Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 20

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 20
jolablað Æskunnar livort þeir hafi orðið varir við nokk- uð óvenjulegt. JÓNAS: Ég vildi óska, að þessi nótt væri liðin og kominn nýr dagur. Það er ekkert spaug að standa hér í kulda og rigningu. Ef það rigndi þá dálítið duglega, kæmi steypiregn, svo að bændurnir, sem sitja heima í hlýjum húsakynnum (hristir sig) létu sér detta í hug, að nú væri tími til kominn að hýsa skepnurnar... En sjáðu. Hvað er þetta? Er þetta ekki skrýtin birta, þarna uppi í loftinu. Aldrei á ævi minni hef ég séð neitt þessu líkt að næturlagi. ESRA: Þetta er einkennilegt. Það er svo bjart allt í einu, að maður gæti lialdið, að sólin væri að koma upp, og þó er varla komið langt fram yfir miðnætti. JÓNAS: Þetta er bara á einum stað á himninum. Annars staðar er jafn- dimmt og venjulega um þetta leyti nætur. ESRA: Er það sem mér sýnist, að Ijósbjarminn færist alltaf nær og nær? JÓNAS: Það er ekki um að villast, og hann vex og verður alltaf skærari og skærari. Hvað getur þetta verið? Mér fer nú hreint ekki að verða um sel. ESRA: Ég segi sama. Nú höfum við hafst við undir beru lofti í svo mörg ár, og aldrei höfum við séð neitt svip- að (söngur heyrist í fjarska). Líttu á. Þetta færist nær og nær. JÓNAS: Við skulum vera alveg kyrrir. Mér heyrist sungið einhvers staðar langt í burtu. ESRA: Ég heyri ekkert. Ég held, að ímyndunaraflið sé farið að hlaupa með þig f gönur. JÓNAS: Reyndu að vera alveg ró- legur. (Söngurinn heyrist nokkru greinilegar). Heyrir þú ekki líka? ESRA: Vissulega. Þú hefur á réttu að standa, Jónas. Hvað er eiginlega um að vera? Nú er ljósbjarminn rétt uppi yfir höfðinu á okkur. Það er fegurra en nokkur dagsbirta. Eigum við ekki að hlaupa til hinna smal- anna? JÓNAS: Það er óþarfi, því að þeir koma þarna hlaupandi. (Hrópar) Hafið þið séð og heyrt... ? Nei, ég þori ekki að líta upp lengur. ESRA: Drottinn veri oss líknsamur. Hvað er þetta? (Englasöngurinn heyr- ist skýrar og nœr. Svo hljóðnar hann og heyrist nú veikt i fjarlœgð, en ein rödcl tónar: Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, þvi að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Söngurinn verður aftur sterkari). Englasöngur: Dýrð sé guði í upp- hæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á. (Stutt þögn). ESRA: Heyrðir þú, Jónas, og skild- ir það, sem sagt var? JÓNAS: Hvert einasta orð, sem eng- illinn sagði, er mér svo minnisstætt, að ég mun aldrei gleyma neinu þeirra. En ég skildi það samt ekki vel. ESRA: Það gerði ég ekki heldur. En ég er sannfærður um, að þetta var engill frá guði. Ég varð svo sæll og glaður, að því verður ekki með orðum lýst. ,Ég óskaði þess af öllu hjarta, að hann héldi áfram í það óendanlega. JÓNAS: Aldrei hef ég heyrt neitt svo fagurt, að það komist í hálfkvisti við englasönginn áðan. Ég er, eins og þú viss um, að þetta voru englar frá guði. ESRA: Engillinn sagði það svo greinilega, að um það er ekki hægt að efast, að sá frelsari, sem þjóðin okkar liefur vonað og beðið eftir í svo marg- ar aldir, er nú fæddur. Meistarinn, sem spámennirnir hafa sagt að aetti að fæðast í Betlehem, borg Davíðs, og af ætt hans, hann hefur komið í heini' inn í nótt. Ég get ekki liugsað þessa hugsun til enda, hún er svo stórfeng- leg. JÓNAS: Ég heyrði þennan boðskap líka — og að við mundum finna ung- barn, reifað og liggjandi í jötu í borg Davíðs. Við skulum flýta okkur þang- að og finna barnið. ESRA: Ekki getum við báðir farið. Ég skal vera hér og gæta hjarðarinn- ar. Þú kemur svo aftur og segir mér frá því, sem fyrir þig ber. ÞULUR: Og Jónas lagði af stað til Betlehem. En hann var ekki einn á ferð. Margir fjárhirðar aðrir höfðu séð Ijósbjarmann fagra og heyrt söng englanna. Þeir skunduðu líka til borg- ar Davíðs. En úti í haganum beið Esra. Langur tími leið, margar klukku- stundir. Loks heyrði hann rödd Jón- asar aftur. JÓNAS: Esra, Esral Hvar ertu? (Rödd Esra heyrist i fjarlœgð). ESRA: Ég er hérna. Ég er að koma og flýti mér allt hvað af tekur. (Rödd hans smáskýrist). JÓNAS: Ertu þarna, Esra? ESRA: Ég var að hlaupa í kringum íéð, til þess að athuga, hvort allt væri í lagi. JÓNAS: Já, auðvitað megum við ekki gleyma skyldum okkar, en ég hef frá svo mörgu að segja, að ég er að springa af óþolinmæði. ESRA: Funduð þið barnið? JÓNAS: Já, við fundum bæði barn- ið og foreldra þess. ESRA: En hvernig gátuð þið fund- ið staðinn þar sem bamið var? Þið vissuð aðeins, að það átti að liggja i jötu, og ekki var það nú mikill leiðar- vísir. JÓNAS: Meðan við vorum á leið- inni til Betlehem, komum við allt í 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.