Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 8

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 8
ÆSKAN_________________________________________________ — Eina mínútu yfir fimm, svaraði Spilett, sem stóð með úrið í hendinni. Hafi úr hans alltaf gengið rétt síðan hann fór að heiman, þá var mismunur á tíma kringum fimm klukku- stundir á Lincolnseyju og Washington, því hér átti klukk- an að vera 12 á hádegi, er sól var hæst á lofti. Ef sólinni miðar um 15 gr. á hverjum klukkutíma á göngu sinní umhverfis jörðina sólarhring hvern, var auðvelt að reikna út, að Lincolnseyja hlaut að vera 75 gr. fyrir vestan Washington. Smith var kunnugt um, að Washington lá hér um bil á 77. breiddargráðu vestlægrar breiddar, og þegar hann svo lagði þessar tölur saman, komst hann að þeirri niðurstöðu, að eyjan lægi á 152 gr. fyrir vestan Greenwitch. Eftir þessum útreikningum komst Smith að þeirri nið- urstöðu, að aðrar eyjar myndu ekki vera þarna nálægar, því að hann hafði aldrei heyrt getið um neinar eyjar í þessum hluta Kyrrahafsins. Er hann hugsaði nánar um þetta, kom í ljós, að eyjan var að minnsta kosti í 1200 sjómílna fjarlægð frá Tahiti, yfir 1800 sjómílur frá Nýja Sjálandi og meira en 4500 sjómílur frá Ameríku. Þýðing- arlaust var því að gera tilraun með að komast á lélegum báti alla þessa vegalengd. Annars höfðu þeir engin áhöld til að smíða skip eða bát. Þó byrjuðu þeir næstu daga að vinna járn úr málin- grýti, sem þarna var nóg af. Brutu þeir grjótið úr fjall- inu og söfnuðu því í hrúgur eftir að hafa mulið það smátt. Annað lagið í hrúgunni var grjót, hitt kol. Þá bjuggu þeir til fýsibelg úr selskinni. Þegar belgurinn var svo þeyttur, jókst hitinn svo mjög, að járnið bráðnaði og skildist frá gjallinu. Nú gátu þeir smíðað jarðhögg, teng- ur, axir, hnífa og marga aðra þarfa hluti, sem þá van- hagaði um. Leið nú fram í maí og veturinn nálgaðist þarna á suðurhelmingi jarðar. Maí svarar til nóvember hjá okk- ur. Himininn hafði verið skýjaður marga daga og útlit var fyrir regn og storm. Ennþá var þó ekki orðið mjög kalt, en þó fóru þeir að hugsa um, að þeir þyrftu hlýrri og betri bústað, er vetraði, en hellirinn gat veitt þeim. — Ég held að það sé nú bezt, að við lítum í kringum okkur fyrst, mælti Smith, er þetta barst í tal milli þeirra. — Hvemig þá? spurði Spilett. — Það býr enginn hér á eynni. — Vel gæti það átt sér stað, mælti verkfræðingurinn. — Við vitum það ekki með vissu. Og enda þótt hér séu engir menn, þá geta verið hér hættuleg villidýr. Þess vegna verðum við að finna eða útbúa okkur eitt- hvert skýli, þar sem við getum verið öruggir og þar sem við getum haldið vörð. Við verðum að vera við öllu búnir. Eyjan er einmitt staðsett þar í Kyrrahafinu, sem malaiskir sjóræningjar hafa oft leitað til. 0 w <U U O O O o O O'OO O O ft v» u qOOOOOOq 0oOOOOoc 0ooooooo0 5 o O O O 00 o O oc ° o O O O O O 0°0 ^OOOOOOO0 °OoOO °OoOOOO° * *» r O * ° Afmælisdagur I Þann 24. október eru 13 ár lið- in frá því að stofnskrá Samein- uðu þjóðanna gekk í gildi. Er sá dagur síðan talinn afmælisdagur alþjóðasamtakanna. Er dagurinn ár hvert hátíðlegur lialdinn um víða veröld, fyrst og fremst með- al hinna 82 þátttökuþjóða, en einnig víðar. Á 12 ára afmælis- deginum á síðastliðnu ári var dagsins minnst á Norðurlöndum á líkan hátt og fyrr. Forystu- menn héldu ræður, efnt var til fundahalda og hljómleilta. Viða var dagsins minnst á sér- kennilegan hátt. í Braziliu liélt t. d. Fjallamannafélagið í Rio de Janeiro upp á daginn með þvi, að félagarnir klifu eitt af hæstu fjöllunum, scm umlykur borgina. Fóru þeir áður ókunna stigu upp fjallið og reistu fána Sameinuðu þjóðanna á fjallstoppnum. í Chile söfnuðust saman 20.000 börn á einum stað til þess að hylla fána Sameinuðu þjóðanna. Mynd 2. 128 Nýif starfsmenn óskast fyrir ÆSKUNA. 20—25% í ómakslaun.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.