Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 6

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 6
Barnœska WINSTONS CHURCHILLS á borðið." Og þegar hann sá, að ég fylgdist ekki með þessu, bætti hann við: „Þú mundir nota það, ef þú værir að tala við borðið.“ „En það geri ég aldrei," glappaðist fram úr mér í einskærri undrun. „Ef þú ert ósvífinn, verður þér refsað og refsað liarðlega, skal ég segja þér,“ og með því sló hann botninn í útskýringar sínar. Slík voru fyrstu kynni mín af hinum sígildu fræðum, sem mér er sagt, að margir okkar vitrustu manna hafi sótt slíka hugsvölun og vizku í. Athugasemdir kennarans um refsingu í Sankti James-skóla voru alls ekki gripnar úr lausu lofti. Flengingar með birkihrísi, eins og tíðkaðist í Eton, var veigamikill þáttur í uppeldinu. En ég er alveg viss um, að enginn Eton- piltur, og því síður nokkur jafnaldri minn í Harrow-skólanum, hefur nokkru sinni hlotið svo grimmilega flengingu og þessi skólameistari okkar lagði á litlu drengina, sem voru undir umsjá hans og valdi. Þær fóru langt fram úr því, sem hefði verið látið við gangast í nokkrum af betrunarstofnunum innanríkisráðuneytisins. Af því, sem ég hef lesið á efri árum, get ég ef til vill fundið skýringu á skaplyndi hans. Tvisvar eða þrisvar í mánuði var öllum nemendum skipað að ganga fylktu liði inn í bókasafnið. Einn eða tveir sökudólgar voru gripnir og dregnir inn í næsta herbergi af tveimur um- sjónarpiltum, og þar voru þeir flengdir, unz blóðið lagði úr þeim, en fé- lagar þeirra sátu skjálfandi af ótta og hlustuðu á veinið í þeim. Þessi teg- und uppeldis var áréttað með tiðum guðsþjónustum með hákirkjulegum bænum í kapellunni. Hve ég hataði þennan skóla, og hvílíkar hugarhrellingar ég átti þar við að búa í full tvö ár. Mér fór lítið fram í námsgreinunum og alls ekkert í leikjum. Ég taldi dagana og stundirnar milli skólaleyfanna, er ég gat horíið heim úr þessum kvalastað og raðað hermönnunum mínum í herfylkingar á gólfinu í leikstofunni. Bezta skemmtun mín um þessar mundir var bóka- lestur. Þegar ég var á tíunda árinu, gaf faðir minn mér Gulleyjuna, og mér er það fyrir minni, hve gráðugt ég gleypti hana í mig. Kennarar mínir sáu, að ég var í senn vanþroska og bráðgjör. Ég las bækur, sem ég hafði ekki aldur til að lesa, og samt var ég neðstur í bekknum. Þeir urðu gramir. Þeir höfðu margs konar þvingunaraðferðir á hendinni, en ég var þverúðugur. Ef skilningur minn, ímyndunarafl eða áhugi var ekki vakandi, vildi ég hvorki né gat lært. Á þeim tólf árum, sent ég var við skóla- nám, tókst engum að fá mig til að skrifa latneskan stíl né læra vitund í grísku nema stafrófið. Ég er alls ekki að bera í bætifláka fyrir hina flóns- legu vanrækslu mína á því að nota tækifæri þau, sem foreldrar mínir lögðu mér í hendur með ærnum tilkostnaði og kennarar mínir reyndu með harðri hendi að berja inn í mig. Vera má, að mér hefði farnazt betur, ef ég hefði verið látinn kynnast fornþjóðunum af sögu þeirra og siðum í staðinn fyrir málfræði þeirra og setningaskipun. Heilsu minni hrakaði stórlega í Sankti James-skólanum, og loks tóku foreldrar mínir mig heim upp úr alvarlegu veikindakasti. Heimilislæknir okkar, hinn nafntogaði Robson Roose, stundaði þá lækningar í Brighton. Og þar sem ég var álitinn mjög veill heilsu, var það talið nauðsynlegt, að ég væri undir læknishendi hans að staðaldri. Árið 1883 var ég því látinn fara í skóla í Brighton, sem konur tvær veittu forstöðu. Þessi skóli var minni en sá, sem ég fór úr. Hann var líka ódýrari og barst rninna á. En ég kenndi Faðir Churchills. Churchill 1942. Churchill 1945. í Barnœska WINSTONS CHURCHILLS

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.