Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 8

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 8
ALLT UM ÍÞRÓTTIR Þriggja bakvarða aðferðin. Almennar athuganir. Þess hefur .þegar verið getið, að þriggja i)akvarða aðferðin var afleiðing nýju rangstöðu- reglnanna, er lögleiddar voru 1925. Þegar miðframherjinn var k-ngra frammi á vellinum en áður, komust stóru atvinnufé- fögin að þeirri niðurstöðu, að miðframvörðurinn gæti ekki lengur gætt Jivorutveggja starfsins, að leika gegn mið- framherja andstæðinganna og jafnframt aðstoðað eigin fram- herja í sókn. Starfi lians hefur þvi verið breytt þannig, að hann er nú eingöngu varnar- maður, og aðalstarf lians er að stöðva sókn miðframherja and- stæðinganna. Nauðsyn ber til, að hann gangi þarna mjög nærri andstæðingnum, þvi ann- ars gæti iangspyrna frá varnar- liði andstæðinganna brotiðmið- fjramherja þeirra leið gegnum állar varnir áður en verðirnir gætu breytt um afstöðu, þann- ig að þeir gætu komið vörnum við. Miðframvörðurinn verður því ætíð að halda sig aðeins í fárra stikna fjarlægð frá þeim, sem honum er ætlað að leika gegn. En það veldur þvi, að hann getur ekki stutt sóknina ncma á tvennan hátt: 1. Langspyrna til útframherja sinna eða miðframherja. 2. Stuttspyrna til innfram- Iierja eða útframvarða, sein við l>að hljóta að draga að sér and- stæðinga, en láta siðan knötl- inn ganga til éinhvers af hin- um þrem framherjum, eins og getið hefur verið um. Til þess að þetta megi lánast, verða út- framverðirnir að starfa nálægt miðjum vellinum, til þess að liafa sem bezt samband við aila fimm framherjana. (Þess ber aÍ5 geta, að við innvarp er ekki sú aðferð notuð, sem hér liefur verið lýst, heldur á þá að nota gömlu aðferðina og láta út- framvörð gæta útframherja og innframherja gæta innfnim- herja, svo að hakverðir séu þarna iausir og iiðugir og geti snúið sér þar að, sem þörfin er mest). Sú aðferð, að útfram- vörður gæti innframherja, hef- ur cnnfremur þá kosti nú á dögum, að það gerir þeim fært að ieika rétt i'yrir framan bak- verðina, því hin W-iaga sóknar- aðferð, sem nú er notuð, veidur því, að útherjarnir eru svo langt frammi á veiiinum, að þeir, sem leika gegn þeim, verða að halda sig mjög nærri sínu marki. Sú yngsta og sá elzti. Hafið þið tekið þátt i nor- rænu skíðagöngunni ? Ef svo er ekki, þá er ennþá tækifæri. Af- rekið er aðeins það, að ganga fimm kílómetra. Elzti þátttak- andinn i skiðagöngunni til þessa, mun vera Páll Jónatans- son, tæplega 92 ára gamall Ak- ureyringur, og sá yngsti mun vera 3 ára gömul stúlka, Inga Jóna Ævarsdóttir, til heimilis í Aðalstræti 5, Akureyri. Litla stúikan lét vel yfir ferðinni og sagðist ekkert vera þreytt þeg- ar hún kom í mark. — „Ég hélt hara alltaf áfram,“ sagði hún. Pabbi hennar og bróðir gengu með henni og létu þeir vel yfir dugnaði Ingu Jónu, en þrjá tíma þurfti sú litla að hafa til umráða til að komast i mark. Knattspvrna. FYRIR UNGARSTULKUR i • ORÐASAFN akvofalo foss alta hár bordo strönd, bakki ci tio þetta hérna duono hemingur ekzemple til dæmis erupcio gos erupcias gýs fama frægur, nalnkenndur fjordo fjörður geografio landafræði glaciejo jökull golfo fjörður (stór) jnsulo eyja lafo hraun lago stöðuvatn mapo landabrél 48 monto fjall ol heldur en pri um rivero á, fljót spruci spúa, gjósa elspruci spýta út úr sér urbo borg (cefurbo höf- uðborg) urbeto lítil borg vilago þorp vulkano eldfjall ▼ Veiztu það? Svör: 1. Hámundarson. 2. Rautt. ;t. Ormurinn langi. 4. Sár. 5. Sólkonungurinn. (i. Hollenzk- ur. 7. Óðinshaninn. 8. Fjalla- Eyvindur. 9. Utali. 10. Rangár- vallahreppur. Snyrtileg föt, Ekkert er Ijótara en illa hirt föt. Að sjá fallegar stúlkur í hlettóttum og lirumpnum pils- um, með saumsprettur á hlúss- unni og i skökkum skóm, vekur ógeð. Það er fánýtt að eiga mörg og dýr föt, ef þeim er ekki lialdið vel við og lögð rækt við að hafa þau snyrtileg. Það er til eitt orð, sem tekið hefur verið upp í nær öll tungumál heims til þess að tákna eitt atr- iði, sem ekkcrt annað orð fær túlkað rétt, það er að segja orð- ið smart. „Smart“ stúlka þarf ekki endilega að lirúga utan á sig dýrasta fatnaðinum og liggja daglega i því að kaupa sér eitthvað nýtt. Smart er sú stúlka, sem — í einu orði sagl — hirðir sig. Helztu varnartæki slikrar stúlku er fatabursti, straujárn, nál og spotli, og nóg af herðatrjám. Ofureinfalt allt saman ! Hirðing hársins. Ef þú liefur feitt hár eða flösu, skaltu daglega þvo greið- ur og hárbursta úr aminoniak- vatni og sápu. Það tekur þig vart nema tvær minútur, en horgai' sig liins vegar vel, því að áferðin á liárinu mun segja til sín. Notaðu ávallt stinna hursta (nylon), en hins vegar greiður með sljóum tönnum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.