Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 40

Æskan - 01.11.1958, Blaðsíða 40
Jólablað Æskunnar 'f ,JlNU sinni, rétt fyrir jólin, voru þær |f, Kristjana litla og Margrét að leika sér. Foreldrar Kristjönu voru efnað- ir, áttu fallegt hús, vagn og hest, cn foreldrar Margrétar voru fátœkir og bjuggu í ofurlitlu húsi. „Margrét," sagði Kristjana, „á morguu er aðfangadagurinn og þá fæ ég margar, margar faliegar jólagjafir, föt og húfur og margs konar leikföng. Veizt þú, hvað þér verður gefið?“ „Æ, mér verður víst ekkert gefið,“ sagði Margrét hrygg í huga. „Hann pabbi minn cr fátækur og á engan pening, svo að hanu getur ekkert glatt mig. Þegar þú og önnur börn leikið ykkur kringum jólatré með mörgum Ijósum, þá verð ég að sitja heima hjá mér í dimmri stofu og hef ekkert til að leika mér að.“ Margrét litla var svo dapurleg, að Krist- jana kenndi í hrjósti um liana og fór að hugsa um það með sjálfri sér, að reyna eitthvað að gleðja hana á jólunum, því að Margrét litla var alltaf góð og vingjarnleg og þótti vænt um Iíristjönu. Á aðfangadagskvöld fékk Kristjana marg- ar jólagjafir frá foreldrum sínum og hún lék sér og dansaði og var kát, en var þó alltaf aS hugsa um Margréti litlu, sem hún vissi að myndi nú sitja hrygg í huga heima hjá sér. Svo fór hún til mömmu sinnar, hljóp upp um liálsinn á henni og sagði: „Elsku mamma, þú hefur gefið mér miklu meira i kvöld en ég á skilið; ég þakka þér hjartanlega fyrir ]>að, en nú langar mig til að biðja þig stórrar bónar. Hún Margrét litla sagði mér i gær, að pabbi sinn væri svo fátækur, að hann gæti ekkert gefið sér í jólagjöf. Villtu ekki leyfa mér að gcfa henni eitthvað af öllu þessu, sem mér hef- ur verið gefið, svo að hún geti líka skemmt sér ofurlitið?“ „Jú, jú, þér er það hjartanlega velkomið," sagði móðir hennar og kyssti góðu stúlk- una sina. Veldu úr það, sem þú villt, og gefðu lienni.“ Þá tók Krstjana fallegan dúk og fallega húfu, lét það i körfu og lét þar ofan á hnetur, epli og appelsínur og fór sjáif með það til Margrétar. Þá liefðuð þið átt að sjá, hvað Margrét litla varð glöð, það er alveg ómögulegt að lýsa þvi. En Kristjönu var létt um hjartaræturnar, þegar hún gekk heim, og það liafði aldrei legið betur á lienni en það kvöld. Spakmæli. Finnir þú ekki guð i hjarta þinu. er árangurslaust fyrir þig að leita lians ann- ars staðar. Gæfa vor er ekki undir þvi komin, hvað fram við oss kemur i lífinu, heldur þvi, hvernig vér iítum á það, sem fram við oss kemur. Eins og morgunsólin sópar myrkrinu frá heiminum, gef að vér megum í dag sópa skuggunum burt frá einhverju óhamingju- sömu hjarta. Eiknsamasti maðurinn er bezti maður- inn. Göfugur og starfsamur maður er meira Er ]>ctta Itægt? Já, mjög auðvelt — Iesið skýringu á bls. 178. virði, þó nafnbótalaus sé, heldur en ómenni með tignarnafn. Vér gerum oss oft miklu meira far um að sýnast hamingjusamir en að vera það. Hamingju getur hver maður öðlazt, rneð þeim skilyrðum, að liann lofi öðrum að elgnast hana með sér. Hcilbrigðar hugsanir eru eins mikils virði fyrir heilbrigði likamans og lireinar liugsanir eru fyrir hreint lif. Tvær reglur eru til fyrir góðri hegðun, sem alltaf má fylgja, innan vissra tak- marka: Hugsaðu ávallt um aðra, en aldrei um sjálfan ])ig. Haltu sjálfum þér hreinum og björtum, þvi að þú ert glugginn, sem þú sér veröld- ina í gegnum. Ég undirrit....... óska að gerast áskrifandi að Æskunni. Nafn: ...................................... Heimili: ................................... Póststöð: .................................. Utanáskrift er: Æskan. Pósthólf 14, Reykjavík. 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.