Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1963, Side 33

Æskan - 01.11.1963, Side 33
davíð COPPERFIELD Eftir CHARLES DICKENS - Ég flýtti mér úr jakkanum, vöðlaði honum saman og ^ór með hann inn í búðina. En í því ég kom inn úr óyrunum, kom gamall, gráskeggjaður maður í skítugum íútum þjótandi á móti mér. »0, hvern þremilinn sjálfan!" kallaði hann og þreif í ^árið á mér, „hvern rækallinn ert þú að vilja lringað shákur! ... O, gorú .. . gorú!“ Ég varð svo skelkaður, að ég kom ekki upp einu orði. »Nú, hvað vilt þú? ... Hvað viltul ... O, hvern ræk- aÉinn sjálfan ... gorú ... gorú!“ Hann starði framan í mig eins og vitstola maður og hristi mig ákaft. Andlit hans var afmyndað, og andstyggi- É'gan brennivínsdaun lagði af honum. ».Mig langar að selja þennan jakka,“ sagði ég, skjálf- audi af hræðslu. ,,0, hver þremillinn! . .. Lofaðu mér að sja hann. ‘ • O, gorú ... gorúl“ Eg rétti honum jakkann. „O, gorú . . . gorú, hvað á hann að kosta?“ „Tvo shillinga og sex pence.“ „O, hver þremillinn! ... O, gorú ... gorú! — Einn shilling sex pence, .. . ekki meira, ... alls ekki meira!“ ”Jæja,“ svaraði ég, „fáið þér mér þá peningana." „Uss, ekki nema það þó! ... Gorú, .. . gorú! ... Snáf- aðu út úr búðinni! ... Út með þig! ... Enga peninga. ‘ • • Við skulum hafa vöruskipti." Aldrei á ævi minni hef ég verið eins hræddur, og þess Vegna svaraði ég bljúgur, að ég væri í miklu peninga- hraki, og að annað en peningar kæmi mér ekki að gagni, en velkomið væri, að ég færi út úr búðinni og biði þar stundarkorn. Að svo mæltu snaraðist ég út og settist í skot eitt við dyrnar. hessi skransali var drykkfelldasti vitfirringur, sem hægt Var að hugsa sér, og hann var líka alræmdur í öllum þessum borgarhluta, því að allir drengir, sem gengu fram 11 já búðinni gerðu sér að skyldu að erta hann á allan llatt- En þá þoldi hann ekki mátið, heldur rauk bölv- andi á eftir þeim og hrópaði: „Groú, gorú!“ Ég varð að húka þarna marga klukkutíma, og þegar lann þaut á eftir strákunum, rauk hann þó nokkrum sinnurn að mér, því að hann hélt, að ég væri einn af þeim, sem voru að erta hann. Strákarnir fóru nu að veita mér athygli, og þar eð þeir voru loks komnir á þá skoð- un, að ég væri í búðinni, hentu þeir steinum í mig og sendu mér tóninn. Milli orrahríðanna kom skransalinn til mín og bauð mér ýmislegt drasl fyrir jakkann minn, meðal annars þríhyrndan hatt, fiðlu og veiðistöng, en ég vildi ekki heyra annað nefnt en að ég fengi peninga. „O, hvert í hoppandi! . . . Viltu þá fara, ef ég borga þér sex pence?“ O, gorú ... gorú!“ Hann rétti mér sex pence, en ég hristi höfuðið og sagðist vilja fá það, sem mér bæri fyrir jakkann. Þá fékk hann mér eitt penny til viðbótar og hálftíma seinna annað penny til, og þannig var hann að reyta í mig andvirði jakkans, þangað til orðið var áliðið dags. Það var ekki l'yrr en komið var kvöld, að hann var kominn upp í einn shilling. Þá var ég orðinn svo dauð- uppgefinn að horfa upp á athæfi þessa vitfirrings, að ég lét mér þetta nægja og labbaði leiðar minnar. Ég lét það verða mitt fyrsta verk að kaupa kjötsneið og brauðbita, og er ég hafði hámað það í mig, haltraði ég aftur út á þjóðveginn. En ég komst ekki langt þann daginn. í nálega mílu vegar fjarlægð frá bænum lagðist ég til svefns í hey- bólstur. Daginn eftir miðaði mér betur, og ég hefði sjálfsagt komizt langt áleiðis þann dag, ef ílakkarar og umrenn- ingahyski hefði ekki alltaf verið að tefja mig. Undir kvöld mætti ég pjátrara ásarnt konu hans eða unnustu, eða hver veit hvers konar kvenmanni. Þetta var óskaplegt svolamenni að sjá, og þegar ég ætlaði að flýta mér fram hjá honum, hrópaði hann bálvondur á eftir mér: „Gerðu svo vel og komdu hingað undir eins, eða ég ríf þig á hol!“ Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að malda í móinn og sneri tafarlaust við. „Hvert ert þú að fara?“ hreytti hann út úr sér og þreif í brjóstið á skyrtunni minni. „Ég ætla til Dover,“ anzaði ég. 313

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.