Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1958, Blaðsíða 14

Æskan - 01.09.1958, Blaðsíða 14
ÆSKAN Leó sleikti aftur fótinn. „Já, nú er það aðeins eitt, sem ég get gert og það er að biða og sjá hvað setur.“ Til allrar hamingju var hann á lítilli syllu, svo að hann gat lagzt niður. — Sólin skein og Leó varð syfjaður. Hann færði sig eins langt frá brúninni og liann gat, svo að hann dytti ekki niður — og svo sofnaði hann. — Hann vaknaði við það, að einhver var að hoppa í kring um hann. Það var kengúra. Leó glennti upp augun, því að hún leit alls elcki út eins og aðrar kengúrur, sem hann hafði séð. Leó kleip sig í magann og starði. Hann var þá vakandi. Þá hlaut þetta að vera rétt, Kengúran var með rennilás á maganum. — Kengúran brosti, þegar hún sá undrun hans. Svo sagði hún: „Svona erum við aliar kengúrurnar, sem búum hérna í fjöllununi- — Þá detta börnin okkar ekki út, þegar við stökkvum. Ég heiti Dolly,“ hélt kengúran áfram og rétti Leó „höndina“. „Og þetta er Hip.“ Leó reyndi að risa á fætur til þess að heilsa Dolly og Hip, en Dolly sagði: „Ó, hefur þú meitt þig? Lof mér að sjá.“ Hún beygði sig yfir hann. — „Já, þetta er töluvert djúpt sár. Þetta verður að þvo. Ég bý hérna alveg í grenndinni. Reyndu að ganga með mér,“ sagði hún og hjálpaði Leó á fætur. — Svo studdi hún Leó heim í hús hennar og þau röbbuðu saman á leiðinni. Leó sagði henni allt um sig og ævintýri sín og hvernig á þvi stóð, að hann var þangað kominn. 7U-i ~Tf7~ * TXT Kemur ut einu sinni í mánuði, og auk þess fá skuldlausir /1r i i a llV r\ 1 kaupendur litprentað jólablað. — Árgangurinn kr. 35.00. ^mmmmmmmmmmmmmmm^ Gjalddagi er 1. apríl. Afgreiðsla: Kirkjutorgi 4. Sími 14235. Utanáskrift: Æskan, pósthólf 14. — Ritstjóri: Grimur Engilberts, sími 12042, pósthólf 601. Afgreiðslumaður: Jóhann ögm. Oddsson, simi 13339. — Útgefandi: Stórstúka íslands. — Prentsmiðjan Oddi h.f. Dœjírailvöl. Svör af bls. 116. 1. Annars mundi hann ekki ná niður á jörðina. 2. Eitt — þegar hann hefur borð- að það, er hann ekki lengur fastandi. 3. Osturinn. 4. Lögregluþjónn. 5. Gat á sokkn- um. 118

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.