Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 4
Kardemommu- BJERINN Nýlega hóf Þjóðleikhúsið aftur sýningar á liinu vinsæla barnaleik- riti Kardemommubænum. Um 45 leikarar koma fram í sýningunni í ýmsum gervum. Leikritið var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu í janúar árið 1960, og voru þá sýningar 75 alls. Ekkert barnaleikrit hefur náð jafn- miklum vinsældum hér á landi. Dautt mál. Móðir ein í Dublin kom með tlrenginn sinn i nýjan 'skóla. „Nú langar inig til ]>ess, að Al- bert læri sein allra mest af |>ví, sem getur komið lionum gagni í lífinu," sagði mamman við skólastjórann, „til dæmis lat- inu.“ „Já, náttúrlega," sagði skóla- stjórinn, „en ]>ér vitið, að ]at- inan er dautt mál.“ „I>að er nú ]>að allra bezta, ]>vi bann Albert á að verða út- fararstjóri." T Matþurrkan. (iestur nokluir settist við borð í sérlega fínu veitingahúsi og hnýtti munn]>urrkunni um hálsinn. Forstjóranum brá i meira lagi og kallaði á ]>jón. „Reyndu að gera honum skilj- anlegt á eins kurteisan liátt og |>ú getur, að svona má m.aður ekki haga sér.“ bjónninti gekk til mánnsins, hneigði sig og sagði: „Ætlaði herrann að láta raka sig eða klippa?“ þilfar bátsins og upp á bryggjuna aft- ur. „Ef þið yfirgeiið ekki skipið nú þegar, börn,“ þrumaði skipstjórinn, „drukknið þið, því að nú förum við í kaf.“ „Þó að við eigum öll að drukkna, sem hér stöndum, skal keðjan aldrei slitna," svöruðu börnin einum rómi. Skipstjórinn sendi boð til aðal- stöðvanna í landi. Á meðan hann beið fyrirskipana, dönsuðu sjómennirnir sjómannadansa við börnin á þilfar- inu. Þá komu saman þjóðhöfðingjar og valdamenn allra landa, forsetar, kóng- ar, drottningar, forsætisráðherrar og töluðu til barnanna: „Hættið þessum barnaskap," skip- uðu þeir. „Við berjumst til að skapa Iteti i heim.“ „Betri heim, handa hverjum?" spurðu börn allra landa. Nú hrópuðu allir valdsmennirnir, kóngarnir, drottningarnar, forsetarn- ir og forsætisráðherrarnir, svo að eng- inn skildi annan fyrir hávaðanum, og meðan á þessu öngþveiti stóð, sótti einhver lítinn kassa með takka á. Að vörmu spori var liver valdsmaður kominn með sinn kassa og hélt fingri á takka. Allt í einu hljóðnaði hávaðinn. Sá, sem íyrstur kom með kassann, lagði hann ofurvarlega til hliðar, sleppti fingri af takkanum, en hinir fóru að dæmi lians. „Nú munaði mjóu, að engin börn yrðu á jörðinni framar," sagði ein- hver lágt. „Þess vegna verður eitthvað að gera,“ sögðu börnin með áherzlu. „Við reynum, við reynum allt, sem í okkar valdi stendur," svöruðu höfð- ingjarnir. „Já, meir en nokkru sinni áður,“ svöruðu börnin. „Verið þið sælir og gleymið okkur ekki.“ Börnin hurfu hvert til síns heimil- is og töluðu um, live yndislegt yrði að búa í lieimi friðar og vináttu. Öll börn, hvít, brún, svört og gul hétu því, að ekkert skyldi slíta þaú bönd, sem vináttan hafði tengt þau. Svona er nú kvikmyndasagan, sem Richard Brace í San Francisko langar til að fá myndir um. Við vonum, að þið liggið ekki á liði ykkar, heldur > sýnið hvað þið getið með blýanti ykk- ar og litum. Merkið myndirnar á baki með nafni, aldri og heimilisfangi og sendið síðan til Esperantoþáttar Æskunnar og verður þeim síðan kom- ið á áfangastað. (Hejipileg stærð mynda er 25x20 cm). 44

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.