Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1958, Blaðsíða 9

Æskan - 01.09.1958, Blaðsíða 9
ÆSKAN ________________________________________________ — Það er skrýtið. Við verðum að kalla á hann. Þeir höfðu nú allir leitað fylgsnis bak við nokkra steina. Nokkuð langt í burtu sáu þeir gulan reyk leggja upp í loftið. Verkfræðingurinn flautaði á hundinn og kom hann hlaupandi von bráðar. Smith skreið nú varlega í áttina til reyksins. Hinir voru kyrrir og fylgdu honum með augunum. Állt í einu heyrðu þeir að Smith hrópaði upp yfir sig. — Það er náttúran sjálf, sem hér er að verki. Reykur- inn er frá brennisteinshver. Hinir hröðuðu sér nú til hans og að vitum þeirra lagði megna brennisteinsfýlu. Verkfræðingurinn rak hendina niður í hverinn, þar sem rauk. Vatnið var volgt. — Svona brennisteinsgufa læknar hálsbólgu, mælti hann. — Gott, sagði Pencroff. — Gallinn er aðeins sá, að ég hef ekki hálsbólgu. Þeir gengu nú lengra inn í skóginn og komu brátt að læknum. Rann hann milli liárra bakka úr rauðu jarð- lagi og nefndu þeir hann því Rauðalæk. Smith sagði að þessi rauði litur stafaði af því, hve mikið járn væri þar í jörðu. Gengu þeir nú með læknum niður að Grantsvatni. Hér var skógurinn öðruvísi en annars staðar. í stað barr- trjána uxu hér ýmis tré, sem heima eiga í Ástralíu og Tasmaníu. Sedrusviður óx hér einnig. En kókospálminn, sem vex á flestum eyjum í Kyrrahafinu, sást hér ekki. Það féll þeim miður, því að kókoshnetur hefðu komið hér í góðar þarfir og smakkazt vel. Það var krökt af fuglum í skóginum. Hvítar dúfur og gráar flögruðu þar um, páfagaukar með fjaðraskrauti í öllum litum regnbogans voru þar einnig og fasanar. Á einum stað rákust þeir á ferfætt dýr, skringilegt mjög, sem hoppaði, en gekk ekki, og flýtti sér að hörfa á flótta inn í runnana. — Kengúra! hrópaði Herbert. Pencroff setti á sprett á eftir dýrinu, en náði því auð- vitað ekki. Hundurinn gat ekki einu sinni hlaupið það uppi. — Bara að við hefðum haft byssur, mælti Pencroff, þegar hann kom aftur til þeirra. — Fyrst um sinn verðum við víst að nota boga og örv- ar, svaraði Smith. — Við getum víst bráðlega lært að nota það, ekki síður en Ástralíu-svertingjar. — Boga og örvarl hrópaði Pencroff. — Eins og ung- lingar leika sér að! — Vertu ekki svona heimtufrekur, mælti verkfræðing- urinn. — í mörg þúsund ár varð maðurinn að gera sér boga og örvar að góðu. Eldvopnin eru heldur ekki nein ný uppfinning. Allt í einu tók Toppur að gelta ákaft inn á milli runn- anna. Nab rann á hljóðið og sá að hundurinn átti í höggi við héra. Tvo héra var hann þegar búinn að yfir- ÆSKAN Aldarafmæli Þorfms Erlingssonar Ríi^erðasamkeppní. — VerSl^ ^^tgafa á verkum skalásms. Þann 27. september eru 100 ár liðin frá skáldsins Þorsteins Erlingssonar. 1 tilefni af þv* 11 ísafoldarprentsmiðja gefa út heildarútgáfu af veI^ skáldsins í þremur bindum og sér Tómas Guðifl1'1 son skáld um útgáfuna. ■ í tilefni af þessu merkisafmæli, efnir Æskan $ gerðasamkejipni meðal lesenda sinna. Ritgerðarefnið verður: Þorsteinn Erlingsson og málleysingjaf111 Þrenn verðlaun verða veitt: 1., 2. og 3. veP 0 verða heildarútgáfa á verkum Þorsteins Erlingssoú ísafoldarprentsmiðja hefur heitið Æskunni a® " þessi glæsilegu verðlaun, en þetta verða önnur , i verðlaunin, sem prentsmiðjan gefur blaðinu nú á 1 ári til ritgerðasamkepjjni hér í blaðinu. , \ Ritgerðir Jjurfa að hafa borizt til blaðsins janúar 1959 næstkomandi. Með hverri ritgerð þ3’1 vera fullt nafn liöfundar, heimilisfang og aldur. Hann fæddist 27. september 1858 að Stórumörk l' ir Eyjafjöllum, en hann ólst upp í F1 jótshlíðinni- r* • kom í skóla um tvítugt, og var þá þegar orðinn ‘ kunnur fyrir kveðskap sinn. Hann varð stúdent 18“; dvaldi síðan við nám og ritstörf í Kaupmannahöf1^ varð þá þjóðkunnur af kvæðum sínum, sem birtl , ,.Sunnanfara“ og „Eimreiðinni". Hélt aftur til ls!vjlóna 1895, og gegndi ritstjórnarstörfum bæði á Seyðisfi1’1’.fl^Ul Hallgrímssonar. Tók því kvæðasnið hans fiam Bíldudal og síðan í Reykjavík til 1903. Hann lif^ jádeij er áður var kunnugt hjá íslenzkum skáldum. Auk á ritstörfum og kennslu. Hann lézt árið 1914. ^vástav,U Væða 1 anda tímans orti hann ættjarðarljóð, hans komu fyrst út í Kaupmannahöfn 1897 og hétu lás,-arkVa.gi ^,jteihs Erlin ar“. Þorsteinn var mjög hagort skáld, og auk þess sú* si^^,. ungssonar, vís á orðalag allt, að slíkt lrafði vart sézt síðan á döí Ul> og „Eiðurinn“ einnig. og ljóð um íslenzka náttúru. Ljóðabók Þor- Þyrnar“, hefur komið út mörgum Nú hefja fuglar sumarsöng um sína björtu vegi, og von er þér sé þögnin löng á þessum glaða degi. En hvernig cetti að óma nú þinn dlftarómur bliði? d forarvœtli verður þú að vera borgar prýði. osw4S-“s cí'- °g er misst °rf‘íS?>«*■■*!, En ekJte' xf öð þu ber / . sitjir d %;zpun>^ um. Ég veit hvar álft frá veiði fer, af viði köldum svifin, og fjöður hdlf þar engin er og ekki sauri drifin; á breiðum vœngjum fer hún frjáls með fjallabeltum háum og speglar mjallahvitan háls i heiðarvötnum bláum. vinna. Nab tók hérana upp og hélt aftur til félaga sinna. Hérarnir voru á stærð við kanínur, en skinn þeirra voru gul. — Húrral Þarna kemur steikin! hrópaði Pencroff. — Nú getum við snúið heimleiðis aftur. Þeir héldu nú samt áfram meðfram læknum, unz þeir komu að Grantsvatni. Er þeir komu út úr skóginum, niður að vatnsbrúninni, sáu þeir að vatnið var stórt um sig. Bæði í vatnsmálinu og á eyjum, er voru í vatninu, sáu þeir urmul af alls konar vað- og sundfuglum, svo sem villiöndum, pelikönum, mýrahænum og fleiri fugl- um. Úti á sléttum vatnsfletinum gáraði vatnið mjög, og benti það ótvírætt á, að í vatninu væri gnægð fiskjar. — Það er mikil björg í þessu vatni, mælti Spilett. — Hér vildi ég eiga bústað. En nú urðu þeir að halda áfram til hellisins. Þeir brutust nú aftur gegnum skóginn, gegn- um runna og kjarr, þar sem mannsfótur hafði aldrei stígið fyrr. Um dagsetur náðu þeir til hellisins. Nab og Pencroff sneru sér að eldamennskunni og tóku þegar til við að steikja hérana. Allir hrósuðu matnum. Er þeir höfðu matast og hvílt sig, dró Smith nokkra steina upp úr vasa sínum og mælti: — Sjáið, félagar, hvað ég hef fundið. Hér er járngrýti, brennisteinn og harður leir. Og hcr er kalk og kol. Allt þetta gefur* móðir jörð okkur og við þurfum ekki að greiða neitt fyrir það. Á morgun tökum við til starfa. 7. KAFLI. - STARFIÐ HEFST. — Á hverju eigum við að byrja? spurði Pencroff moig- uninn eftir. — Byrjuninni, svaraði Smith. Og víst er það, að sannarlega þurftu þeir að byrja á „byrjuninni". Þeir höfðu engin hjálpartæki önnur en sínar eigin hendur. Hið fyrsta, sem verkfræðingurinn sneri sér að, var að búa til eldstæði, þar sem hægt væri að brenna leirinn. Þarna var bæði hægt að afla sér timburs og kola til eldiviðar. — Úr hverju eigum við að byggja bræðsluofninn? spurði Pencroff. — Úr múrsteini, svaraði verkfræðingurinn. __ Og úr hverju eigum við að búa mursteininn til? — Úr leir. Nab verður að matbúa fyrir okkur meðan við vinnum. - En ef við náum ekki í neitt til matar, af því að við höfum engin vopn til veiða? spurði Spilett. - Ef við hefðum nú aðeins haft þó ekki væri nema hníf, hefðum við getað smíðað handa okkur boga og örvar, bætti Pencroff við. - Hníf, já, tautaði Smith við sjálfan sig. Hann leit upp hugsandi og horfði á Topp, sem hljóp fram og aftur í fjörunni. En allt í einu birti yfir svip hans. Framh. 113 112

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.