Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1958, Blaðsíða 6

Æskan - 01.09.1958, Blaðsíða 6
ÆSKAN fimmeyringinn, sem ég fann um dag- inn. Þó hef ég nú samt ætlað að gefa hann í guðskistuna í kirkjunni." En um leið tók hann eítir því, að hann stóð við lækinn við gerðið — galdralækinn, sem kallaður var. Vatnið var alveg kristalstært, en enginn maður þorði að drekka úr honum. Frá gamalli tíð vissu menn, að vatnið í honum var í álögum. Og mann fram af manni hafði börnun- um verið sagt það og þau vöruð við honum. En Hans Jörgen var ekki hræddur við það. „Vatnið er svo fallegt og tært og það kostar ekkert. Og þá getur kirkjan fengið falska fimmeyring- inn,“ hugsaði hann. „I.ækurinn renn- ur í mínu eigin landi. Því skyldi ég þá ekki mega drekka úr honum?“ Hann jós svo vatninu með höndun- um upp í sig. En varla hafði hann vætt varirnar með hinum svalandi drykk, er hann féll eins og dauð skepna til jarðar. Og á sömu stundu var sál hans kominn upp að dyrum himnarikis. Hans Jörgen barði að dyrum. Heilagur Sankti Pétur lauk upp, en opnaði þó ekki nema svolitla rifu milli hurðar og stafs, svo að hann rétt gat séð hver stæði úti. „Neil sjáum til,“ sagði hann. „Það er þá Hans Jörgen. Jæja. Hér færð þú ekki að koma inn. Við höfum heyrt ýmislegt miður gott um þig þarna neðan frá.“ Hans Jörgen, sem vissi nú ekki að liann væri ríkur bóndi, en lann til þess, að hann var aðeins vesalings eitthvað, sem var skjálfandi af kulda, bað Pétur að sýna sér miskunn og hleypa sér inn. Sankti Pétur var góðhjartaður mað- ur og hann vorkenndi Hans Jörgen. Hann opnaði hurðina ögn meira, svo að Hans Jörgen gæti litið inn fyrir. Þá sá Hans Jörgen yndisfagra, græna rsléttu, sem leit út fyrir að vera mjög írjósöm. „Já, hver sem fengi að sleppa hér inn,“ hugsaði hann. En Pétur sagði: „Já, þannig er það, að hér í himnaríki getum við ekki notað þig. En af því þú biður svo vel, skal ég reyna að fá leyfi til að hleypa þér inn í hinn yzta forgarð himinsins, þann sem þú sérð þarna. Það er ekki sem verst að vera þar.“ Pétur benti nú heilunx hópi manna að koma til sín. Það var fólk, sem Hans Jörgen hafði þekkt niður á jörðinni. Það voru gamlir menn og konur, ekkjur og foreldralaus börn, sem höfðu búið í sömu sveit og Hans Jörgen. „Þekkir þú Jxetta fólk?“ spurði Pét- ur. „Hefur Jxú vikið nokkru góðu að nokkrum Jxeiira?“ Hans Jörgen leið ekki vel. „Ég Jxekki það,“ stamaði hann. „Það er að segja —, aðeins lauslega." „Og hefur þú huggað eða hjálpað nokkrum Jxeirra?" „Nei —, það hef ég ekki gert. Ég held ekki upp á börn. Enda var það hreppurinn, sem átti að hjálpa þeim. En svo er það með þá fullorðnu. — Það var þeim sjálfum að kenna, hvernig fór fyrir þeim. Þeir áttu það ekki skilið, að þeim væri hjálp- að.“ Sankti Pétur sagði ekkert. Hann bara lokaði hliði himinsins. Dauðhræddur kraup Hans Jörgen á kné og fór að gráta og barma sér. „Ég hef verið vondur maður,“ kveinaði hann. „Ó, að ég hefði ver- ið betri. Hvernig get ég bætt upp mitt fyrra líf?“ Pétur horfði vorkunnsamlega á hann. ,„Ég Vildi óska að ég gæti hjálpað þér, en það er víst erfitt. Bíddu við — það gæti hugsast — við verðum að reyna það. Farðu til jarð- arinnar aftur og sjáðu hvort nokk- ur maður eða skepna grætur dauða þinn vegna kærleika til þín, og án eigingirni. Ef svo er, þá------.“ Og á sömu stundu var Hans Jörgen kominn til jarðarinnar. Hann var í stórstofunni í sínu eigin húsi. Beztu stofunni í húsinu. Nei! Hvað er nú Jxetta? Skápar kommóður, koffort og kistur stóð allt galopið. Allt, sem átti að vera í þessum hirzlum og hann hafði var- ið mörgum árum til að safna saman, var dreift út um allt gólfið. Rautt vesti, flauelsbuxur, ullartreyja. Og miklar birgðir af lérefti, allt í ein- um graut. Þar við bættist svo, að allir sokk- arnir, sem áttu að vera fullir af silf- urpeningum, lágu nú tómir í kös- inni. Hvergi var nokkur peningur sjáanlegur. Jú! Þarna á borðinu voru Jxeir í einum haug. Og í kringum borðið stóðu allir ættingjarnir. Þeir hlógu og töluðu. Þeir höfðu ekki búist við, að svo miklir peningar væru til. Þeir höfðu lika náð sér í öl í kjallaranum og voru allir hálffullir og nú ætluðu þeir að fara að skipta peningunum. Á stóra, fína leðursófanum, sem var svo fínn, að Anna Marja mátti ekki einu sinni tilla sér á hann á sunnudögum, stóð full öltunna og Melchior, langi frændi, stóð við liann í sunnudagsfrakka Hans Jörg- ens og tappaði • öli í krúsirnar. „Því sem einn hefur sparað sam- an, kemur annar til að eyða,“ sagði hann. „Heimskur karl var Hans Jörg- en. En hvað um það. Hann skal nú samt fá líkkistu með silíurhornum." Hinir mótmæltu. „Nei! Það fær hann ekki,“ sögðu þeir. „Hvað á sá ágjarni peninga- púki að gera með fína kistu? Sjálf- ur hefði liann ekki tímt því. Nei, ferkantaður kassi hæfir honum. Það er gott að við erum lausir við hann. Það er okkur öllum til mikillar gleði. Hvers vegna ættum við þá að gera útför hans veglegri en við er- um neyddir til?“ Dyrnar á næsta herbergi stóðu opnar. Hann leit þar inn. Þar lá hann sjálfur á fjölum, kaldur og stirðnaður. Og þar sat Anna Marja og grét. 110

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.