Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 11

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 11
ÆSKAN heitt til þess að vilja baka honum tjón! . . . Hún mun verða mér góð vegna föður síns! ... Ó, hve ég er ham- ingjusamur, herra Copperfield!" Ég skildi undir eins, hvað bófinn ætlaði sér. Hann var búinn að steypa herra Wickfield í glötun, og nú atti Agnes að fórna sér til að bjarga föður sínum. Mig sárlangaði að fleygja honum út, en ég minntist þess, sem Agnes hafði sagt við mig, og bældi niður reiði mína. har sem orðið var mjög framorðið, varð Uriah að "atta sig hjá mér og sofa á legubekknum í dagstoíunni. Hann svaf vært, en ég lá vakandi afla nóttina og hugs- a®i til þess með hryllingi, að Agnes yrði nú neydd til ai,i giftast þessum bannsettum óþokka. Þegar hann fór frá mér morguninn eftir, bljúgur og smeðjufegur, eins og hann var vanur, var ég að vefta því fyrir mér, hvort ég hefði ekki átt að lumbra dug- iega á honum. TUTTUGASTI OG FYRSTI KAFLI Eg verð ástfanginn. Næstu daga gat ég ekki að mér gert að hugsa um Agnesi. Ég hugsaði til liennar á morgnana, þegar ég var á leið- lnni til skrifstofunnar, á kvöldin, þegar ég háttaði, og oft lá ég andvaka á nóttunni, af því að mig hryllti við þeim örlögum, sem biðu hennar. Én svo kom dálítið fyrir, sem olli því, að ég gleymdi henni og kjörum hennar um tíma. Dag nokkurn bauð Spenlow mér að konia með sér ■læstkomandi laugardag út á landsetur, sem hann átti, °g dveljast þar fram yfir helgina. ..Eins og yður er kunnugt, Copperfiefd, er ég ekkill, °g Dóra, dóttir mín, hefur hingað til dvalizt í heima- vistarskófa í París, en nú er hún komin heim, og því væri niér sönn ánægja, ef þér vilduð koma með mér upp 1 sveit og vera þar gestur minn um næstu helgi.“ Ég varð stórhrifinn og þakkaði boðið, og mér fannst heldur en ekki mikið til þess koma, er ég ók frá skrif- stofunni í fallega vagninum hans Spenlows ásamt vagn- stjóra og þjóni. Á leiðinni hugsaði ég mikið um þessa ungu dóttur Spenlows, og ekki hafði ég fyrr komið auga á hana og heilsað henni en ég var orðinn ástfanginn af lienni. Ég var alveg utan við mig og dauðfeiminn og áttaði mig fyrst á því, sem var að gerast, þegar hin stúlkan, sem ég var kynntur fyrir, sagði: ’.Já, við herra Copperfield þekkjumst!" Ég leit á hana. — Þetta var þá engin önnur en ung- frn Murdstonc! FELUMYND Bóndinn er alveg í öngum sínum, því að hann finnur livergi sumt af búpeningnum sín- um. Hann vantar tvær kindur, tvær kýr, þrjá grísi, einn hest og eina kanínu. Getið þið nú ekki komið honum til hjálpar? „Það gleður mig, að þið ungfrú Murdstone þekkizt," mælti Spenlow. Ungfrú Murdstone hefur verið svo elsku- leg að taka að sér að gerast kennslukona og fóstra henn- ar Dóru minnar. Ekki man ég eftir því, hvað gerðist, meðan við sátum að miðdegisverði, né við teborðið um kvöldið. Ég sá ekki annað en Dóru og hugsaði ekki um annað. Andar- tak var mér þó svipt úr ástarvímunni, en það var, þegar ungfrú Murdstone benti mér að koma og tala við sig út í gluggaútskot og sagði við mig: „Það er engin ástæða til að vera að ýfa upp ósamkomu- lagið, sem var milli okkar, þegar þér voruð barn! ... Eig- um við ekki að korna okkur saman um að tala ekki hvort um annað, svo að hitt fólkið heyrir?“ „Jú, þar er ég algerlega sammála yður, ungfrú,“ anzaði ég. „Því minna sem ég hugsa um yður og bróður yðar, því betra!" Ungfrú Murdstone laut höfði, og síðan slitum við talinu, Og svo var það aftur Dóra og Dóra. Ég varð víst alveg að viðundri, þegar hún rétti mér litlu höndina sína urn kvöldið og bauð mér góða nótt, og alla nóttina var mig að' dreyma hana. 51

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.