Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 9

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 9
oOu,JU ° O Oo _ ÆSKAN , o° ^ O O í* o o oO°o o°o O O O O O o ° *o> ijóOasamtakanna Mynd 1. - Norðmaðurinn Tryggvi Lie (til hægri) var fyrsti fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna. Hann lét af því starfi í aprílmánuði 1953, er Dag Hamm- arskjöld (lil vinstri) tók við starfinu og hefur gegnt því síðan. Hammarskjöld er rúmlega fimmt- ugur að aldri, lögfræðingur og hagfræðingur að menntun. Mynd 2. - Eitt stærsta vandamál Sameinuðu þjóðanna er flótta- mannavandamálið. Mynd til vinstri sýnir arabíska móðir með barn sitt, sem lifir í tjaldbúðum þeim, er samtök S. Þ. liafa kom- ið upþ handa flóttafólki við botn Miðjarðarhafsins. Mynd 3 sýnir fióttafólk á vegum samtakanna hér í Evrópu. - Er það mögulegt? mælti Herbert. - Svona langt frá öðrum löndum. - Já, Malajar eru duglegir sjómenn, svaraði verkfræð- ingurinn. — Það er betra að vera á verði gagnvart þeim. - Líklega væri þá bezt að byggja vígi, þar sem við gætum varizt villimönnum — bæði tví- og fjórfættum, mælti Pencroff. — En eigum við nú ekki að rannsaka alla eyna áður en meira er aðhafst. - Víst væri það bezt, mælti Spilett. - Hver veit nema við finnum viðunanlegan bústað hinum megin á eynni. - Satt er það, svaraði verkfræðingurinn. — En við megum ekki gleyma því að búsetja okkur þar, sem gott er að ná til vatns. Þegar við stóðum á Franklínsfjallinu, komum við hvorki auga á ár eða læki í vesturátt. En hér er bæði Miskunnaráin og Grantsvatnið. - Getum við ekki byggt okkur hús hérna við Grants- vatnið? spurði Pencroff. - Jú, en fyrst verðum við að litast um. Ef við finnum eitthvert skýli, sem náttúran sjálf hefur búið til, spörum við okkur mikið erfiði. Þar að auki væri ekki svo auðvelt fyrir óvini okkar að finna okkur, ef við værum til dæm- is í helli hátt uppi í fjalli. - En við höfum nú virt fyrir okkur granítbjörgin með- fram allri ströndinni og þar er ekki hægt að sjá eina einustu rifu, mælti Spilett. — En ef við gætum nú byggt okkur skýli hátt uppi í hömrunum, mælti Pencroff. - Þar gætum við verið ör- uggir. Við yrðum að hafa þar fimm eða sex herbergi... — Og glugga, skaut Herbert inn í og hló. — Og stiga upp, mælti Nab. - Já, þið hlæið nú, sagði sjómaðurinn. — En vegna hvers er þetta ómögulegt? Jarðhögg og annað slíkt höf- um við og vafalaust býr Cyrus Smith til sprengiefni, ef við þörfnumst þess. Þessu gegndi verkfræðingurinn engu, en stakk upp á, að þeir skyldu enn einu sinni rannsaka hamravegginn gaumgæfilega, allt frá árósnum og norður eftir. Þetta gerðu þeir, en allt kom fyrir ekki. Hamramir voru alls staðar sléttir og jafnir. Það sást ekki svo stór glufa eða rifa, að hægt væri að fela hund í henni. Þeir sneru nú aftur áleiðis til Grantsvatns og gengu kringum vatnið til að ganga úr skugga um, hvort þeir kæmu ekki auga á neinn þann stað, er þeim litist hent- ugur til búsetu. En þeir urðu ekki lítið undrandi, er þeir komust að raun um, að vatnið virtist ekki hafa neitt a£- rennsli. Þar sem nú Rauðilækur rann í vatnið, hlaut það að hafa eitthvert afrennsli. - Ef til vill hefur það rutt sér farveg gegnum fjallið, mælti Smith. — O-jæja. Ég held nú að okkur megi standa á sama um hvað verður af því, sagði Spilett. Framhald. Kaupendum ÆSKUNNAR hefur fjölgað mikið á árinu. Áfram núl 129

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.