum, en hann var mikill dýravinur, og skildi sálarlíf dýranna manna bezt. í eftirfarandi frásögn lýsir hann því, er ein af hans frægustu eyðimerkurferðum er að hefjast: „Stærstu úlfaldarnir ganga fyrstir. Höfuð þeirra eru prýdd með rauðum, bróderuðum grímum með gljáandi málmplötum og gulum og rauðum dúskum og yfir höfð- inu hangir fjaðraskúfur. Um halsinn bera þeir hring með málmbjöllum. Úlfaldarnir eru auðsjáanlega stoltir yfir að vera í slíku skarti og þramma með virðuleik gegnum borgarhliðið í Teheran. Tatarinn Abbas teymir þann fyrsta og á eftir lestinni gengur Persinn Gulam Hussein. Enn fremur segir Sven Hedin: „Þú ættir að hafa séð þann úlfalda, sem ég hef til reið- ar, lesari góður. Það er sá stærsti í lestinni, mesti stólpa- gripur. Ullin á honum er brún og þétt og um háls og brjóst er hún löng og flókin. Milli hnutanna á baki ulf- aldans er gengið frá farangrinum og þar sit ég eins og í hægindastól og hvíli fætur mina á fremri hnutunum. Héðan hef ég góða útsýn yfir landið, teikna kort eftir áttavitanum. Úlfaldarnir fara helzt á brokki. Gangur þeirra verður vaggandi og maður situr eins og í litlum báti í ölduróti. Sumir verða sjóveikir af að sitja á úlf- alda heilan dag, en flestir venjast brátt hristingnum. ]æja, fararskjótinn minn ber mig að rönd salteyði- merkurinnar. Hann þrammar þarna stilltur og með öruggum skrefum. Við erum þegar orðnir góðir vinir, hann virtist vera eins ánægður með mig og ég með hann. Ég kemst ekki á bak honum, ef hann stendur, nema að ég hafi stiga með mér, en hann er ekki til í farangrinum. Úlfaldinn verður að leggjast niður þegar ég fer á bak. En það kemur stundum fyrir, að hann stendur upp, áður en ég er búinn að koma mér fyrir, og þá dett ég af baki. Hann rís upp á afturfæturnar fyrst, snöggt eins og stál- fjöður, síðan á framfæturna, og þá á maður á hættu að 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.