Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 9

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 9
CHARLES DICKF.NS DAVÍÐ COPPERFIELD Morguninn eftir fór ég á fætur í býti, gekk út í garð- llln> labbaði þar lengi fram og aftu!r og var ákaflega llugsn En hvað ég yrði nú hamingjusamur, ef ég skyldi einhvern tíma trúlofast þessari dásamlegu stúlku og mætti skrifa henni og kalla hana Dóru! Meðan ég var að hugsa um þetta, mætti ég henni, sem ‘‘Har hugsanir mínar snerust um. 1% titraði allur á beinunum, og ég býst við, að rödd niln hafi líka verið í meira lagi óstyrk, þegar ég tók til niáls. »bér eruð ... eruð snennna .. . á ferli, ungfrú Spen- lo'v,“ sagði ég. »Já, það var svo leiðinlegt þarna inni, og hún ungfrú ^nrdstone er svo skrítin! ... Hún var eitthvað að tala Urri> að rakinn í loftinu yrði að þorna, áður en ég færi ut> • • • og þó er morgunninn yndislegasti tími dagsins! ... Fillnst yður það ekki?“ ^g sagði eitthvað á þá leið, að það væri yndislegt núna, en áður en hún hefði komið, hefði verið leiðinlegt. Mún roðnaði, og henni fór það vel. -Mlt f<jr iienni vel: Lokkarnir, sem liðuðust um kinnar lleunar, og stráhatturinn með bláu borðunum! . .. Æ, ég Vll(li, að ég hefði átt þann hatt; hann hefði verið mér clýtmætt djásn heima í stofunum mínum. „l*ér eruð nýkomin heim frá París, ungfrú góð,“ sagði eg> þegar við gengum eftir garðstígnum. »Já, hafið þér nokkurn tíma komið þangað?“ „Nei!“ >>Ó, þá vildi ég, að þér ættuð kost á að koma þangað Seni fyrst. Ég er viss um, að yður mundi þykja það gaman.“ Mig setti dreyrrauðan, þvi að mér fannst voðalegt, að lnin skyldi óska mér svo langt burt. Auk þess gat ég ekki fellt mig við, að hún væri alltaf að gæla við hvolp- llln sinn, hann Jip. „bið ungfrú Murdstone þekkizt,“ mælti Dóra, „en þið eri'ð öngvir aldavinir, ... sá ég!“ „Nei, ég lief andstyggð á hennil" svaraði ég. »Við líka, ... er það ekki Jip? ... Hún er svo leiðin- leK og svo ströng. ... Er það ekki, Jip? ... Regluleg erlingarskrukka, sem hefur allt á hornum sér, Jip!“ k-K var kominn á fremsta hlunn með að biðja hennar 1 þessari andránni, og ég held, að ég hefði gert það, ef við heíðum ekki rétt í þessu komið inn í vermihús, sem stóð þarna í garðinum. Þar gengum við um stundarkorn og horfðum á blóm- in, og mér fannst tilveran dásamleg. En í þessum svifum kom ungfrú Murdstone, og þá var nú úti um ánægjuna. Hún labbaði með okkur heim að húsinu, þar sem teið beið okkar, og mér fannst alveg eins og við værum allt í einu komin í sorgargöngu. Þessi sunnudagur leið, án þess að nokkuð sérlegt bæri til tíðinda, en eftir þetta fékk ég aldrei tækifæri til að tala einn við Dóru. í býti á mánudagsmorguninn ókum við heimleiðis til London. Ég var allan tímann að hugsa um Dóru, en Spenlow var víst að hugsa um lögfræðileg efni. Hann hefði bara átt að vita, hvernig ég í draumórum mínum hugsaði mér hann sem elskulegan tengdaföður, er legði blessun sína yfir okkur Dóru á brúðkaupsdegi okkar. „Velkominn, Copperfield minn!“

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.