Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 16

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 16
Jólablað Æskunnar HvaS eiga þeir að gera? Þessir tveir dýragarðsverðir eiga að fara með gíraffann til dýragarðsins. Hingað til hefur ferð- in gengið vel, en nú er komið babb í bátinn. Eins og þið getið séð, hefur bíllinn numið stað- ar fyrir framan brú eina. Mennirnir tveir hafa farið út úr bílnum og bollaleggja nú, hvernig j)cir eiga að koma hinum hávaxna gíraffa í gegn. Þeir virðast ekki geta jjað. Getið jiið hjálp- að þeim? Ráðningar sendist til blaðsins fyrir 15. janúar 1959. Þrenn verðlaun, sem verða útgáfu- bækur Æskunnar, verða veitt fyrir rétt svör. „Honum hefur ekki dottið í hug, að jjað kæmi nokkur af þínu tagi. Farðu burtu, gamli maður. Hér er ekki boð fyrir þig eða þína líka.“ „Bara að þú fáir ekki að iðrast stór- mennsku þinnar,“ sagði gamli maður- inn. Og svo fór hann. í höllinni var hin mikla veizla byrj- uð. Þar vantaði ekkert af munaði lífs- ins. Þar var eplamauk, öl, létt vín og sætir drykkir handa konunum, steik, súpa og ávextir. Greifinn gekk sjálfur um, frá borði til borðs, og sá um, að allt gengi jaínt vfir og allir fengju nóg. Svo, þegar allir voru orðnir vel mettir, var gert ofurlítið hlé á veiting- unum. Þá kallaði greifinn á hina skrautklæddu barnfóstru og bað hana að færa sér hið litla greifabarn. „Láttu mig fá þann litla,“ sagði hann. Hann tók barnið, lyfti því hátt 1 brmum sér og kallaði: „Nú, vinir mín- ir, hrópum við kröftugt húrra fyrir erfingja greifadærnisins." Gestirnir létu ekki segja sér það tvisvar. Stormur af húrrahrópum streymdi upp úr hvers manns hálsi. — En snögglega þögnuðu hrópin og dauðaþögn féll á. Greifinn, sem hamp- aði baminu, stóð við efstu tröppu marmarastigans, sem lá upp á svalirn- ar, gekk einu skrefi of langt, hrasaði, og missti barnið. En það valt tröppu af tröppu, þar til það lá líflaust á neðstu tröppunni. Hinn ólánssami faðir horfði í kring- um sig. „Bjargið honuml Frelsið hannl“ hrópaði hann í örvæntingu. „Hálfa höllina, — helming eigna minna gef ég þeim, sem færir mér barnið lifandi.“ Enginn hreyfði sig. Allir vissu, að öll hjálp var óhugsanleg. Þá heyrðist ein rödd úr fjarlægð: „Víkið frá! - Víkið frál - Lofið mér að komast áfram.“ Og hinn gamli, fátæki maður þrengdi sér í gegnum mannþvöguna að marmaratröppunni, þar sem barnið lá. Hann hafði staðið við tré úti í garðinum og séð allt. „Náðugi greifi,“ sagði hann. „Ég kom hér í dag í tilefni af boði þínu. En dyravörðurinn þinn vísaði mér burtu með hörðum orðum. Hann sagði að ég væri ekki verður þess, að sitja með gestum þínum hér.“ Greifinn leit sorgbitinn á hann. „Þess vegna hefur þessi ógæfa hent mig. Ég hef látið vísa fátækum manni lrá dyrum mínum á þeim degi, sem átti að vera heiðursdagur minn. Ó, — sá ósvífni þjónnl — Hann hefur kall- að ógæfuna yfir mig. Hann skal burt, burt á þessu augnabliki! Látið hann ekki koma fyrir augu mín. Ég skal láta riddara mína misþyrma honum.“ Gamli maðurinn sagði blíðlega: „Fyrirgefðu honum, náðugi herra, eins og ég fyrirgef honum. Ásakaðu ekki sjálfan þig; þú átt enga sök á jiví, sem skeð hefur. Þess vegna gef ég þér son þinn aftur. Ég get hjálpað; jjess vegna smaug ég hér inn á meðan dyravörðurinn sneri að mér bakinu. Leiðið mig til barnsins.“ Greifinn leiddi hann til barnsins, sem lá á marmaratröppunni eins og liðið lík, svo náfölt sem hvítasti marm- ari. Gamli maðurinn beygði sig og gerði krossmark með fingri á enni litla drengsins. Um leið opnaði barnið augun og á sömu stundu var það heil- brygt. „Taktu son jjinn, greifi,“ sagði sá gamli. „Hann er fullkomlega heil- brigður, og á langt líf fyrir höndum.“ Greifinn tók barnið upp, þrýsti því að brjósti sér og rétti það svo barn- fóstrunni. Svo kastaði hann sér á kné við fætur öldungsins og sagði: „Hver ert þú, sem hefur mátt til að gefa dauðum líf? Hver ert þú, sem svoleiðis getur breytt sorg í gleði?“ „Ég er sá,“ sagði öldungurinn, „sem reyni að gróðursetja kærleika í þeim hjörtum, sem eru steinrunnin af smá- munasemi í daglegu lífi. Ég er sá, sem elskar Joá, sem eru miskunnsamir og bið fyrir þeim, sem illa breyta. Fyrir þann greiða, sem ég hef gert þér, bið ég aðeins um eitt: Fyrirgefðu dyra- verði þínum. Ég ábyrgist, að hann lokar ekki gamlan, fátækan mann úti, ef þú sjálfur villt taka á móti honum.“ Greifinn beygði höfuð sitt í auð- mýkt fyrir gamla manninum. Og um leið og öldungurinn yfirgaf höllina, hljómuðu margraddaðar blessunarósk- 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.