Æskan - 01.04.1964, Page 27
ÆSKAN
J^rauinur Steve Reeves, a?S verða stór
og sterkur, rættist, og hann fékk þá
”«i'afta í köggla“, sem gerðu hann að þeim
”i'isa“, Sem hann er í dag. Enn þann dag
1 dag er hans eftirlætisiþrótt líkamsrækt
<lg bjálfun og útreiðatúrar og hestamennska
°g aldrei kann hann eins vel við sig, eins
(lg þegar hann er á hestbaki úti í guðs-
®r®nni náttúrunni með góðum félaga. Þá
j* Steve í essinu sínu. Hann á stórt hest-
ns og marga góða gæðinga nálægt Róma-
’0|'g. þar sem hann er staddur nú sem
endur vegna atvinnu sinnar. Steve Re-
^es er nú 38 ára gamall og lifir rólegu
. 1 ' „horginni eilífu“ — Rómaborg. Þar
^ ta ílestar kvikmyndirnar, sem hann hef-
'eikið í, verið teknar. Steve Reeves er
,*eddur í Montana 21. janúar 1926 en flutt-
S til Kaliforníu um tvitugt.
Ita"n vakti fyrst athygli á sér á sól-
*nsströndinni „Santa
(Ki
tiiiu á svokallaðri
Monica“ i Kali-
„Muscle Beach“
k ’etta-ströndin). Á þessari strönd mætast
^-J'darískir unglingar, sem vilja „stæla
vana“ — vilja verða „stórir og sterkir“
sólbrúnir. Þar skin sólin allan guðs-
la
^ agan daginn. Þar mætti Steve kvikmynda-
skornunum og fékk liugmyndina — og nú
a* ég segja ykkur, hvað skeði: Steve
fékk lítið lilutverk í kvikmynd i Holly-
wood. Ferðaðist hann síðan um með leik-
konunni Mae West, sem var heimsfræg
kvikmyndaleikkona, og flokki hennar viðs-
vegar um Bandaríkin og hafnaði svo á
Broadway í New York, sem er draumur
allra leikara. Síðan atvikaðist það svo, að
ítalskur kvikmyndastjóri sá þennan 180
cm háa fallega og myndarlega mann og
ákvað þá á stundinni að íela honuin aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni „Herkúles", sem
hann var þá að undirbúa, og þar með varð
Steve heimsfrægur. Hann fékk eitt hundrað
og fimmtiu þúsund dali fyrir vikið. (Nær
sex og hálfa milljón isl. kr.)
Hann hefur leikið i fimm kvikmyndum.
Þær eru: Herkúles, Siðustu dagar Pompei,
Hetjan frá Maraþon, Risinn Golíat, Morgan
sjóræningi og nú er í smíðum ævintýra-
myndin Þjófurinn frá Bagdad með Steve
í aðallilutverkinu.
Steve Reeves hefur hlotið heiðursnafn-
bætur, svo sem: „Bezt vaxni maður Banda-
ríkjanna", Bezt vaxni maður heimsins" og
„Herra Alheimur". Steve hefur fallega
söngrödd, og þegar hann er spurður um
framtíðina, segir liann: Ég er þakklátur
fyrir allt það góða, sem mér liefur fallið
í skaut. Ég lief ákveðið markmið í huga —
framtíðaráætlun. Ég hef ekki mikinn áhuga
á kvikmyndum, né því lifi, sem leikarar
lifa, ég vil aðeins starfa sem leikari í tvö
ár í viðbót. Eftir þann tíma langar mig
til að kaupa nautabú i Oregonfylki í Banda-
rikjunum. Ég er enn kúreki í lijarta mínu,
og hrosandi hætir liann við: Maðurinn bjó
til borgina, en guð bjó til sveitina. Ég, sem
skrifa þessar linur, vil bæta því við, að
Steve er náttúrubarn, sem elskar að vakna
við sólarupprás á morgnana með fuglun-
um, fagna nýjum degi. Hann elskar dýrin,
blómin og náttúruna. Steve er alger bind-
indismaður og kann ekki við þetta gervilif,
sem leikarar lifa. Steve býr sem stendur
í fallegri ihúð í Rómaborg, en hann á lít-
inn húgarð fyrir utan horgina, og þar
geymir hann hesta sina, arabiska gæðinga.
Steve er grænmetisæta — hann er kall-
aður „kreddukóngurinn“ á meðal leikara.
En Steve segir: ég varast offitu, maður
verður að passa línurnar. Sannleikurinn
er nefnilega sá, að Steve elskar dýr og
getur ekki hugsað sér að borða kjötið af
þeim. Hann er alger bindindismaður og
hefur aldrei smakkað áfengi eða tóbak og
æfir sig i klukkustund á hverjum morgni.
Steve Reeves er maður, sem aldrei gleym-
ir vinum sínum, og hann er þakklátur öll-
um þeim, sem hafa reynzt honum vel á
frægðarhrautinni. Steve er skyldurækinn
sonur, og honum þykir svo vænt um móð-
ur sina, að hann vildi helzt fljúga frá Róm
til Bandarikjanna í helgarfrium sinum til
að heimsækja mömmu sina, og það lýsir
hczt innræti hans.
Bjarni Sveinsson.
Kúrekinn sem varð kvikmyndastjarna.
135