Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1958, Blaðsíða 13

Æskan - 01.05.1958, Blaðsíða 13
ÆSKAN a® ^afa getað það, mælti verkfræðingurinn hugsandi. — Hafið þið ekki séð fótspor eftir aðra hér? ~ í mesta lagi tveir kílómetrar. En hvernig þú hefur komist hingað, vitum við ekki. ~~ í*að var merkilegt, tautaði verkfræðingurinn. ~~ En manstu ekki neitt, hvað kom fyrir eftir að aldan tók þig? spurði Pencroff. ^yrus Smith reyndi að hugsa sig um. Kvikan hafði fert hann í kaf og er honum skaut upp aftur, kom hund- Urinn á sundi til hans. Hann beit í úlpu hans og reyndi ai fremsta megni að hjálpa honum meðan hann brölti í áttina til lands. En straumur var mikill, svo að þeir nálg- uðust ekki landið. Að lokum var Smith orðinn örmagna af þreytu og færðist í kaf hvað eftir annað. — Eftir það umndi hann ekki neitt fyrr en hann vaknaði þarna. ~~ En þrátt fyrir þetta hefur þig þó rekið í land, sagði f’encroff. — j>ú hefur meira að segja komist alla leið k'ngað, því að Nab sá fótspor þín í fjörunni? ~~ Ég hlýt þá að hafa getað það, mælti verkfræðingur- inn hugsandi. — Hafið þið ekki séð fótspor eftir aðra hér. ~~ Nei, ekki nokkur spor, svaraði Spilett. ~~ Og ef einhver ókunnugur hefur bjargað þér, hvers Vegna hefur hann þá skilið þig hér eftir og farið sína leið? ~~ f“ú hefur rétt fyrir þér, mælti Smith. — Heyrðu, i^abl Eru sporin enn sjáanleg? . ~~ Já, hinum megin við sandhólinn, svaraði Nab. — ^ óðrum stað hefur regnið þurrkað þau út. ~~ Pencroff, mælti Smith — viltu nú taka skóna og kera þá við sporin? Sjómaðurinn gerði eins og um var beðið og Nab fór 111 e® honum og sýndi honum hvar sporin voru. Skórnir stóðu heima við sporinl Það hlaut því að vera Smith, sem Þarna hafði verið á ferð. heir hurfu nú aftur til hellisins og skýrðu frá athug- Unum sínum. ~~ Ég skil þetta ekki, tautaði verkfræðingurinn. — Ég að hafa gengið í svefni. Um miðdegisleitið lögðu þeir Smith á börurnar og áldu af stað áleiðis til hellisins við ármynnið. Það var °lðið kvöldsett, er þeir komu þangað og Smith hafði Soiið mestan hluta leiðarinnar. Er þeir komu til hell- |sins, sáu þeir að stormurinn hafði ekki verið aðgerðar- UUs' ^jórinn hafði gengið alveg upp að hellismúnnanum °g þangflyksUr og spítnabrak lágu hingað og þangað unx fjöruna. Allt í einu datt Pencroff nokkuð í hug, er ann sá rekann. Hann hraðaði sér inn í hellinn. Það var eins og hann hafði óttast. Eldurinn var dauð- Ur! ^jórinn hafði gengið alveg upp í hellinn og nú var aðeins aska ein í eldstæðinu, en enginn eldur. Hann gekk út og starði framundan sér, horfði aðeins a íélaga sína. — Nú getum við ekki hitað upp lengur, mælti hann í örvæntingu. — O, skítt með það, mælti Spilett. — En eldurinn hefur kulnað út — og við höfum eng- ar eldspýtur. — Það var nú lakara. — En Spilett — — Er Smith ekki hjá okkur? Hann hefur einhver ráð með að kveikja upp. — Með hverju getur hann kveikt eld? — Með ekki nokkrum sköpuðum hlut. Pencroff þagði, því þegar allt kom til alls, hafði hann eins mikla tröllatrú á verkfræðingnum og hinir. Auð- vitað leysti hann þennan vanda og fann einhver úrræði. Nú svaf verkfræðingurinn svefni hinna réttlátu á sjúkrabörunum. Þeir báru hann inn í hellinn og hlúðu að honum, svo að honum yrði ekki kalt. En nóttin varð þeim öllum köld. Þegar morgnaði, vaknaði verkfræðingurinn og var sæmi- lega hress. — Ef ég fengi nú eitthvað í svanginn, er allt í lagi með mig, mælti hann. — Hvemig er með hitann hérna? — Það er nú verri sagan, mælti Pencroff. Síðan sagði hann frá, hvað hefði komið fyrir, að eldurinn hefði drep- ist meðan þeir voru fjarverandi. — Nú, nú, einhver ráð verða nú með að kveikja eld, mælti Smith. Þeir höfðu skelfisk til morgunverðar og drukku vatn með. Er máltíðinni var lokið, mælti Smith: — Við verðum að ganga úr skugga um það, hvort við erum staddir á eyju eða meginlandi. Ef þetta er megin- land, þá munum við fljótlega hitta menn, en ef við erum á eyju, mun eitthvert skip fljótlega fara hér fram hjá og taka okkur um borð. Hann sagði að ef þeir fæm upp á fjall eitt, er blasti þarna við þeim snævi þakið, hlytu þeir að geta gengið úr skugga um, hvort þeir væru staddir á eyju eða megin- landi. En fyrst yrðu þeir þó að afla sér meiri matfanga. Pencroff, Herbert og Nab skyldu fara til veiða, en Spilett og Smith yrðu eftir í hellinum. Veiðimennimir þrír vom hinir vonbeztu, einkum vegna þess, að hundurinn Toppur átti að vera með í förinni. En löng stund leið áður en þeir rækjust á nokkra veiði. Er þeir komu inn í skóginn, fann Herbert pinju-tré eitt, er bar einhverskonar ávexti. Þessir ávextir voru ætir og þeir týndu allmikið af þeim. Litlu síðar þaut hundurinn inn í kjarrið og gelti allt hvað af tók. — Eitthvað hefur Toppur séð, hrópaði Nab. Framhald. 77

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.