Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 36

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 36
Jólablað Æskunnar Nonni litli ætlaði að hjálpa mömmu við jólabaksturinn. Mannvininum Albert Scliweitzer var út- hlutað friðarverðlaunum Nóbels árið 1953 i viðurkenningarskyni fyrir fórnfúst lijálp- arstarf sitt þjáðum og smáðum til handa i Afriku. Árangur hans í því starfi að brjóta niður múrana milli hins hvíta og svarta kynstofns i heiminum, liefur orðið svo mikill, að nafn hans mun lifa í ver- aldarsögunni. Alhert Schweitzer er fæddur 14. janúar árið 1875 í Alsace á Frakklandi. Faðir hans var prestur, og hafði djúptæk áhrif á Al- bert i æsku, scm mótaði hann ævilangt. Fljótt kom í Ijós, að Albert var miklum 172 gáfum gæddur. Hljómlistarliæfileikar hans voru þvílikir, að hann jjótti undrabarn. Sextán ára gamall hélt liann fyrstu opin- beru orgeltónleika sína. Hann nam guð- fræði og heimspeki í Strashourg, en jafn- framt aflaði hann sér menntunar á sviði tónlistarinnar og var fljótt frægur fyrir túlkun sína á orgeltónverkum meistarans Bachs. Hann virtist eiga vísa frægð sem guðfræðingur, tónlistarmaður og lieim- spekingur. Flestir vandamenn hans héldu að hann væri orðinn brjálaður þegar hann ákvað að læra læknisfræði og halda til Afríku til að helga sig hjálparstarfi í þágu innfæddra. Schweitzer skýrir sjálfur frá þvi, hvers vegna hann tók jjessa ákvörðun, svofelld- um orðum: „Ég sagði skilið við kennarastarf mitt við háskólann, tónlistina og ritstörfin til að gerast læknir í Mið-Afriku. Hvers vegna steig ég það spor? Ég liafði lcsið um þján- ingar hinna innfæddu í frumskógunum og fengið þær frásagnir staðfestar af trú- boðum. Ég gerhugsaði þetta mál og undr- aðist æ meira, livað Evrópumenn láta sig litlu skipta þá miklu sltyldu, sem kallar & þá í hinum fjarlægu heimsálfum. Dænii- sagan um ríka manninn og liinn fátæka Lasarus vék ekki úr liuga mér. f nýlend- unum lifir hinn fátæki Lasarus, svarti kyn- stofninn, sem á í stríði við sjúkdóma og liörmungar á sama hátt og við og meira að segja í enn ríkari mæli, — en kann engin ráð til þess að sigrast á þeim.“ Hann settist að í Lambarene í frönsku Kongó, og þar hefur hann verið búsettur alla tíð síðan 1913. Loftslag í þessum hluta Afríku er mjög óheilnæmt hvítum mönnuxn og starfsskilyrðin stórfelldum erfiðleikuin liáð. Hann hóf læknisstarf sitt í frumstæð- um húsakynnum, þar sem hann liom að- eins 40 sjúklingum fyrir i upphafi, en nú er svo komið að liann rekur þar nýtizku sjúkrahús með 400 sjúkrarúmum. Fjárins til byggingar og reksturs sjúkrahússins hefur Schweitzer aðallega aflað með því að halda fyrirlestra og tónleika víða um lieim. ☆ ☆ ☆ Rö^semi. Embættismanni nokkrum, sem var á ferðalagi, barst sú fregn, að einn skóla- bræðra hans frá námsárunum væri lagstur í drykkjuskap og órcglu. Þótti lionum það slæm frétt, og ásetti sér að leita manninu uppi og lijálpa lionum, ef þess væri nokkur kostur. Hann fann svo þennan skólahróður sinn að lokum í hinni mestu eymd og niðurlægingu og kom lionum fyrir á drykkjumannaliæli. Þar jafnaði liann sig svo vel, að liann náði fullu valdi yfir ástríðum sínum, og bragðaði ekki áfengi cftir það. Eins og nærri má geta, urðu vinir lians og vandamenn glaðir við þessi umskipti- Svo har til, nokkuð löngu seinna, að þessi sami embættismaður kom til bæjar þess, er foreldrar skólabróður hans bjuggu i, og buðu þau lionum þá heim til sín. ÞaU gerðu sér far um að gera honum lieim- sóknina sem allra hátíðlegasta, því þau voru honum svo þakklát fyrir björgun sonarins. Þeim fannst því ekkert of gott lianda lionum, er þau gætu i té látið. — Þegar setzt var að borði, veitti gesturinn þvi eftirtekt, að á miðju borðinu stóð vín- flaska og glas lianda hverjum manni við borðið. Þetta furðaði hann mjög og liann liugsaði sig eltki lengi um, heldur stóð upp og tók flöskuna af borðinu og setti hana út í horn á herberginu. Hjónunum þótti þetta undarlegar aðferðir af ókunnum manni; en gesturinn mælti: „Erum við ckki sammála um það, að liafa ekki skæð- asta óvin sonar ykkar til borðs með okk- ur?“ Vínflaskan var látin ósnert af öllum eftir það. Frændsemisgáta. Svar: Jón var sonur Margrétar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.