Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 13

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 13
ÆSKAN ★ i FLUGFERD med sören og ★ Ur hinum mjóa skurði sigldu þau 11111 * Vanern — stærsta vatn Svíþjóðar °S hið þriðja stærsta í Evrópu. Um 1 dLnið er sögð þú þjóðsaga, að gyðjan ^efion hafi breytt sonum sínum í Uxa’ heitt þeim fyrir plóg og plaegt IIleð þeim Sjáland upp úr jarðvegi SvtÞjóðar. Þannig myndaðist hið stóra Vatn» sem nú heitir Vánern. Sören og j^nna sögðu þá Olle, að í Kaupmanna- ° n væri stór gosbrunnur, sem héti Gefion-gosbrunnurinn. Hann hafði °he aidrei séð. Sv° konrst gufuskipið til Gautelfur. Un var einu sinni landamæramerki ®ali Noregs og Svíþjóðar, sagði Olle. eg‘lr þau komu til Trollháttan, stanz- ‘*®i skipið. Þarna voru stórir og ný- tÝ/kulegir skipaskurðir. í gamla daga Var Trollháttan risastór foss, en nú er vatnið ieitt í löngum pípum og knýr hinar stóru túrbínur í rafstöðvunum. Það er skiljanlegt, hvers vegna Troll- háttan hefur fengið nafnið afkasta- mesti verkamaður Svíþjóðar, þegar maður heyrir, að á hverri sekúndu fara 320.000 lítrar af vatni í gegnum túrbínurnar. STIGALOKURNAR. 1 Finnlandi heyrðu börnin sögu trésins. Þá sömu sögu mætti einnig segja hér, því að í Svíþjóð er líka búið til mikið af pappír úr tré. En Svíþjóð seiur líka margt annað. Norð- arlega í landinu er unnið mikið járn úr jörðu; úr því eru smíðuð margs konar stálverkfæri, t. d. hnífar og sagir. í Jönköping eru búnar til eld- spýtur, sem eru seldar heimshornanna á milli, og börnin þekktu líka nafnið Husquarna — þekkir þú það og veiztu hvað er framleitt þar? Á þriðja degi ferðarinnar klukkan sex um kvöldið komu þau til Gauta- borgar. Þau sigldu undir stóra brú — Gautelfursbrúna — og skipið lagðist að bryggju. „Þarna er Gösta frændi — halló Gösta,“ hrópaði Olle. Það hafði verið ákveðið, að börnin byggju hjá foreldrunr Gösta. Þegar þau komu í land, heilsuðust börnin, veifuðu til skipstjórans og héldu síð- an inn í borgina. Heirna hjá foreldrum Gösta fengu þau kaffi. „Þetta er heilmikil kaffiveizla," sagði mamma Gösta. „Borðið þið meira brauð. Þið hljótið að vera svöng eftir ferðina." Þegar þau höfðu fengið sér hress- ingu, héldu þau út í borgina til þess að skoða sig um. „Við skulum skoða borgina af sjó,“ sagði Olle við Gösta. „Auðvitað, við förum með Pödd- unni.“ „Hvað er Paddan?" spurði Sören. „Padda — tja, það er — padda.“ Og Gösta hoppaði eins og froskur. „Ó, padda — það er froskur,“ sagði Sören. „Já, einmitt. En það er líka gælu- nafn á bátnum, sem siglir með ferða- menn á gömlu virkisgröfunum og úti í höfninni." Og svo hélt Gösta áfram frásögninni: Gautaborg var áður fyrr kastalaborg. Bygging hennar hófst fyr- ir rúmum 300 árum síðan, og var það Gústaf Adolf, sem hóf hana. Nú er borgin kölluð „vesturgluggi Svíþjóð- ar“, því að það sigla svo mörg skip frá Gautaborg til Englands, Ameríku og margra annarra landa. Þvf að í gegnum Gautaborg eru svo margar vörur fluttar út, t. d. kúlulegur, ryk- sugur og hinir sænsku Volvo-bílar. „Hvaðan veiztu allt þetta?" spurði Anna. „Við lærurn þetta í skólanum. Við förum í smáferðir með kennurunum. Wílson oé reykjarpípan. Þegar Wilson var forseti Bandaríkjanna, fékk hann eitt sinn vandaða reykjarpípu i jólagjöf frá vini sinum. „Það var fallega gert af honum, að senda mér þennan góða grip,“ sagði forsetinn við annan vin sinn, „en livað á ég að gera með hana? Ég reyki alls ekki, hvorki pipu né vindla, og enginn maður skal koma mér til að gera það. Ég hef reykt, en aðeins einu sinni á ævi minni, og voru tildrögin þessi: Faðir minn var mikill reykingamaður og ]>óttist aldrei geta fengið nógu digra og dökka vindla. Móður minni géðjaðist illa ]>essi vani, en hugsaði sér þó að reyna að hafa eitthvert gagn af lionum. Ifún fékk ]>vi pablia oft til að drepa með reyknum blaðlýs, sem skriðu á gluggablómunum hennar. Þá bar svo við einu sinni, er faðir minn var ekki heima, að mamma sá hlað- lýs á uppálialdsblóminu sínu. Kom hún ]>á til min og hað inig að reykja á blómið fyrir sig og reyna að drepa kvikindin. Eg liafði aldrei reykt og var ]>ví illa að mér i þeirri list, tók þó vindil, sem pabbi átti, kveikti í honum og tók að totta. í fimm mínútur var ég líkastur verksmiðjureykháf, en varð ]>á að hætta. Hvernig lúsunum leið, veit ég ekki, en mér leið óttaiega illa. Köldum svita sló út um mig og ég kvald- ist eins og ég hefði megnustu sjósótt. Síð- an hef ég aldrei reykt.“ 97

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.