Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 3

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 3
Heimsókn hjá 1 n iorl jjörn ] Egner. Jjöíundur „Kardemommubæjarins" heitir Thorbjörn Egner. Hann helur skrilað Ieikritið, teiknað leik- ljöldin, samið lögin og yíirleitt ann- azt allan útbúnað sjálfur. Norsk börn lai|la lög hans yfir sandkössunum, og sogur hans eru lesnar íyrir börnin á þúsundum norskra heimila á kvöldin. Hver er svo þessi þúsundþjalasmið- °r? I>að væri ekki úr vegi, að íslenzk börn fengju að kynnast honum, og Jrá er bezt að lýsa stuttri heimsókn á beiniili hans sjálfs. Hann býr í lista- utannahverfinu Ekely, en þar búa um 40 norskir listamenn. Það er ekki ljónið úr Karde- Uiommubænum, sem kemur fyrst til byra, heldur síamskötturinn Hasan, seni á það sameiginlegt með ljóninu, ab eftirlætismatur Iians er rjóma- Sl|kkulaði. Síðan kemur Thorbjörn bgner sjálfur og biður gesti að ganga l|I stofu. Inni skíðlogar á arni, og þar Sltja kona hans, Annie, og börnin þi'jú, Turi, Harald og Marit. Stofan er rúmgóð, bækur þekja hillur i fal- ^egum röðuin, húsgögn eru gömul og a gólfi eru litfögur teppi. Þegar við spyrjum Thorbjörn Eg- ller um ætt hans og uppruna, svarar la,rn aðeins: „Faðir minn var kaup- uiaður, en ákaflega músikalskur. Ég býst við, að lögin mín séu frá honum. bggar ég var strákur bjó ég til brúðu- leikhús og skrifaði leikritin sjálfur og 'bgiu, og því hef ég haldið áfram. Ég bel eiginlega aldrei hætt að leika Uiér.“ ( Ánð 1938 kom út fyrsta myndabók ; siðan hafa bækur hans verið á íjölmörg tungumál. „Eftir Stl ‘bið fékk ég atvinnu við barnatíma Thorbjörn Egner. norska útvarpsins, og þá varð Klifur- músin og dýrin í Hálsaskóginum til, einnig „Dýrin í Afríku" og síðan „Kardemommubærinn". Kardemommubænum heíur líklega verið albezt tekið, er það ekki? Bjttgg- ust þér sjálfur við því? „Já, mig grunaði, að hann færi vel á leiksviði, og þegar ég las söguna fyrir fjölskyldu rnína, sannfærðist ég enn betur um það. Það er alltaf lesið upphátt liérna á þessu lteimili. Við byrjuðum á ævintýrabókunum, áður en börnin urðu skólaskyld. Ég álít það mikilsvert að lesa fyrir börnin. Það verður sameiginlegt ævintýri að hafa fylgz.t með ferðum Lísu í Undralandi og Gullivers í Putalandi. Það, sem við höfum gefið börnunum í gegnum bækurnar, er það eina uppeldi, sem þau hafa fengið." „Gagnrýni barnanna hefur verið ómetanleg aðstoð við samningu bóka minna. Börn hafa ákveðinn smekk á, hvað er gott og hvað er vont. Einnig í skáldskap. Ég hef verið svo heppinn að eiga alltaf barn á þeim aldri, sem bækur mínar liafa verið ætlaðar." Sjálfum þykir Tliorbjörn Egner vænzt um „Litla klifurmús", því að í henni er talsvert af honum sjálfum. jAíarteinn skógarmús er lítill, skyn- samur borgari í skóginum, iðinn og samvizkusamur, en litla gáskafulla, söngelska klifurmúsin getur ekki þol- að neitt, sem er grátt og hversdags- legt, allt þetta „nauðsynlega" í lífinu. Hún vill miklu fremur syngja söngv- ana sína en að safna matarforða til vetrarins. „Not af mér hér, not af mér þar? — ég er bara til, alls staðar.“ Þetta er að miklu leyti lifsspeki Thor- björns Egners.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.