Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 14

Æskan - 01.03.1965, Blaðsíða 14
Inga, Erla og Árni. Er vclin var yfir Hebridseyjum, var þeim Erlu, Ingu og Árna boðið fram í stjórn- klefa vélarinnar til að heilsa upp á áhöfn- ina, sem útskýrði fyrir þeim þetta völund- arhús mæla og takka, sem ]>eim sýndist skipta hundruðum. Þi'emenningarnir hugs- uðu mest um það, er þau voru komin aftur til sæta sinna, hvernig mennirnir færu að þvi að vita, á hvaða mæli ætti að líta og á hvaða takka að þrýsta, svo að allt færi nú rétt fram, en slikar áhyggjur eru á- stæðulausar fyrir farþega, þvi að flug- mennirnir eru starfi sínu vaxnir i þessum völundarhúsum tækninnar. Brátt sást til stranda Skotlands. Suðið í lireyflum vélarinnar breyttist litið eitt, er vélin lækkaði flugið. Þremenningarnir þrýstu andlitunum út í gluggana og störðu niður yfir þetta ókunna land, sem virtist við fyrstu sýn ekki ólikt ])eirra eigin landi, þar sem skiptust á fjöll, hæðir og vötn, en sá var munurinn, að hér voru allir dalir skógi klæddir og meira þéttbýli. Allt í einu birtist stórborgin Glasgow með sínar tvær milljónir ibúa. Stórir og miklir reykliáfar teygðu sig til liimins, og áin Clyde sást sem silfurglitrandi band, þar sem hún rennur gegnum borgina, en á bökkum hennar standa stærstu skipa- smíðastöðvar heimsins. Gullfaxi rennir sér niður á flugbrautina, og er fimmmenningarnir stíga á skozka g'rund, leikur hlýr blær um enni og vanga þeirra, þótt lítilsháttar rigning sé. Eftir stutta stöðvun í flugstöðinni var haldið í gegnum tollinn, sem var fljótur að afgreiða gestina, enda kunni toll])jónn- inn nokkur orð i islenzku, og fór afgreiðsla lians mest í það að bjóða þá velkomna til Skotlands með þeim litla orðaforða, sein hann hafði í íslenzku. Á flugstöðinni tók fulltrúi Flugfélags ís- lands i Glasgow, Þorgils ICristmannsson, á móti fimmmenningunum, og bauð hanu Surtsey úr Iofti. þcim í skrifstofu félagsins þarna á stöð- inni. Eftir stutta dvöl þar var stigið upp í stóran farþegavagn, sem ók til stöðva Flugfélags íslands i miðri Giasgowborg. A skrifstofu F'lugfélags íslands var heils- að upp á starfsfólkið, sem er 5 manns, og því næst lialdið til Hótel Lorne, en þar áttum við að búa. Hótel Lorne var nýlega tekið til starfa og mun vera eitt hið fullkomnasta, sein Skotar hafa i dag gestum sínum upp á að bjóða. Þegar gestirnir námu staðar framan við ]>essa sjö liæða byggingu, kom sjálfur liótelstjórinn ásamt tveimur þjónum til að bjóða ferðalangana velkomna. Þjónai' báru inn farangur og vísuðu til lierbergja. Grímur og Árni fengu herbergi á annarri hæð, Ingibjörg og Erla á þeirri þriðju og Sveinn á þcirri fimmtu. Árni heimsækir stjórnklefann.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.