Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 12

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 12
'IV'IM var sonur liðþjálfa við írska herdeild í Indlandi. Hann missti foreldra sína barn að aldri, en móður- systur hans var falin umsjá hans. Leiksystkini hans voru börn þarlendra manna, og því lærði hann að tala mál þeirra og kynntist venjum þeirra. Kim tók ástfóstri við farandprest einn og ferðaðist með honum um allt norð- anvert Indland. Dag nokkurn bar svo við, að hann rakst af tilviljun á herdeild þá, er faðir hans hafði starfað við. Þetta var á hergöngu, en Kim fór til að heilsa upp á þá í herbúðunum. Var hann þá handtekinn og grunaður um þjófnað. Skírnarvottorð hans og önnur skjöl fundust á honum, og þegar það kom upp að hann var einn úr þeirra hópi, tóku þeir hann að sér og fóru að mennta hann. En í hvert skipti, sem Kim fékk frí, klæddi hann sig að hætti Indverja og umgekkst þá, eins og hann væri einn úr þeirra hópi. Áður en langt leið, komst Kim í kynni við mann einn, er Lurgan hét, og verzlaði með gamla skartgripi og aðra sjaldséða muni. Lurgan þessi, sem var þaulkunnugur þarlendum mönnum, var líka í njósnadeild stjórnarinnar. Þegar Lurgan komst að j^ví, að Kim væri gagnkunnugur venjum og liáttum landsmanna, sá hann, að hann gæti orðið að miklu gagni í leynijjjónustunni. Hann tók til að þjálfa athyglis- og minnisgáfu Kims, en slík Jjjálfun var mikilsverð- ur liður í undirbúningi við þjálfun njósnara. Þjálfun Lurgans byrjaði með Jíví að hann sýndi Kim fullt trog af dýr- mætum steinum ýmissa tegunda. Hann lofaði honum að horfa á Joá í eina mínútu, breiddi svo dúk yfir trogið og sagði honum að geta sér til um, hve steinarnir væru margir og hverrar tegundar. í fyrstu gat Kim aðeins munað fáar tegundir og gat ekki lýst Jjeim ýkja nákvæmlega, en að fenginni dálítilli reynslu mundi hann allt með ágætum. Og sama var að segja um ýmislegt annað, er hon- um var sýnt í Jjessu skyni. Loks kom Jiar eftir mikla og alhliða Jjjálfun, að Kim var skipaður í leyni- þjónustuna og fékk leynimerki, — Jjað er að segja spjald eða nisti, sem bera átti um hálsinn, og kenniorð, sem sannaði, að hann væri í leynilögregl- unni, ef sagt var á vissan hátt. Kim í leynijjjónustunni. Einu sinni bar svo við í járnbraut- arlest, að Kim rakst á Jjarlendan mann, sem var allilla skorinn á höfði og handleggjum. Hann sagði sam- ferðafólki sínu svo frá, að hann hefði fallið af vagni á leiðinni til stöðvar- innar. En Kim, sem var athugull, sá Jjegar, að sár hans voru ájjekkust skurðum en ekki grunnar skeinur, eins og sá hlýtur, er veltur úr vagni, og trúði Jjví ekki orðum hans. Meðan maðurinn var að reifa höf- uð sitt, veitti hann því athygli, að hann bar nisti ájrekkast Jjví, er hann bar sjálfur, og Jjví var Jjað, að Kim sýndi honum sitt. Maðurinn skaut Jjegar nokkrum orðum kennisetning- arinnar inn í viðræðuna, og Kim svar- aði þeim á réttan hátt. Síðan Jjokaði maðurinn sér út í skot eitt ásamt Kim og tjáði lionum, að nokkrir fjand- menn hans væru á hælum honum og hefðu leikið hann grátt. Taldi liann líkur til, að þeir vissu, að hann væri með lestinni, og Jjví mundu Jjeir senda vinum sínum skeyti, svo að Jjeir tækju hann á áfangastað. Hann Jjurfti að koma skeyti til lögreglu- foringja, sem hann nefndi, án Jjess að lenda í tæri við eltingamennina, en hann vissi ekki, hvernig Jjað mætti takast, ef þeirn væri Jjegar kunnugt um komu lians. En Kim leysti vand- ann. í Indlandi er mikið af heilögiun farandbetlurum. Þeir eru taldir mjög heilagir menn, og fólk hjálpar Jjeint ávallt um mat og fé. Þeir ganga jafn- an næstum fatalausir, maka sig ösku og mála ákveðin tákn á andlit sér. Kim tók Jjví til óspilltra málanna að gera manninn sem líkastan betlara- Hann gerði graut úr rnjöli og ösku, sem hann tók úr pípuhaus, afklæddi vin sinn og smurði hann allan. Hann smurði líka sár hans, svo að Jjau sáust ekki. Að síðustu dr-ó hann upp lítinn málningarbauk, er liann bar á sér, og málaði hin réttu tákn á enni hans og greiddi hár hans niður, svo að það virtist úfið og hýjungslegt eins og á betlara, mokaði síðan yfir Jjað ryki, og eftir Jjessa aðgerð hefði móðir lians ekki getað þekkt hann, hvað Jjá annar- Skömmu síðar komu Jjeir inn á stóra stöð. ÁTjrautarstéttinni sáu Jjeir lög- regluforingjann, sem taka átti við orðsendingunni. Gervibetlarinn neri sér upp við foringjann og hlaut að launum ávítur á ensku. Betlarinn svaraði með formælingum á ind- versku, en skaut leyniorðunum inn í- Foringinn skildi þegar á kenniorð- unum, að betlarinn rnundi vera leyni- lögreglumaður. Hann lét taka hann höndum til Jjess að geta reynt, livers kyns var, og flutti hann til lögreglu- stöðvarinnar, Jjar sem hann gat talað við hann í næði og fengið upplýsing- arnar. Kim fékk mikið hrós fyrir afrek sitt, og var liækkaður fljótlega í leyni- Jjjónustunni. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.