Æskan - 01.04.1964, Page 24
SPURNINGAR OG SVÖR
Hayley Mills er talin vera einhver efnilegasta stjarnan, sem
fram hefur komið síðustu 25 árin.
Skólagarðar.
Kæra Æska. Mig iangar til að
komast í skólagarða Reykjavík-
ur á komandi sumri. Gætir ])ú
ekki frætt mig eitthvað um
þessa starfsemi?
Jóhanna, 12 ára.
Svar:í skólagörðunum er börn-
um kennt að rækta og þekkja
allar algengustu tegundirgræn-
metis og sumarblóma. Þeim er
í skólagörðunum.
þá fenginn 25 ferm. gróðurreit-
ur, sem þau hugsa um að öllu
leyti sjálf. Auk þess fara þau
í kynnisferðir um borgina og
gróðursetningarferðir í Heið-
mörk. Skólágarða'rnir tóku til
starfa 5. júní 1948, og innrit-
uðust þá 68 börn í garðana, en
þeir voru þá starfræktir á
Klambratúni við Lönguhlíð.
Skólagarðar eru nú reknir á
tveimur stöðum i borginni, við
Holtaveg í Laugardal og i Alda-
mótagörðunum við Laufásveg.
Um það bil 500 börn á aldrin-
um 9—14 ára voru í skóla-
görðunum á síðastliðnu sumri.
Börnin greiða 150 kr gjald fyr-
ir dvöl yfir sumarið, en áætlað
er, að tekjur livers barns af
garðávöxtum séu ca. 1.200 kr.
miðað við sumarið 1963.
Frímerki frá 1944.
Kæra Æska. Iig ætla að biðja
þig að gefa mér upplýsingar
um verð á Jóns Sigurðssonar
frímerkjunum frá árinu 1944.
Örn.
Svar: Eftir því verði, sem ís-
lenzki verðlistinn árið 1964 gef-
ur upp, er verðið þetta: 10
aura grátt, 6 kr., 25 aura brúnt,
10 kr., 50 aura grænt, 10 kr.,
1 króna blátt, 10 kr, 5 krónur
rauðbrúnt, 50 kr.. 10 krónur
gulbrúnt, 275 kr. Verð þetta er
á notuðum merkjum. Fyrsta
dags merki, 17. júní 1944, 500
krónur.
Hver er Hayley Mills?
Kæra Æska. Eg þakka þér fyr-
ir allt, sem þú flytur. Mig lang-
ar til að biðja þig um að segja
mér eittlivað um Hayley Mills,
og birta mynd af henni. Með
fyrirfram þökk. Adda.
Svar: Ifayley Mills er aðeins 17
ára gömul, og er nú þegar orð-
in heimsfræg kvikmynda-
stjarna. Aðeins einni nnnarri
stjörnu í kvikmyndaheiminum
hefur tekizt að ná slikri frægð
svo ungri, en það var Shirley
Temple, fyrir 25 árum. Faðir
Hayley Mills er hinn frægi
leikari Jolm Mills, og móðir
hennar er kvikmyndaleikkonan
Mary Beli. Hayley Mills iék
sitt fyrsta stóra hlutverk í Bng'
landi fyrir 4 árum. Myndin hét
„Hún sá það“, og var sagn
flóttafólks frá Póllandi. Mynd
þessi fór sigurför um Evrópu
og Ameríku, og meðal annars
fékk hún viðurkenningu á kvik-
myndahátíðinni í Berlín. Sigur
Hayley Mills i mynd þessavi
132