Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1958, Blaðsíða 10

Æskan - 01.04.1958, Blaðsíða 10
ÆSKAN Þeir fylgdu á eftir og eftir skamma göngu komu þeir að helli, en þar hafði Toppur numið staðar. Spilett, Her- bert og Pencroff flýttu sér inn í hellinn. Inni í hellinum sat Nab, en við hlið hans lá hreyfingarlaus maður. Það var Cyrus Smith, verkfræðingur-------. 5. KAFLI. - SPOR EFTIR MENN. — Er hann lifandi? spurði Pencroff. Nab svaraði ekki. Hann starði sorgmæddum augum á húsbónda sinn, en leit hvorki til hægri né vinstri. Spilett beygði sig yfir Smith og hlustaði eftir hjart- slættinum. Eftir nokkra stund reis liann upp og hrópaði: — Hann er á lífi — hann er á lífil Herbert hljóp af stað til að leita að vatni. Lítil lækjar- spræna rann til sjávar þarna skammt frá. En þar sem hann hafði ekkert, sem hægt væri að bera vatnið í, dýfði hann vasaklútnum sínum í lækinn, hljóp til baka eins og fætur toguðu, og vætti varir Smiths verkfræðings. Kalt, svalandi vatnið gerði kraftaverk. Cyrus Smith dró andann djúpt. Það var engu líkara en að hann ætlaði að fara að segja eitthvað. Nab tók fötin varlega af húsbónda sínum, til að at- huga, hvort hann væri eitthvað meiddur. Þeim til mikill- ar furðu fannst ekki ein einasta skráma á líkama hans, enda þótt hann hlyti að hafa velzt í brimrótinu við ströndina inn á milli skerjanna. Pencroff nuddaði Smith til að hlýja honum, og ekki leið á löngu, þar til hann fór að draga andann jafnara. Nab skýrði nú frá því, að hann hefði gengið norður steypast fram af honum. Stundum, þegar ég er á ferð, snýr hann höfðinu og leggur höfuð sitt á hnéð á mér. Ég klappa honum og strýk yfir augu hans. Það er ómögu- legt annað en að vera góður vinur þeirrar skepnu, sem ber mann þrotlaust í tíu stundir á dag, mánuðum sam- an. — Klukkuhljómurinn er stöðugt í eyrum mínum. Við nemum staðar yfir nóttina, þar sem nóg er af grasi á stórum þúfum, og sleppum úlföldunum í hagann. Tjöldin eru reist og bál kveikt. — Um morguninn kem- ur úlfaldinn minn að tjaldi mínu og stingur höfðinu inn í gegnum tjalddyrnar. Tjaldið er lítið og þetta stóra höfuð fyllir það næstum. Ég tek höfuð úlfaldans í faðm- inn og gæli við það, gef honum síðan brauð. Þá tindra augu hans af gleði, hann fer aftur út í hagann jórtrandi og ánægður." 58 eitir ströndinni til að leita að húsbónda sínum. Er kvölda tók, var hann búinn að missa alla von um að honum tækist að hafa upp á Smith. En á fimmta tímanum sá hann spor í sandinum. — Spor eftir menn? spurði Pencroff. — Já, svaraði Nab. — Lágu þau alveg út að skerjunum? spurði Spilett. — Nei, að flæðarmálinu, sagði Nab, — því að neðar hafði sjórinn máð þau á brott. Ég fylgdi sporunum inn á milli sandhólanna og hljóp alla leiðina. Er tekið var að dimma, heyrðist hundgá. Það var Toppur og hann vís- aði mér á Cyrus Smith. Nab hélt í fyrstu, að verkfræðing- urinn væri látinn. En þá var honum hugsað til félaga sinna. Hann varð að ná í þá. Nú reyndi á hæfileika Topps, sem var gáfaður hundur. Nab sagði nafnið Spilett nokkr- um sinnum við Topp og benti í suður, en innan skamms þaut hundurinn af stað og stefndi í suðurátt. Hinir hlustuðu með mikilli athygli á frásögn Nabs. En öll var sagan furðuleg. Hvernig- hafði Smith tekizt að komast fram hjá öllum þessum skerjum í ólgandi brim- rótinu án þess að hljóta hina minnstu skrámu? Og hvernig hafði honum tekizt að komast til þessa hellis inn á milli sandhólanna í töluverðri fjarlægð frá ströndinni? — Það ert þá ekki þú, sem hefur borið hann hingað, Nab? spurði Spilett. — Nei. — Það er þá ljóst, að Smith hefur komizt hingað á eigin spýtur, sagði Pencroff. Framhaid. Er hann lifandi? spurði Pencroff.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.