Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 31

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 31
Jólablað Æskunnar stökk á fætur og fór að gelta, og á eftir honum kom gríðarstór hundur, sem hét Úlfur. Filippus litli tók til fótanna og hundarnir eltu hann. Hann hrópaði eins hátt og hann gat. Allt í einu hrasaði hann og datt. Gamall bóndi kom þar að, þaggaði niður í hundunum og sagði við Filippus: „Af hverju hleypurðu svona, strákur. Hvert ertu að fara?“ Drengurinn anzaði engu, heldur stóð á fætur og tók til að hlaupa af öllum kröftum. Nú kom hann að skólanum. Þar var enginn á dyraþrep- unum, en hann heyrði raddir barnanna fyrir innan. Filip- pus varð skyndilega hræddur: „Hvað skyldi kennarinn gera við mig?“ Og hann hugsaði með sér, hvað hann ætti nú að taka til bragðs. Ef hann færi ekki inn, mundu hundarnir éta hann, en ef hann færi inn, yrði kennarinn reiður. Nú gekk kona fram hjá með fötu í hendinni. Þegar hún sá Filippus, sagði hún: „Það eru allir farnir að læra og þú stendur hér enn.“ Filippus fór inn. Hann tók af sér húfuna í fordyrinu og opnaði dyrnar að skólastofunni. Það var fullt af krökkum í bekknum. Kennarinn gekk á milli þeirra með rauðan trefil um hálsinn. „Hvað villt þú?“ kallaði hann til Filippusar litla. Filip- pus kreisti húfuna sína og sagði ekki neitt. „Hvað heitirðu þá?“ — Filippus þagði eins og steinn. — „Ertu mállaus?" — Það kom kökkur í hálsinn á drengnum og hann gat ekki komið upp nokkru orði. — „Jæja, farðu þá heim aftur, ef þú vilt ekki segja neitt." |INU sinni var lítill drengur, sem hét Filippus. Dag nokkurn fóru öll börnin í skólann, og Filip- pus tók loðhúfuna sína og vildi fara með þeim. mamma hans sagði: „Hvert ert þú að fara, Filippus litli?“ „í skólann,“ svaraði hann. „Þú ert of lítill ennþá, þú getur ekki farið,“ sagði 1Ttamma hans, og svo varð hann eftir heima. Faðir hans fór strax um morguninn út í skóg, og móðir hans fór til vinnu sinnar eins og hennar var vandi. Filip- Pus varð einn eftir í kofanum með ömmu sinni. Honum brátt að leiðast, og meðan amma hans blundaði, leitaði hann að loðhúfunni sinni. Hann fann hana reyndar ekki, heldur gömlu húfuna hans pabba síns, en hana lét hann á sig 0g lagði svo af stað í skólann. Skólinn var utan við þorpið. Meðan Filippus litli gekk fram hjá nágrannahúsunum, gerðu hundarnir honum ekk- ert. Þeir þekktu hann svo vel. En þegar hann kom lengra h*á, fór gamanið að grána. Lítill hundur, kallaður Snati, Þú stendur hér enn. í einu hrasaði hann og datt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.