Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 6
til að hrygna, snýr kvenlaxinn sér á hlið- ina og byrjar að grafa rauf eða rennu í árbotninn með sporðinum. í ]>essa gryfju eða rennu, sem er 35—40 sm djúp, hrygnir hún svo, og þegar eggin eru sokkin til botns, kemur hængurinn og breiðir sæðið cða laxamjólkina yfir eggin eins og slæðu. Siðan breiðir kvenlaxinn slý yfir allt sam- an með sporðinum og svo er byrjað á nýj- •an leik, og oft eru þau að brygna allt að 5 daga. Kvenlaxinn hrygnir i kringum 20 þúsund eggjum. Eftir þetta mikla afrek sitt í þjónustu lífsins og bina löngu ferð til klakstöðvanna eru laxabjónin ]>reytt og kraftalitil. Kyrrahafslaxinn deyr alltaf eft- ir að hann hefur hrygnt, en Atlantshafs- laxinn er sterkari og kemst oft aftur til hafs og nær kröftum sinum á ný. Síðan kemur hann aftur til að hrygna, og eins og áður er sagt, getur hann, ef heppnin er með, orðið 8—10 ára gamall. Eftir vissan tima kemur svo líf i eggin og allt byrjar á nýjan leik. Þetta er það, sem vitað er með vissu um hið kynlega lif laxins, en miklu dularfyllra er það, sem ekki er vitað með neinni vissu og er hin stóra gáta. Hvar heldur iaxinn sig í sjón- um, á hverju iifir hann, og hvað er hann að gera, þar til hann heldur til æskustöðv- anna? Það er einsdæmi að lax sjáist eða veiðist eftir að hann yfirgefur ármynnið og þar til hann kemur til i>aka frá hafi. Þetta er i sjálfu sér mjög merkilegt, þar sem vitað er í dag, að höfin hafa verið rannsökuð allmikið undanfarin ár. Fiski- skip og bátar skafa næstum fiskimiðin og veiða fiska at' öllum tegundum, en næstum aidrei lax. Þó að við vitum ekki, livað lax- inn hefur haft fyrir stafni á meðan hann er i sjónum, þá er það vist, að hann hefur haft nóg æti. En hvar hefur það gerzt, og hvaða æti hefur það verið, sem gerir hann svo stóran og sterkan? Annar mikill ieynd- ardómur er: Hvernig gctur laxinn fundið aftur ána, sem hann er upprunninn úr? Oft þurfa þeir að fara um margra þúsunda kilómetra vegalengd, og þeir finna ekki að- eins sömu ána, heldur sömu klakstöðvarn- ar. Hvorugri spurningunni hefur verið end- anlega eða fylliiega svarað. Vísindamenn hafa komið fram með meira og minna skynsamlegar tilgátur, en brezki dýrafræð- ingurinn George Rees heldur þvi fram, að Atlantshafslaxinn leiti til Norðurishafsins, inn undir hafíshelluna. Hann heldur þvi fram, að þar sé skýringin á hinum mikla vexti hans, og þeirri vissu, að hann veið- ist næstum aldrei i haíi. Þó það sé ekki aimennt vitað, þá er urmull iífvera i Norð- urhöfum i kringum heimskautið. Plöntu- og dýralifið þar stafar að mestu frá nær- andi söltum, sem flytjast frá hafsbotnin- um með sterkum straumum upp undir yf- irborð sjávar. Þessir straumar eru mjög áberandi í norðlægum höfum, einkum kringum Norðurheimskautið. Þessi sölt næra plöntufrumuvefi, sem aftur næra ör- smáar lífverur, og á þcim lifa svo smá krabbadýr, sem eru fæða margra fiskiteg- unda. Samkvæmt kenningu eða hugmynd hins brezka dýrafræðings, G. Rees, koma hinir ungu iaxar í torfum frá ám og fljótum Evrópu og Ameriku og sameinast undir ísbréiðunum í Norðuríshafinu. Hér finnur laxinn sina paradís með rauðum og feitum rækjum. i inilljónatali. Þegar stór isbjörg liafa oltið um, sést, að neðan á þeim eru þykk l<>g af krabbadýrum. En liitt leyndar- málið, hvernig laxinn ratar aftur heim, hefur enn ckki verið ráðið, ]>ó að mikið hafi verið tii ]>ess reynt, til dæmis i sam- bandi við laxaklakstöðvar, en ekkert full- nægjandi svar liefur fengizt til þessa. Alls staðar er laxinn eftirsóttur fiskur og mikil iþrótt að vciða liann enda er hann talinn bezti fiskurinn og líka sá dýrasti. Laxveiðimaðurinn missir oft „þann stóra", en hvi skyldi það ckki oft geta verið rétt? Eftir þvi sem laxinn er stærri er hann cldri og reyndari. Vciðimaðurinn hefur fengið lax á færið. Allt i einu rykkir í, stöngin bognar, lijólið syngur, um leið og hann gefur út línuna eða færið, i fyrstu oft um 30—50 metra. Þá kemur laxinn upp. stekkur tignarlega og hrisfir sig til þess að losna af önglinum, og aftur og aftur stekkur silfurgljáandi fiskurinn til ]>ess að losna úr dauðans greipum. Stunduiu sigrar veiðimaðurinn og lætur mynda sifi með þann „stóra“, en oft er það laxinn, sem hefur yfirhöndina og hristir sig at önglinum eða slitur linuna og hverfur 1 djúpið og heldur áfram fcrð sinni móti straumnum, til staðarins, ]>ar sem luinn hyrjaði sitt dularfulla lif. Þýtt <>g endursagt af L. M. 46

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.