Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 17

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 17
Gítar -námskeið. Sigursveins Við vorum síðast að læra gripbrett- » utan að, eða alla tóna í fyrstu hand- stöðu á öllum sex strengjunum. Enn- trekar má festa tónana í minni þvert yfir brettið, í 4. bandi upp eftir frá tiýpsta tóni: gis — cis — fis — h — dis — gis- Gott er að skrifa þá á nótnablað t'nt leið og læra hin nöfnin á sömu tónum, en sem skrifuð eru öðruvísi: as — des — ges — ces — es — as, þannig þversum í hverju bandi. Við skulum nii bæta einu bandi við þekkingu okk- ar ;í nótnabrettinu og byrja á að læra 5- band þvert yfir, en það er hrein ferund frá hverjum lausum streng (strengtónninn og tónninn í 5. bandi taldir með, 5 hálftónsbil). Fyrsti fing- ur færist upp í 2. band og 4. fingur er Þá í 5. bandi. Höndin er þá í 2. hand- stöðu og þægilegt að læra hana á D- tltir tónstiga, nota tóna 5. bands í stað lausra strengja. Svo leikum við Bell- 'tianns-lagið með þessari handstöðu, með eða án lausra strengja. Asláttur. Við lærðum arpeggio (frb. arpedsjó) eða hörpuslátt þegar við æfðum okkur á lausum strengjum og neitum þessum áslætti nú á brotnum nljómum (þegar tónar hljóms eru leiknir hver eftir annan). Heill hljóm- ur verður þegai allir tónar hljóms (á 2, 3 eða 4 strengjum) eru slegnir sam- tímis. Þumallinn annars vegar en hin- ir 3 fingurnir hins vegar taka í streng- ina hver á móti öðrum samtímis, en um leið verður vottur af snúningi á hendinni, réttsælis. Þennan áslátt köll- um við heilshljóms- eða hljómslátt. Aðalhljómar. Við skulum nú æfa svonefnda 3 aðalhljóma í einni tón- tegund, G-dúr. Það eru hljómar á fyrsta sæti g—h—d, kallaður grunn- hljómur (tonica), síðan hljóm á 4. sæti tónstigans, c—e—g undirforhljóm- ur (sub-dominant), þá hljóm á 5. sæti stigans d—fis—a—c, forliljómur (domi- nant). Sá síðasti er ferhljómur en liin- ir þríhljómar. C-ið sem bætist við hann er sjöundarbil frá d og hljóm- urinn kallast D7. Án sjöundar (c í Jressu tilfelli) væri forhljómurinn venjulegur þríhljómur eins og hinir. Tónar hljóms eru hér skrifaðir í grunnstöðu og draga hljómarnir nafn af neðsta (bassa) tón eða „sæti“ sínu sem kallaður er grunntónn, næsti Jrrí- und og sá efsti fimmund. Þegar fjórir tónar eru hafðir í þríhljóm verður að tvöfalda einn tóninn, helzt grunntón- inn, annars fimmund og sízt Jníund. Á gítarnum verður að haga niðurröð- un tónanna eftir byggingu hljóðfæris- ins. Á öllum sætum tónstigans má mynda þríhljóma og ferhljóma ef bætt er við sjöundinni, en aðeins fer- hljómur á 5. sæti er þægilegur í um- gengni og nauðsynlegur í niðurlagi hendinga og laga, leiðir svo að segja af sér grunnhljóm (1. hljóm) og ákveð- ur tóntegundina (dominant-ráðandi). Árbít í Tíbrá má endurbæta þannig að slá fyrri helming takts tveggja skrefa nótu á G-streng og síðan tveggja skrefa nótu á D-streng og endurtaka Jretta út lagið. Sláið þetta með þumli, á tveim stöðum fellur g á 1. högg í takt í laginu og fellur því saman við bassann. Lagið má syngja, slá undirspil á tveim hljómum G fyrri helming takts og D7 seinni helm- ing, og ýmist nota brotna hljóma eða heila. Endurtakið hvern takt í hljóm- æfingunum 4 sinnum óslitið. Lærið lagið „Lambið sofi“ og syngið með því að slá hljómana í G-dúr eftir eyranu. Sjá næstu síðu 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.