Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1958, Blaðsíða 12

Æskan - 01.09.1958, Blaðsíða 12
ÆSKAN Borðtennis. Það eru ekki allir, sem iiafa ráð á að kaupa eða hafa nægilega stórt húsnæði fyrir borðtennisborð, en ])á verðum við að láta okkur nægja minna borð. Venjulegt garðborð eða spilaborð getur verið ágætt. Allt og sumt, sem þarf til, er stálvir, sem bcygður er eitthvað Jikt þvi, sem sýnt er á myndinni. Auðvitað vcrður að gera það svo tryggilegt, að hann sé stöðugur á borð- inu. Það er jafnvel hægt að búa til tré- lista, sem vírinn gæti staðið i. Boltinn á að fara i gegnum virhringinn, en annars eru reglurnar alveg eins og i venjulegum borðtennis. 1 JÍóSum byr. Þegar hvessir, getur verið mjög gaman að eiga vagn, skemmtilegan vagn með segl- um, eins og þennan á myndinni. Það cr auðvelt að búa hann til. Þið þurfið að skera pappaspjald út eins og sýnt er á myndinni. Svo skuluð þið finna nokkur tóm tvinnakefli. í gegnum þau stingið þið fínum stálþræði, sem verður öxull, og festa hann með því að beygja hann um odda pappaspjaldsins. Ennfremur þurfið þið 6 þunnar korkskífur til þess að halda kcflunum kyrrum, svo að vagninn geti far- ið beint. Segl þarf lika úr pappír eða einliverju þunnu efni og siglutréð er úr mjóum trépinna. Siglutrénu er fest með stálþræði, sem er festur í öll fjögur hornin (sjá myndinah Eigi fer hjá þvi, þcgar safnað hefur ver- ið um stund, að maður sitji uppi með tvö eða fleiri eintök af sama merkinu. Þá er tækifæri til að skipta. Bezt er að líma merkin, scm skipta skal, inn i hefti, sem til þess eru ætluð, helzt í röð eftir löndum og eftir útgáfum. Síðan verður að tilgreina númer merkisins í verðlistanum, sem not- aður er, svo og verðið, sem þar er skráð, og tilgreina utan á heftinu, hvaða vcrðlisii liefur vcrið notaður og hvaða ár hann gildir fyrir. Þess skal getið, að þetta verð táknar ekki hið raunverulega verð merkj- anna, sem vanalega er talsvert lægra. Þeg- ar merkjum er skipt á að fást sama verð- gildi í frimerkjum, miðað við verðlista, í stað þeirra, sem látin eru. Þá er það regla, að dýr merki komi fyrir ódýr og lielzt aldrei meira en tvö merki (t. d. 25 kr. merki) fyrir eitt (t. d. 50 kr.), ef um góð merki er að ræða. Handhægasta leiðin til þess að koma skrið á skiptin er að gerast meðlimur góðs „frímerkja-klúbbs", en af þeim er nóg í öllum löndum. Árgjaldið, sem er lágt, er hægt að greiða í ónotuðum íslenzkum frímerkjum, og svo er enginn kostnaður nema burðargjaldið undir hett- in og andvirði merkjanna, scm fást. Marg- ir skipta við einn eða fleiri einstaklinga í öðrum löndum á þann hátt, að þeir senda lista yfir þau merki, sem þá vantar frá þvi landi, sem þeir safna (vcrðlista-númer), og fá svo aftur lista yfir íslenzk (eða önnur) merki, sem viðskiptavininn vantar. Skiptaleiðin er miklu ódýrari en sú að- ferð að kaupa merki, en hún er seinfarnari og kostar meiri vinnu. Mörg sjaldgæf merki cr erfitt að fá i skiptum, enda vandasamt að finna nokkuð, sem hægt er að láta i staðinn. Slik merki verður að kaupa, ef þau eiga að fást í safnið. Vel verður að velja staðinn, þar sem dýr merki eru keypt. Báðiegast er að velja sér þekkt og vandað fyrirtæki, er með reynslu sinni og þekkingu getur ábyrgzt, að merkin séu ósvikin, og auk þess gefið góð ráð og bendingar. Pramhald. Huntlurlnn Rex. Gamla frú Janson var mjög hreykin af hundinum sínum, Bex, en aftur á móti þótti henni lítið til þess óvana hundsins koma, að hann setti sig aldrei úr færi að hringa sig niður í uppáhalds hægindastól- inn hennar fyrir framan arininn. En hún þorði ekki að hreyfa við hund- inum, því hún vildi ekki móðga liann og liélt að hann mundi bita sig. Svo hún tók það ráð að fara út að glugganum og mjálma eins og köttur. En Bex hreyfði sig ekk> að hcldur. Þá sá gamla konan sig tíl neydda að setjast sjálf á bekkinn og láta Bex eiga sig. , En svo var það einn dag, þegar Bex kom inn, að matmóðir hans sat í stólnum- Hann ráfaði ýlfrandi um gólfið og settist fyrir framan iiana á gólfið um stund og starði á hana. Svo fór hann út i gluggann og rak upp spangól. Þá stóð frú Janson upp til að athuga hvers vegna hann væri að spangóla. En ]>egar hún sneri sér við aftur var Bex að liringa sig niður í stólinn. Dægradvöl. 1. Hvers vegna hefur strúturinn svona langa fætur? 2. Hversu mörg linsoðin egg getur stór og hraustur maður etið á fastandi maga? 3. Hver verður sterkari eftir þvi sem hann eldist? 4. Hver gelur stöðvað tiu bíla með ann- arri hendinni? 5. Að hverju leita allar stúlkur, en von- ast samt eftir að finna ekki? Svör eru á bls. 118. Þann 27. sept. mun út koma nýtt fri- merki með hestsmynd að verðgildum: 10 aurar og 2,25. Þetta verða vafalaust vin- sæl merki, því að þarfasti þjónninn hefði löngu fyrr átt skilið þá virðingu, seru honum er nú loks sýnd með þessu merki. 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.