Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1958, Blaðsíða 18

Æskan - 01.05.1958, Blaðsíða 18
ÆSKAN 1,,u° ao Ryllna Magnús fyi'ii' mörgæsunum, þvi þótt Magnús setti upp sitt blíðasta bros, voru þær liræddar við hann. Kóngurinn kallaði Leó afsíðis og sagði honum með skelfingarsvip, að hann hefði hireint enga löngun til þess að fá Magnús inn í höllina. Þegar hann hafði talað dálítið við kóngjnn, kvaddi hann þess vegna og fór út til þess að gá að Magnúsi. Hann fann hann skammt frá höllinni úrvinda af gráti. Magnús var mjög hnugginn. Hann hafði hlakkað svo rnikið til þess að sjá kóng — og svo voru kóngurinn og allir hinir hræddir við hann. Leó tók utan um háls honum. — „Svona, svona Magnús," sagði Leó og þurrkaði tárin úr augum hans með halanum. Smám saman tókst honum að hugga Magnús, svo að hann varð rólegur. — „Eigum við ekki að fara héðan strax,“ stakk Magnús upp á. „Mér leiðist hérna.“ Skömmu siðar gengu þeir niður að ströndinni. Leó hafði ekki einu sinni tannburstann sinn með. Þegar Magnús hafði synt nokkra stund, sá Leó eitthvað, sem þeir héldu að væri land. En það reyndist vera isjaki. Þá sigldu þeir á honum. — Svo stakk Magnús sér í sjóinn með farþega sinn á bakinu. Nú var sjórinn orðinn hlýrri. Og eftir langt sund komu þeir að nýju landi. — En þeir voru báðir orðnir svo þreyttir, að þeir lögðu sig i fjörunni og sofnuðu strax. Magnús lá á bakinu með opinn munninn og hraut. —i ~rwyr~ -y Kemur út einu sinni í mánuði, og auk þess fá skuldlausir /1l i i B [|\ /\ I y| kaupendur litprentað jólablað. — Árgangurinn kr. 35.00. Gjalddagi er 1. april. Afgreiðsla: Kirkjutorgi 4. Simi 14235. Utanáskrift: Æskan, pósthólf 14. — Ritstjóri: Grimur Engilberts, sími 12042, pósthólf 601. Afgreiðslumaður: Jóhann ögm. Oddsson, simi 13339. — Útgefandi: Stórstúka fslands. — Prentsmiðjan Oddi h.f. Furðuleg skepna. Svör: 1. Höfuðið er af fjallageit. 2. Háls- inn er af sebradýri. 3. Framfæturnir eru af kameldýri. 4. Skrokkurinn er af nas- hyrningi. 5. Afturfæturnir eru af tigrisdýri. 6. Rófan er af strúti. 82

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.