Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 24

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 24
jólablað Æskunnar Ein sýningin í hringleikahúsinu. Inngangurinn í Tívolí. Útsýnisturninn í Dýragarðinuin. T í V O L í. Tívolí er þekktasti skemmtistaður Dana og frægur víða um heim. Liggur hann í hjarta borgarinnar. Þangað fara flestir ferðamenn, sem til Kaupmannahaínar koma. Aðgangseyrir að garðinum er ódýr og geta því ílestir veitt sér að koma í hann. Þarna getur að líta fólk frá mörgum löndum heims, hvíta og svarta, ríka og fátæka. Allir geta skemmt sér, því að eitthvað er fyrir alla. Skemmtitækin eru mörg skrautleg og hreinleg. Þarna er hljómlistasalur fyrir æðri tónlist. Á hverju kvöldi eru skemmtiatriði undir beru lofti: dans, fimleikar o. m. fl. Diska og blöðrur er hægt að fá að revna að skjóta niður. Einnig eru ýmis lítil fjárhættuspil, sem mögulegt er að vinna á dýr, brúður og bíla, ef heppnin er með. Allt kostar þetta eitthvað, en þeir, sem ekki liafa efni á að fara í skemmtitækin, geta gengið um í garðinum, horft á gosbrunnana, litlu bátana og fuglana, sem synda á vatn- inu. Mikið er af fögrum trjám og litlum gangstígum, og víðast hvar bekkir, sem fólk getur setið á. Það er ágústkvöld. Hundruð ljósa lýsa upp þann fagra stað, Tívolí. Hér er allt iðandi af lífi, flest íerðamenn, sem komnir eru til að sjá fegurð og líf garðsins, og marg- ir til að fara í ýmis skemmtitæki, sem leiða þá inn í nýja heima undrunar og jafnvel skelfingar. Það, sem freistaði mín mest, var að komast í hinn marg- umtalaða „rússibana". Er það löng lest af litlum far- þegavögnum, sem renna með ofsahraða upp og niður brattar brekkur. Stúlkan, sem með mér var, og ég, kúrð- um okkur niður í sætin og köll okkar sameinuðust hróp- um margra annarra, er við þustum niður brekkurnar og vindurinn þaut um vangana. Höíuðið hnykktist aftur og hárið stóð í allar áttir, eins og það vildi komast langt í burtu, er við flugum upp brekkurnar. Tilhlökkunin var mikil í dimmu göngunum og þegar við steyptumst nið- ur í myrkrið. Svo var það liðið. Næst fórum við inn í eins konar álfahöll. Við sátum í báti, sem vaggaði eftir síkjum. Þar sýndist okkur bera fyrir augun tré og blóm, fólk við strendur Miðjarðar- hafsins og nokkru síðar birnir við íshafið. Dauf birta í öllum regnbogans litum féll niður á þessi undurfögru leiksvið og ég gat ekkert annað sagt á meðan: „dásam- legt og yndislega fallegt." Parísarhjólið er geysistórt út- sýnistæki með mörgum sætakörfum fyrir farþega. Þaðan sáum við yfir allan garðinn. Gosbrunnana í allri sinni litardýrð og ástfangin kærustupör í faðmlögum. Þar var kínverskur turn og gnæfði hann yfir trén, þótt há væru. í speglasalnum er fjöldi boginna spegla, sém breyta útliti fólks ótrúlega mikið. Hló ég mest að mér, þar sem ég virtist með langan svanaháls. í miðjum salnum var skál með vatni. Stakk ég hendinni í tilraunaskyni niður í hana, en kippti hendinni fljótt upp aftur. Ég hafði feng- ið sterkan rafstraum í mig. Við reikuðum um garðinn og gengum yfir litla brú og horfðum niður í vatnið. Marglitir fiskar syntu þar um, cn flýttu sér í allar áttir, er lítill strákur kastaði steini í vatnið. Bidsted-hjónin, sem kenna ballett á veturna heima á íslandi, voru að dansa, er við komum að leiksviðinu. Einnig sáum við Hindúa sýna listir sínar. Voru þeir átta. Fyrst stukku sjö þeirra upp á axlir eins þeirra og gerðu ýmsar „kúnstir". Aldrei fyrr hef ég séð jafnliðuga menn. Að síðustu stukku þeir um 50—100 kollhnísa í loftinu. Byrjaði ég að telja velturnar, þegar þeir voru komnir langt á leið, halði ég þó ekki við og hef áreiðanlega verið orðin miklu ruglaðri en þeir að lokum. Ljósin tindruðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.