Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 32

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 32
Rolling Stones. Nú er sagt, að hljómsveitin Kolling Stones sc að ná því marki að HÍá sjálfa Bitlana út í vinsældum í Kretlandi. Vinsælasta lagið þeirra heitir Not Fade Away. I>að hef- ur nú náð álíka vinsælduin í Bretlandi og Hard days night náði á sinuin tíma á há- punkti Bítlanna. Vinsæidir Kolling Stones stafa liklega af því, að þeir félagar reyna ekki eins mikið og Bítlarnir að afla sér vinsælda meðal fullorðna fólksins. Kolling Stones eru nú hetjur unga fólksins. Þeir hafa engan áhuga á fullorðnu fólki. Sagt er, að nokkur munur sé á hljómlist þessara tveggja hljómsvcita. Hljómlist Bítlanna hneigist að hinu gamla Rock and roll, en hljómlist RoIIing Stones er meira í ætt við þjóðlög. í hljóm- svcitinni KoIIing Stones eru fimm ungir menn, og eru þeir með hár niður á hcrðar, en hver og einn ræður, hvernig hann er klæddur. Hljómsveitina skipa: Mick Jagger, for- söngvari og harmónikuleikari, 20 ára; Brian Jones, söngvari með harmóniku og gítar, 19 ára; Keith Richard, 19 ára, og Bill Wyman, 21 árs, báðir með bassagitar; og Charlie Watts, 21 árs, með trommur. ( vibrafón og pianó cf á þarf að halda. Hann byrjaði i músik- inni þcgar hann var 16 ára gamall. Áður fyrr var hann af- greiðslumaður i vcrzlun. Síðuslu fréttir hcrma, að hljómsveitin Manfrcd Mann muni koma frarn á hljómleik- um í Reykjavik 11. og 15. marz næstkomaudi. Hvað heita strákarnir? Kæra Æska. Viltu scgja mcr hvað strákarnir í bljómsveil- inni Hljómar frá Keflavík hcita? Freyja. Svar Hljómsveitina Hljómar I Keflavik skipa þessir fjórir ungu menn: Rúnar Júliusson (bassagítar), Erlingur Björns- son (gitar), Gunnar Þórðarson (gítarsóló) og Engilbert Jenscn (trommur). Hver er Shirley MacLaine? Kæra Æska. I aðal kvenhlut- verkinu i myndinni „Lykillinn undir mottunni", lék leikkonan Shirley MacLaine. Ég hef ckki séð hana áður, og langar til að Shirley MacLaine. biðja þig, Æska mín, að segja inér eitlhvað um hana. Halla á Akureyri. Svar: Shirley MaeLaine er 29 ára gömul og er fædd i Rocli- moiul i Virginía. Hún þaut eins og haiastjarna upp á himin frægðarinnar á Broadway i New York, þegar hún lék í söngleiknum „Náttfataleikur- inn“. Hún tók þar við hlutverki einnar aðalleikkonunnar, sem hafði slasazl. Einn kvikmynda- jöfurinn frá Ilollywood var staddur i lcikhúsinu, og hann gerði samning þar á staðnum við hina ungu og efnilegu lcik- konu. Hún hefur ieikið :i 15 kvikmyndum, þar á ineðal myndunum „Umliverfis jörð- ina á 80 dögum“, „Can Can“ og „LykiIIinn undir mottunni". Nú er hún að Ijúka hlutverki i cinni nýrri mynd, og i þeirri mynd leika með hcnni margir l'rægir kvikmyndaleikarar eins og Paul Newman, Dean Martin, Gene Kelly, Robert Cummings og Dick yan Dyke. Sliirley Mac- Laine hefur þrivegis komið 1il greina við úthlutun Óskarsverð- launa. Hún hefur enn ekki hlol- ið verðlaunin, en lítill vafi er talinn leika á ]>ví, að hún hljóti þau fljótlega, þar sem liún er nú sögð ein hæstlaunaða gam- anleikkona Bandaríkjanna og þar ineð sennilega i öllum hciminum. Shirley er gifl Steve Parkcr, sem hefur starfað við japanska sjónvarpið í fimm ár. Bill Haley kemur aftur. Kæra Æska. Ég hef lieyrt nokkrar plötur með ameríska rokksöngvaranum Bill Haley. Er liann liættur að syngja? Birgitla. Svar: Bill Haley, sem „gerði allt vitlaust" með rokksöng sin- um i heiminum kringum 1957, var á síðastliðnu ári á hljóm- lcikaferð i Evrópu. Hann er nú orðinn 97 ára gamall og syngur enn af fullum krafti, þó að að- dáendur hans séu ckki jafn- margir og þcgar bczt lét. Veiztu það? 1. Ilvers son var Gunnar á Hlíðarenda? 2. Hver er aðallitur norska fánans? 5. Hvað hét konungsskip Ólafs Iryggvasonar? 4. Hvað heitir ilátið, sem skyr var geymt i? 5. Hvað var Lúðvik XIV. oft ncfndur? 6. Hverrar þjóðar var listmál- arinn Rembranl? 7. Hvaða hani er það, sem er syndur? 8. Hvað nefnist þekktasta leik- rit Jóhanns Sigurjónssonar? 9. í hvaða riki i Bandarikjun- um stendur stórhorgin Salt Lake City? 10. Hvaða hreppi tillieyrir sögu- staðurinn Oddi? Svör eru á bls. 48.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.